Fćrsluflokkur: Bloggar

Sveitastjórnarráđstefna VG í Mosó

VG 4444Nú hefur veriđ ákveđiđ ađ nćsta sveitarstjórnarráđstefna Vinstri grćnna verđi haldin hér hjá okkur Mosfellingum helgina 12. og 13. febrúar.

Ţađ er okkur Mosfellingum sönn ánćgja ađ Mosfellsbćr hafi orđiđ fyrir valinu ađ ţessu sinni til ţessa ráđstefnuhalds, nú ţegar stutt er til nćstu bćjar- og sveitarstjórnakosninga en Mosfellsbćr var fyrsta sveitarfélagiđ sem Vinstri grćn mynduđu meirihluta undir eigin merki.

Allar nánari upplýsingar um dagskrá sveitarstjórnarráđstefnunnar verđur hćgt ađ nálgast á heimasíđu okkar vgmos.is og á heimasíđu flokksins vg.isinnan tíđar.

Ţriđjudaginn 9. febrúar kl. 20 verđur haldin félagsfundur Vinstri grćnna í Hlégarđi. Allir félagsmenn eru bođnir hjartanlega velkomnir. Ađ sjálfsögđu verđa komandi sveitarstjórnarkosningar međal umrćđuefnis.

Óli og Ögmundur

Ögmundur og Óli Gunn formađur VG í Mos

Sérstakur gestur fundarins ađ ţessu sinni verđur Katrín Jakobsdóttir menntamálaráđherra og vafalítiđ koma ađ venju ţingmenn kjördćmisins, Ögmundur Jónasson og Guđfríđur Lilja Grétarsdóttir einnig til međ ađ láta sjá sig og taka til máls.

ktommkatrin 1212

Kalli og Kata á góđri stund. 


Sćnski eđalvagninn

Í kvöldfréttum var sagt frá ţví ađ samningaviđrćđur stćđu enn yfir í Stokkhólmi um ađ hollenski bifreiđaframleiđandinn Spyker kaupi sćnsku SAAB bílaverksmiđjuna. Ţetta virđist ćtla ađ verđa sagan endalausa. 

Fyrir bílaáhugamenn og ađdáendur Saab er vissulega spennandi ađ fylgjast međ afdrifum hins gamalgróna sćnska eđalvagns. Ég hef átt ţrjá Saab um dagana og allir voru ţeir hin skemmtilegustu faratćki. Í dag sé ég óskaplega eftir ađ hafa látiđ tvo ţeirra og ţó sérstaklega einn.

Saab 1973

Fyrsti Saabinn var af nákvćmlega ţessari tegund árgerđ 1973, minn var hvítur ađ lit.

Saab 900 GL 

Ţá kom einn af ţessari tegund 900 GL, árgerđ 1982. Svakalegur eđalvagn ţótti okkur hann alltaf.

Saab Sonnet

Nokkru síđar eignađist ég ţennan fágćta sportbíl sem var ađeins framleiddur í nokkurhundruđum eintaka af Saab verksmiđjunum. Hann var árgerđ 1972 og blár ađ lit. Ég seldi hann 1992 og sé alltaf mikiđ eftir.


Nú nćr karlremban hámarki

Ţá er bóndadagurinn runnin upp og ţorramatinn og ţorrablótin sjá flestir í hillingum, ásamt öllu ţví sem ţeim fylgir. Hrútspungarnir, kjammarnir og spikfeitir lundabaggarnir verđa étnir ţar til plássleysiđ er algert orđiđ. Ţá verđur vel kćstum hákarlinum skolađ niđur međ nokkrum krapandi snöfsum af Íslensku brennivíni og ţví verđur svo aftur skolađ niđur međ nokkrum vel sveittum bjórum.

Ađ ţessu öllu loknu er rekiđ hraustlega viđ og ţá myndast jafnvel pláss fyrir pínu meira af öllu góđgćtinu. Betra verđur ţađ ekki.

Ţorri 1 44

Ekta Íslensk ţorrablót eru engu lík, karlremban allsráđandi, nánast hver einasti mađur er međ gullbarka og dansađ er fram á nótt. Eitt slíkt verđur nú haldiđ um helgina hér í Mosfellsbć, ţađ er ţorrablót til styrktar íţróttafélaginu Aftureldingu. Ég hef mćtt á ţau öll og alltaf skemmt mér konunglega. Ţar hittir mađur marga mćta Mosfellinga.

 

Ţorri 3 44

Ađ loknu skemmtilegu blótinu er upplagt ađ fá sér hressandi göngutúr á sunnudeginum, hann ţarf ekki ađ vera svo langur til ađ ná úr sér mesta ryđinu eftir stuttan svefn.

Ţorri 5 44

Ţorri 2 44

Talandi um hákarlinn, ég fékk smá smakk af honum í gćr. Hann er gasalega góđur, mér var sagt ađ hann kćmi frá hinum frćga hákarlaverkunarstađ, Bjarnarhöfn og ţađan eru myndirnar tvćr hér fyrir ofan.


Rokk og ról í Mosó

Ţađ ríkir mikil stemning í Mosó ţessa dagana. Allt stefnir í metađsókn á ţorrblótiđ og Gildrutónleikarnir verđa svakalegir.

Hvort komandi bćjar- og sveitastjórnakosningar eigi ţátt í ţessum ţorrablóts og rokkanda sem nú ríkir í bćjarfélaginu skal ósagt látiđ. 

Viđ ţekkjum ţađ samt flest, ađ frambjóđendur láta jafnan sjá sig á slíkum mannamótum, rétt eins og öđrum, á fjögurra ára fresti.

Undirbúningur fyrir endurkomu Gildrunnar og tónleikana í Hlégarđi stendur nú sem hćst og allt gengur eins og í sögu.

Ljóst er ađ öllu verđur til tjaldađ og tćkjabúnađurinn og stćlarnir verđa slíkir ađ annađ eins hefur ekki sést í Hlégarđi, hvorki fyrr né síđar.

Sjáumst hress á blótinu

ţorri2 (2)

Eitt gamalt og gott međ Gildrunni


Ótrúleg jákvćđni og uppbyggjandi umrćđa einkennir frambjóđendur og stuđningsmenn í Mosfellsbć

Ţađ er óhćtt ađ segja ađ kosningastemningin sé hafin í Mosfellsbć, ţrátt fyrir ađ enn séu fjórir mánuđir í herlegheitin. Frambjóđendur og stuđningsmenn eru á feisinu sem aldrei fyrr og ţar er sannarlega keppst um ađ fá sem flesta í vinagrúppur. Ţađ má međ sanni segja ađ ţetta fari vel af stađ. Verđi jákvćđ og skemmtileg barátta.

 

Reyndar er einhver óvćrđ í Samfylkingunni ţar sem tveir forsvarsmenn Varmársamtakanna hafa nú ákveđiđ ađ bjóđa sig fram til forystu. Talandi um ţađ, ţá er mér minnisstćtt ţegar ég hafđi orđ á ţví fyrir tćpum fjórum árum síđan ađ ţessi samtök snérust ekki um umhverfismál, heldur pólitík og ţá allra helst ađdáun sína á Samfylkingunni. Fyrir ţessi skrif mín og ummćli fékk ég heldur betur bágt fyrir á sínum tíma. Fullyrt var ađ samtökin og Samfylkingin ćttu ekkert sameiginlegt.

 

stjorn_varmarsamtakanna 10+++ copy

 

Enn hvađ hefur nú komiđ á daginn? Tveir fyrrverandi formenn Varmársamtakanna gefa nú kost á sér til ađ leiđa Samfylkinguna í Mosfellsbć. Ţađ eru ţau, Gunnlaugur B. Ólafsson og Sigrún Pálsdóttir.

 

Ađal stuđningsmenn Sigrúnar og Gunnlaugs Bé, eru, Ólafur, fyrrverandi gjaldkeri og stjórnarmađur Varmársamtakanna (hann er ekki á feisbúkk, bara á blogginu) og Kristín stjórnarkona, systir Sigrúnar. Stuđningssíđa ţeirra er heimasíđa Ólafs gjaldkera. Ţar má aldeilis lesa "uppbyggjandi" og jákvćđ skrif um bćjarfélagiđ okkar og fólk sem hefur reynt ađ láta gott af sér leiđa fyrir ţađ.

 

Umrćđan ţeirra á milli fer ađ mestu leiti fram undir leyninöfnum, eins og raunin var hjá ţeim forsvarsmönnum samtakanna á sínum tíma á síđunum tveim sem var lokađ snarlega fyrir gengdarlaus sóđaskrif. 

 

Annars svona rétt í lokin, mikiđ verđur gaman ađ sjá ykkur á blótinu.

Ţar verđur fólk sem er ekki međ allt á hornum sér, ţađ er nokkuđ víst.


Slegiđ á létta strengi í Mosó

ţorri2 (2)Í Mosfellsbć eru nú ţrír árlegir viđburđir orđnir ađ glćstum og vel sóttum hátíđum. Ţađ eru, bćjarhátíđin okkar, Í túninu heima, ţrettándagleđin og síđast en ekki síst ţorrablótiđ, sem nú er framundan og verđur haldiđ međ miklum glćsibrag ađ vanda, nćstu helgi. Allt stefnir í ađ ţetta ţorrablót verđi ţađ fjölmennasta frá upphafi.

Seint verđur fullţakkađ öllu ţví góđa fólki sem hefur lagt dag og nótt viđ ađ gera ţetta ţorrablót okkar Mosfellinga ađ ţeirri glćsilegu og skemmtilegu uppákomu og hátíđ sem ţađ er.

Sjáumst hress nćstu helgi kćru sveitungar.

 

Ég og Hilmar vinur minn, ritstjóri Mosfellings, í góđri sveiflu á ţorrablótinu í fyrra og eins og vanalega verđum viđ í góđum gír á blótinu nćstu helgi.


Blogglúđrasveit Samfylkingarinnar

Ţađ er enginn vafi í mínum huga ađ Ögmundur Jónasson er hugsjónarmađur, sem hvorki fćst keyptur né seldur. Stađfesta Ögmundar í hinni hörđu Icesave rimmu ţar sem hann sagđi af sér ráđherradómi fyrir sannfćringu sína, sýnir svo ađ ekki er um villst ađ eiginhagsmunir vega ekkert fyrir ţennan öfluga ţingmann okkar íslendinga.

Lúđrasveit 11+ copy 12

Ögmundur tjáir skođanir sínar umbúđalaust og ađ vanda, ekki í neinum silkipakkningum međ flokksslaufum. Á bloggsíđu sinni lýsir Ögmundur međ sterkum áherslum fáránlegri afstöđu sćnsku ríkisstjórnarinnar ţar sem sćnskir ráđamenn virđast líta á íslendinga sem vanskilamenn sem vilji ekki borga skuldir sínar.

Svo virđist sem Jóhönnu Sigurđardóttur, forsćtisráđherra, sem átti nýlega fund međ sćnskum ráđamönnum, hafi ekki tekist sem skyldi ađ kynna málstađ Íslands sem Eva Joly hamast viđ ađ kynna út um allar koppagrundir nú um stundir.

Ögmundur sakar Svía réttilega um ađ vera handrukkara breta og hollendinga, enda reyna ríkisstjórnir ţessara landa ađ innheimta frekar vafasama kröfu hjá íslensku ţjóđinni međ ofbeldi og kúgunum.

Ögmundur 11

Ekki kom ţađ mér sérstaklega á óvart ađ blogglúđrasveit Samfylkingarinnar ţeytti sína lúđra gegn Ögmundi Jónassyni međ miklu offorsi og sakađi hann um hroka og ofstopa.

Verđur Esb umsóknin keypt hvađa verđi sem er hjá Samfylkingunni?


Gítarveisla Bjössa Thor

Gítarleikarar

Gítarleikararnir sem fram komu á tónleikunum.

Í lok síđasta árs, stóđ gítarleikarinn góđkunni og magnađi, Björn Thoroddsen, í fjórđa skipti á jafn mörgum árum fyrir tónleikum ţar sem allir fremstu gítarleikarar landsins koma fram. Um ţetta fjallađi ég hér á síđu minni á dögunum og birti viđtal, Bjössa Thor, viđ Sigurgeir Sigmunds, Gildrugítarleikara af ţessu tilefni.

Geiri og Hjalti

Sigurgeir í góđri sveiflu međ Gildrunni í afmćli mínu. Hjalti Úrsus vel međ á nótunum. 

Í gćr, kíkti ég í kaffi til Sigurgeirs á skrifstofu Fíh og rćddum viđ ađallega fyrirhugađa tónleika Gildrunnar í Mosó. Í samtali okkar, stakk ég ţví reyndar ađ Geira, hvađ mér hafi fundist gaman af viđtali Bjössa Thor viđ hann á dögunum. Eins og fyrri daginn, ef ég nefni einhvern á nafn, ţá er sá hinn sami mćttur á svćđiđ skömmu síđar eins og ég hef skrifađ um hér áđur. Á ţví varđ engin undantekning í gćr, ţví skömmu eftir ađ ég nefndi Bjössa á nafn var kappinn mćttur, ţar sem viđ Geiri sátum tveir í mestu makindum ađ spjalla yfir góđum kaffibolla.

Ţarna var hann mćttur međ glóđvolgan diskinn sem hljóđritađur var á gítartónleikunum góđu í Salnum í lok árs, eins og áđur sagđi og fćrđi okkur Geira sitthvort eintakiđ. Ţađ er óhćtt ađ mćla međ ţessum grip, ţar sem margir fremstu gítarleikarar landsins fara hreint á kostum.

Bjössi CD 

Diskurinn nýútkomni

Međal ţeirra sem fram koma ásamt Bjössa og Geira eru: Tryggvi Hubner, Ţórđur Árna, Jón Páll, Gunnar Ringsted, Ólafur Gaukur, Ţorsteinn Magnússon, Vilhjálmur Guđjónsson, Hjörtur Steinarsson, Eđvarđ Lárusson, Sćvar Árnason og Halldór Bragason.

Björn Thoroddsen spilađi margoft á Álafoss föt bezt á sínum tíma og mćtti alltaf međ einvala liđ tónlistarmanna međ sér. Ţeir voru margir ógleymanlegir og magnađi tónleikarnir sem hann hélt ţar.

Bjössi Thor

Til hamingju međ diskinn Bjössi og takk fyrir mig.


Rimman um forsetann

Óli Ragnar forsetiŢađ hefur veriđ í nógu ađ snúast hjá atvinnu- og áhugamönnum um forsetaembćttiđ undanfarna daga ađ skrifa og spekúlera, enda engin furđa.

Ţví er ekki ađ neita ađ dramatíkin hefur á köflum veriđ svakaleg í ţeim ummćlum öllum og umrćđu.

Einn mesti og dyggasti ađdáandi og áhugamađur um forsetaembćttiđ s.l. 14 ár, Hannes Hólmsteinn Gissurarson, segir á síđu sinni í nýlegri grein:  

"Ég reyndist ekki sannspár um ţađ, ađ Ólafur Ragnar Grímsson myndi stađfesta lögin um Icesave-samningana, ţótt ef til vill hefđu eggjunarorđ mín og nokkurra annarra áhrif á ţađ, ađ hann synjađi ţeim stađfestingar"

Úr ţessum skrifum Hannesar má ekki skilja annađ en ađ hann hafi átt ţátt í ákvörđun forsetans.

Ekki er mér kunnugt um hvort Hannes Hólmsteinn hafi lagt Ólafi, klappstýru, Ragnari Grímssyni, orđ í munn fyrir viđtalsţćttina tvo sem hann fór í á dögunum, öđrum ţeirra hjá gjammandi Jeremy Paxman, sem átti sér ekki viđreisnar von gegn Ólafi og hinum á fréttastofu Bloomberg. Viđ fáum eflaust fréttir af ţví hjá Hannesi síđar.

Frammistađa forsetans var mögnuđ í ţessum ţáttum tveim og mikiđ var ég ánćgđur međ klappstýruna eins og margir hafa kosiđ ađ kalla hann og ţeir hinir sömu klappa nú linnulaust fyrir.

Ég veit ekki hvort ég geti treyst ţví ađ Hannes Hólmsteinn eigi ţátt í ţessu öllu og vil ţví síđur klappa fyrir honum strax, rétt eins og mörgum skrifum sem hafa sullast upp úr pennum lýđrćđissinnana í Samfylkingunni undanfarna daga.


Robin Nolan heimsóknin var einstök og ógleymanleg

Ég var ađ hlusta á ţáttinn, Blár nótur í bland, á rás 1, í umsjá, Ólafs Ţórđarsonar, (Í Ríó Tríó) Hann spilađi eitt sinn á sérlega skemmtilegum tónleikum á Álafoss föt bezt ásamt Bjössa Thor og félögum. 

Óli, sér um skemmtilegan ţátt á áđur nefndri útvarpsstöđ og ađ venju fer hann um víđan völl í umfjöllun sinni í ţáttum sínum.

Í ţessum ţćtti sem hér um rćđir, talađi hann m.a um gítarleikarann, Robin Nolan.

Robin Nolan, er í dag heimsţekktur gítarleikari og ţykir af mörgum vera snillingur. Tengsl hans viđ Ísland eru svolítiđ skemmtileg og sérstök saga.

Ţannig var ađ, Ţórđur Pálmason, sem rak um árabil veitingastađinn Fógetann í Reykjavík, sá, Robin Nolan og félaga í Amsterdam, en ţar voru, Robin og félagar götuspilarar um árabil.

Ţórđur heillađist af hljóđfćraleik ţeirra félaga og bauđ ţeim ađ koma til Íslands og spila, sem ţeir og ţáđu.

Um ţetta leiti var veitingastađurinn okkar, Álafoss föt bezt, í blóma í Kvosinni og ţar var reglulega bođiđ upp á vandađa tónlist.

Viđ félagarnir í Gildrunni vorum ađ spila hjá Ţórđi á Fógetanum eitt kvöldiđ ţegar styttist í komu Robin Nolan og félaga til Íslands og Ţórđur spurđi mig, hvort mér litist ekki vel á ađ fá hann til ađ halda tónleika á Álafoss föt bezt, sem varđ svo úr.

Ţetta voru án vafa einir flottustu tónleikar sem ţar voru haldnir.

Í dag er Robin Nolan ekki götuspilari, heldur orđinn virtur gítarleikari sem er ţétt bókađur langt fram í tímann.

Ţórđur Pálma á vafalítinn ţátt í ţví og Íslandsáhugi gítarleikarans er greinilegur eins og heyra má á myndbandinu sem ég lćt hér fylgja međ.


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband