Verður þetta einhverntíma toppað?

Í dag er hálf öld frá því að samstarf þeirra hófst og enn eru þeir langbestir. Verður þetta einhverntíma toppað? Ég bara spyr.

Ég fór á tónleika með Paul fyrir fjórum árum síðan, það var algerlega ólýsanlegt. Með góðri samvisku skora ég óhræddur á alla að gera sér ferð til að sjá hann, þess vegna til Ástralíu. Kallinn eldist eins og aðrir þrátt fyrir að lög hans og þeirra félaga eldist ekkert og virðist með öllu ódauðleg.

Þetta myndband er frábært svo ekki sé nú talað um lagið. Trommuleikur Ringo Star er frábær í laginu. Takið eftir þegar hann virðist vera að ná einhverjum matarleifum með tungunni úr tönnunum. Sennilega hefur hann verið nýbúinn að borða rækjusamloku.

Hafið það öll gott í fríinu, ég mátti til að skjóta þessari færslu inn. Bestu kveðjur.


Bloggfærslur 6. júlí 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband