Þá var hann oftast númer eitt

Í gamla daga þegar ég var áskrifandi og keypti nánast öll tímarit um trommur og trommuleik, þá var trommuleikarinn sem sést í þessu myndbandi, með þessari færslu, nánast alltaf talinn og kosinn sá besti.

Þeir eru enn að þessir snillingar í Kanadísku rokkhljómsveitinni Rush. Trommuleikarinn Neil Peart, gítarleikarinn, Alex Lifeson og bassaleikarinn og söngvarinn Geddy Lee. Þeirra fyrsta hljómplata sem hét Rush kom út árið 1974. Nú eru hljómplöturnar þeirra orðnar 32. Í gamla daga átti ég þær allar sem þá voru komnar út á vínil. Það er liðin tíð, svo gaf ég líka allt vínilplötusafnið mitt.

Hljómsveitin er fyrir margar sakir stórmerkileg. Samstarfið orðið langt og gott og engar mannabreytingar, magnaðir textar, flestir eftir trommarann og einstakur hljóðfæraleikur þeirra allra.

Endilega gefið ykkur tíma til að hlusta þar til trommusólóið hefst.

 


Bloggfærslur 1. október 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband