Þarna er greinilega maður í hressandi sturtu

Í gær setti ég inn mynd af einum af mínum uppáhalds fossum og jafnframt þeim sem mér finnst einn af okkar fallegustu. Þetta er Foss á Síðu og er myndin af honum í færslunni hér fyrir neðan þessa.

Í færslu minni gerði bloggvinur minn, Arnþór Sigurðsson, athugasemd við eitthvert fyrirbæri sem líktist manni á myndinni. Ég gekk strax í málið og hafði samband við mann sem þekkir fossinn og allt hans umhverfi eins og fingur sína. Hann staðfesti það að þetta fyrirbæri sem sést á myndinni væri ekki þarna í raun.

Eins og Arnþór bendir á er þetta vinstra megin á myndinni Þar sem fossinn skellur á klöppinni og byrjar að renna niður í minni fossa. Já, það er margt skrítið og takk fyrir skemmtilega ábendingu Arnþór.  


Bloggfærslur 28. desember 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband