Færsluflokkur: Bloggar
mán. 6.9.2010
Dýrðlegt er í Dalnum
Dalurinn hefur alla tíð verið mér hugleikinn og ekki síst það góða fólk og vinir mínir sem þar búa.
Þegar ég kynntist Línu minni fyrir margt löngu síðan, bráðum 30 árum, sagði hún mér margar sögur frá afa bústað í Mosfellsdalnum. Þaðan átti hún margar ógleymanlegar stundir. Afabústaður, svokallaður, og landið í kringum hann, var innarlega í Dalnum, mótsvið núverandi Skógræktarstöðina Grásteina. Þar ræktuðu afi og amma Línu upp stóra jörð sem glöggt má sjá í dag.
Það eru ekki nema 20 ár síðan Lína fór með mér á þessar gömlu slóðir og sýndi mér bústað afa síns og ömmu og Bolla móðurbróður hennar sem stendur þar enn. Það var ógleymanleg heimsókn. Þar sáum við þrátt fyrir mörg ár í eyði, ótal margar gamlar menjar sem þau höfðu skilið eftir sig.
Eitt frægasta ljóð Óskars Þ. G. Eiríkssonar er án vafa, Dýrðlegt er í Dalnum. Óskar Þ. G. dvaldi löngum stundum Mosfellsdalnum og samdi þar sín frægustu ljóð.
Sjáumst næst í okkar óborganlega Dal á styrktartónleikum fyrir skjólstæðinga Reykjadals.
Hér kemur ljóðið hans Óskars.
Dýrðlegt er í Dalnum
Mosfellsdalur
Dýrðlegt er í Dalnum,
umvöfnum fjallasalnum,
Þar eru: Rósabændur og söngfuglar,
grautvíxlaðir graðfolar,
yxna kýr og ofvitar,
nóbelsskáld og gullmolar,
frekjusvín og drykkjusvolar,
ljóðskáld og þurfalingar,
hestamenn og monthanar,
þingmenn og snillingar,
listamenn og letingjar,
klerkur, kirkja,
ég er hættur að yrkja.
Óskar Þ.G. Eiríksson
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Fimmtudagskvöldið 9 september nk. verða haldnir útitónleikar í Reykjadal í Mosfellsdal.
Þetta eru styrktartónleikar.
Allir listamennirnir og allir sem að þessu koma gefa vinnu sína.
Tónleikarni hefjast kl 20.00.
Takið kvöldið frá og eigið notalega kvöldstund með frábærum listamönnum.
Um leið styrkið þið gott málefni.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
fim. 19.8.2010
Sjáumst í Túninu heima
Við félagar komum næst saman á bæjarhátíðinni Í Túninu Heima í Mosó þann 28.ágúst. Við spilum á stórdansleik í íþróttahúsinu að Varmá.
Sjáumst hress!!!
Helgi Páls, vinur minn og rótari Gildrunnar.
Bloggar | Breytt 20.8.2010 kl. 19:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
fös. 16.7.2010
Ómar Ragnarsson. JÁ!!!!!!!!!
Friðrik Weisshappel, veitingamaður í Kaupmannahöfn, hefur stofnað Facebook-síðu þar sem hann hvetur fólk til að gefa Ómari Ragnarssyni eitt þúsund krónur í sjötugs afmælisgjöf sem þökk fyrir ómetanleg störf í þágu íslenskrar náttúru.
Frábært framtak sem vonandi flestir taka þátt í.
Ómar Ragnarsson er engum líkur, það er ómetanlegt hvað hann hefur gert fyrir okkur alla íslendinga og náttúru okkar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)