Já!!!

Mögnuð var hljómsveitin en um trymbilinn John heitinn Bonham eru vart til lýsingarorð.

Ég læt í tilefni fréttana eitt af meistaraverkunum fljóta hér.

 

 


mbl.is Led Zeppelin kemur fram á tónleikum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er Mosfellsbær fallegur?

Ég fór í smá bíltúr í gær og kíkti m.a. á nýju hverfin sem eru að rísa í Mosó. Þar sem ég dólaði niður eina götuna vatt sér að mér hressilegur maður með hamar í hendi. Ég þekkti mannin ekki en svo virtist sem að hann vissi hver ég væri. 

Hann hóf að spyrja mig ýmissa spurninga um framkvæmdir á vegum bæjarins og ég reyndi auðvitað eftir bestu samvisku að svara þeim, enda maðurinn vopnaður hamri.

Eftir þó nokkuð spjall spyr hann mig hvort mér finnist Mosfellsbær fallegur. Ég viðurkenni að á mig kom smá hik, því spurningin kom eins og þruma úr heiðskýru lofti. Þá sagði hann strax, "já!!! þú ert ekki viss" Jú jú sagði ég auðvitað er Mosfellsbær fallegur og þarna stóðum við í miðju spýtnabrakinu og moldarhrúgunum. Ég bætti svo við að auðvitað væri svolítið rask á meðan þessi hverfi væru að byggjast upp en vissulega væri Mosfellsbær fallegt bæjarstæði.

Ég spurði hann þá sömu spurningar, hvað honum findist. "Nei!!! mér hefur aldrei fundist Mosfellsbær fallegur" Auðvitað varð ég gamli sveitalubbinn sár án þess að láta á því bera og sagði við hann þegar ég var að setjast inn í bíl, þetta er fallegt hús. "Já þakka þér fyrir, við gerum ráð fyrir að geta flutt inn fyrir jól"


Bloggfærslur 12. september 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband