sun. 30.8.2009
Frábærri bæjarhátíð lokið í Mosó
Sérlega skemmtilegri og velheppnaðri bæjarhátíð okkar Mosfellinga lauk nú seinnipartinn í dag.
Ég vil þakka öllum þeim fjölmörgu einstaklingum sem lögðu hönd á plóg við að gera þessa helgi svo fallega og skemmtilega í Mosó og einnig heimamönnum og gestum sem tóku þátt í fjörinu.
Þúsund þakkir fyrir frábæra helgi!!!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
fös. 28.8.2009
Sker.is
Ég er mikill aðdáandi gömlu gufunnar og aðdáun mín á þeirri útvarpsrás verður alltaf meiri og meiri með aldrinum. Það hjóta að teljast ellimerki og allt í góðu með það.
Einu hef ég velt fyrir mér, hvað varðar gufuna gömlu undanfarið og það er framburður þulanna. Þeir eru margir og góðir og sumir hverjir hafa starfað um árabil og okkur flestum er farið að þykja vænt um þá, eins og um gamla stofu mublu sé að ræða.
Einn af okkar ástkæru þulum segir, sem dæmi þegar hann les tilkynningar:
" Nýtt skyr er komið á markaðinn. Mjólllllllllllllka punnnnnnnnnktur is.
Í þessu sambandi hef ég velt því fyrir mér, væri ekki gaman að fá fleiri mállýskur af okkar yndislegu tungu á gufuna?
Sem dæmi langar mig að nefna:
" Nýtt skeeeeeeer er komið á markaðinn. Mjólka. eeeeees.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
fim. 27.8.2009
Allir í Mosó
Bæjarhátíð Mosfellsbæjar verður haldin helgina 28.-30. ágúst og er dagskráin að vanda fjölbreytt, metnaðarfull og skemmtileg.
Daði Þór Einarsson, skipuleggjandi hátíðarinnar, segir að hátíðin verði sú metnaðarfyllsta til þessa. "Mosfellingar nær og fjær hafa lagt sig fram við að gera hátíðina sem best úr garði að þessu sinni og vil ég fullyrða að sjaldan hefur tekist jafn vel upp með dagskráratriði og nú," segir Daði.
Hann bendir á að bæði laugardag og sunnudag verði fjöldi stórra og smærri atriða, jafnt fyrir börn sem fullorðna. "Fjöldi frægra skemmtikrafta og listamanna tekur þátt í ár. Má þar nefna hinar sívinsælu Skoppu og Skrítlu sem verða að Varmá á laugardag kl. 13. Einnig verða hvorki meiri né minni menn en Bubbi og Egó og Paparnir á útitónleikunum og ballinu á laugardaginn. Svo slúttum við hátíðinni með glæsibrag í Íþróttamiðstöðinni á sunnudaginn með Stórsveit Reykjavíkur og snillingunum Ragga Bjarna og Kristjönu Stefáns," segir Daði.
Hátíðin verður sett á Miðbæjartorgi á föstudag kl. 20 og verður gengið í karnivalskrúðgöngu að lokinni setningarathöfn yfir í Ullarnesbrekkur þar sem varðeldur verður tendraður og brekkusöngur sunginn.
Mosfellingar eru hvattir til að mæta í hverfislitunum og má jafnframt benda á að í ár verður breytt um lit á einu hverfi. Vegna fjölda áskorana verður hvíta hverfið BLEIKT í ár, þ.e. Teigar, Krikar, Lönd, Ásar, Tungur og Dalur. Íbúum er þó frjálst að nota áfram hvítan með í skreytingar.
Fjöldi viðburða verður alla helgina, víðs vegar um bæinn. Á laugardag og sunnudag verður dagskrá í Íþróttamiðstöðinni að Varmá milli klukkan 13 og 17. Þar verða kynningarbásar frá hinum ýmsu fyrirtækjum og stofnunum í Mosfellsbæ og jafnframt fjöldi skemmtiatriða sem miðast við yngstu kynslóðina. Til að mynda munu hinar sívinsælu Skoppa og Skrítla mæta á svæðið á laugardag.
Á myndinni má sjá Ólympíumeistara Mosfellings að lokinni verðlaunaafhendingu á Varmárvelli. Mikla athygli vakti öruggur sigur liðsins þrátt fyrir óvænt forföll fyrirliðans, Hjördísar Kvaran Einarsdóttur. Fréttir herma að hún komi tvíelfd til leiks á laugardaginn kemur.
Á sama tíma verður fjölbreytt dagskrá á Varmárvelli, t.a.m. verður hópflug og karamellukast á vegum Flugklúbbs Mosfellsbæjar á laugardag og Ólympíuleikar Mosfellsbæjar. Þar mætast starfsmenn fyrirtækja úr bænum í hinum ýmsu þrautum , með ólympísku ývafi.. Á laugardeginum verður jafnframt tónlistardagskrá í Hlégarði frá klukkan 14.
Hápunktur bæjarhátíðarinnar verður á laugardagskvöld. Haldin verða götugrill víðs vegar í hverfum bæjarins og að þeim loknum verða útitónleikar fyrir alla fjölskylduna á Miðbæjartorgi. Tónleikarnir hefjast með barnadagskrá kl. 20.30 þar sem Björgvin Franz og dvergurinn Dofri úr Stundinni okkar munu skemmta börnunum í um hálftíma. Því næst taka við ekki minni númer en Paparnir, Bubbi og Egó og einnig mun Mosfellingurinn hæfileikaríki, Hreindís Ylfa og einnig Alan, sem sló í gegn í X-Factor.
Að tónleikum loknum verður flugeldasýning og við tekur stórdansleikur í Íþróttamiðstöðinni Varmá í umsjón Knattspyrnudeildar Aftureldingar. Dúettinn Hljómur, Bubbi og Egó og Paparnir leika fyrir dansi.
Útimarkaðir verða á tveimur stöðum á laugardaginn klukkan 12 til 16. Annars vegar í Mosskógum í Mosfellsdal og hins vegar Álafosskvos.
Lokaatriði bæjarhátíðarinnar verður í Íþróttamiðstöðinni að Varmá á sunnudag kl. 15. Þá mun Stórsveit Reykjavíkur ásamt Ragga Bjarna og Kristjönu Stefánsdóttir skemmta Mosfellingum. Formlegri dagskrá lýkur kl. 17.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
þri. 25.8.2009
Fjör í Leyni
Það var heilmikið fjör á menningarhátíðinni í Leyni um helgina. Fjöldi góðra vina okkar úr Mosfellsbæ mættu í dúndur stuði. Hér koma nokkrar myndir.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
þri. 25.8.2009
Fallegt miðbæjarskipulag
Undanfarin ár hefur átt sér stað mikil og metnaðarfull vinna við lokafrágang á miðbæjarskipulagi Mosfellsbæjar. Fulltrúar úr öllum flokkum, fjöldi sérfræðinga, að ógleymdum íbúum bæjarins, hafa komið að skipulaginu. Fundirnir skipta tugum og hefur jafnframt verið lögð þung áhersla á, að halda íbúum vel upplýstum á skipulagsferlinu, m.a. með opnum íbúafundum.
Vitanlega má lengi velta því fyrir sér hvort einni eða annari byggingu sé betur komið fyrir á öðrum stað en ráð er fyrir gert. Skipulagsvinna er eðli sínu málamiðlun þar sem reynt er að koma til móts við sem flest sjónarmið. Það var alltaf gert í öllu ferlinu eftir fremsta megni og tel ég því, þetta skipulag uppsprottið af mikilli og góðri samvinnu.
Kirkjan- og menningarhúsið
Nú hefur verið kynnt fyrir bæjarbúum glæsileg verðlauna tillaga af kirkju- og menningarhúsi. Þetta mikla- og fallega mannvirki og sú starfsemi sem þar á eftir að fara fram í hjarta bæjarins á eftir að verða mikil liftistöng fyrir Mosfellsbæ og alla bæjarbúa.Vart þarf að fjölyrða um hversu mikil áhrif slík menningarbygging og starfsemin sem þar mun fara fram mun hafa á eflingu miðbæjarins. Flestir eru sammála um að hann hafi verið nauðsyn að efla.
Fulltrúar úr öllum flokkum, ásamt að sjálfsögðu arkitektum, tóku þátt í valinu á verðlaunatillögunni og ríkti mikill einhugur meðal allra sem þátt tóku í valinu.
Klappirnar
Ég hef marg ítrekað ánægju mína á þeim einhug sem ríkir hjá núverandi bæjaryfirvöldum Mosfellsbæjar að gera fallegu klöppum á miðbæjarsvæðinu sem hæst undir höfði og varðveita þær eftir fremsta megni. Ég man þá tíð, er það virtist ekkert tiltökumál að raska ró klappanna án nokkurra athugasemda, enda var það gert.
Stórum hluta af því svæði sem þarf að raska af klöppunum til að kirju- og menningarhússbyggingin komist vel fyrir, hefur þegar verið raskað. Því er vert geta þess, að þegar hefur verið lagt til, að öðru eins svæði, algerlega óröskuðu, verði bætt við innan hverfisverndar. Klapparsvæði, sem hefur til þessa verið utan hverfisverndar.
Það vekur því furðu mína, að nú fyrst skuli vera farið að gæta þess í umræðu minnihlutans á lokaspretti skipulagsins, að á leiðinni sé eitthvert sérstakt umhverfisslys varðandi klappirnar.
Öllum bæjarfulltrúum var að sjálfsögðu fullkunnugt um að einhverju þurfti að fórna til að koma slíku mannvirki fyrir á þessum stað.
Í samspili manns og náttúru þarf alltaf að gæta jafnvægis. Á hvorn vegin sem er, verður að gæta þess að ganga ekki of langt í umræðu og skrifum.
Klappirnar fallegu spila stórann þátt í allri hönnun kirkju- og menningarhússins eins og sjá má þegar teikningar eru skoðaðar. Ég tel engan vafa á að klappirnar munu fá notið sín betur en nokkru sinni fyrr í bæjarfélaginu þegar upp verður staðið.
Það er ósk mín og von að bæjarbúar séu sáttir við hið nýja miðbæjarskipulag og verði ófeimnir að láta rödd sína heyrast nú sem endranær í stórum skipulagsverkefnum.
Að lokum langar mig að þakka öllum þeim fjölmörgu einstaklingum sem hafa komið að gerð miðbæjarskipulagsins.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég er nú sem betur fer yfirleitt mjög stoltur af því að vera Mosfellingur. Í dag var ég stoltari en nokkru sinni. Tilefni þess er setning nýs framhaldsskóla í sveitinni, sem haldin var í dag. Fyrsta framhaldsskóla Mosfellsbæjar.
Fjöldi góðra gesta voru viðstaddir þessa hátíðarstund í kjallaranum í gamla Brúarlandi, verðandi nemendur, þingmenn og ráðherrar, voru þeirra á meðal.
Eins og ég hef áður skrifað hér á síðuna mína, var Brúarland um árabil nafni alheimsins í Mosfellsbæ. Þar voru nánast öll mannamót í sveitinni, sama af hvaða toga þau voru. Þeir eru ófáir Mosfellingarnir sem eiga góðar og skemmtilegar minningar frá veru sinni í þessu fallaga húsi. Ég leifi mér að segja fallegasta húsinu í Mosfellsbæ.
Það er greinilega álit fleiri Mosfellinga en mín, að húsið sé það fegursta í sveitinni ef mark skal tekið á skoðanakönnun sem hefur staðið yfir hjá mér á síðunni minni, undanfarna mánuði.
Brúarlandshúsið áður en hafist var handa við að gera það upp.
Það er vert að þakka öllum þeim fjölmörgu einstaklingum sem hafa komið að því að gera þetta hús svo glæsilegt að nýju og með því sína því þá virðingu, sem það sannarlega átti skilið.
Ég held að á engan sé hallað þó ég leifi mér hér að nefna í því sambandi, Davíð B. Sigurðsson. Davíð hefur sýnt verkefninu mikinn áhuga og lagt sig fram um að sjá til þess að haldið væri í það gamla eins og kostur var og með því skapa húsinu áfram sína sérstöðu og hlýleika.
Myndin er tekin þegar skrifað var undir samningin við Menntamálaráðuneytið á sínum tíma. Aftari röð frá vinstri: Bæjarfulltrúarnir, Hafsteinn Pálsson, Hanna Bjartmars, Herdís Sigurjónsdóttir og Marteinn Magnússon. Fremri röð frá vinstri: Haraldur Sverrisson, bæjarstjóri, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þáverandi menntamálaráðherra og Karl Tómasson, forseti bæjarstjórnar Mosfellsbæjar.
Einnig langar mig sérstaklega til að nefna þátt Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, fyrrverandi menntamálaráðherra. Þorgerður virtist strax heilluð af því að Brúarlandshúsið yrði fyrir valinu sem fyrsti framhaldsskóli Mosfellsbæjar. En vert er að geta þess að það voru fleiri hús í sveitinni sem komu til greina. Við áttum oft saman gott spjall og bréfaskriftir, ég og Þorgerður, þegar þetta var allt saman í burðarliðnum. Áhugi Þorgerðar fór ekki framhjá mér og varð mér fljótlega ljóst að hann var einlægur. Kann ég henni miklar þakkir fyrir einstakt samstarf.
Nú er þetta allt saman orðið að veruleika og óska ég öllum Mosfellingum til hamingju og starfsfólki og nemendum velfarnaðar.
Þessi forláta bjalla var gjöf Mosfellsbæjar til skólans. Ég var þess heiðursaðnjótandi að fá að hringja henni í fyrsta skipti. Afi Lárus og pabbi hafa örugglega verið stoltir af stráknum sínum. Á myndinni er bæjarstjórinn, Haraldur Sverrisson, greinilega sáttur og skólameistarinn, Guðbjörg Aðalbergsdóttir, tók gjöfinni fagnandi.
Bæjarfulltrúar Mosfellsbæjar ásamt þingmönnum, ráðherrum og skólameisturunum.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
fim. 20.8.2009
Þrek og tár. Það er allt annað en svik og prettir
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
mið. 19.8.2009
Þetta er allt rétt hjá Hreiðari Má, hann skuldar þjóðinni ekki neitt, ekki einu sinni afsökunarbeiðni
Eins og fram kom í viðtalinu í kvöld við Hreiðar Má Sigurðsson í Kastljósinu, þá greip hann sannarlega til margra rótækra ráðstafanna, þegar allt stefndi í óefni.
Fyrst í þeirri atburðarrás allri, nefndi hann uppsögn starfsmanna hjá Kaupþingi.
Gefum okkur t.d. að þar hefi verið um að ræða 20 leikskólakennara sem hafi verið ráðnir til að kenna börnum yfirmanna Kaupþings. Þá hefur sparnaðurinn numið c.a. 5 - 6 milljónum á mánuði.
Ef Hreiðar hefði einn tekið þann skell á sig þá hefðu laun hans lækkað um hvorki meira né minna en úr 100 milljónum á mánuði í 95 milljónir á mánuði.
Eins og hann kom einnig inná í viðtalinu, þá er hann með talsverða skattaálagningu á árinu en sagðist sennilega getað staðist skil á henni.
Hættið nú þessu væli.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
mán. 17.8.2009
Bíladellan hefur verið til vandræða hjá mér
Það er furðulegur fjandi að þjást af bíladellu. Algerlega að mér virðist ólæknandi sjúkdómi. Dellan er einnig mörgum óskiljanleg og það er ekki eins og ég hafi fengið neinn sérstakan stuðning hjá minni fjölskyldu í bíladellunni.
Svo virðist það einnig vera algerlega á skjön, að vera Vinstri grænn með bíladellu að mér heyrist og sýnist. Reyndar hefur það komið sér vel fyrir mig að Steingrímur Joð virðist vera með netta bíladellu, hann á gamlan fallegan Volvo.
Bílarnir mínir skipta tugum og hef ég átt marga skemmtilega og merkilega bíla sem ég sé enn þann dag í dag eftir að hafa látið frá mér fara.
Einn er sá bíll sem ég sé hvað mest eftir að hafa látið frá mér fara og það sem meira er að, gamall og mikill bílaspekúlant varaði mig við því fyrir 20 árum síðan að gera slíkt.
Þegar hann sá mig á bílnum hreyfst hann svo mjög og sagði. "Láttu þennan bíl aldrei frá þér fara" Viti menn, ég eins og bjáni gerði það nokkrum árum síðar og ég hef ekki enn getað jafnað mig á þeirri vitleysu.
Þetta var 1973 árgerð af Saab Sonnet, sportbíl sem var framleiddur af Saab verksmiðjunum í aðeins nokkur þúsund eintökum.
Ég læt hér fylgja með mynd af nákvæmlega eins bíl og mínum, þar sem ég fann ekki ljósmynd af mínum gamla góða sem ég á reyndar einhversstaðar í fórum mínum. Minn var blár að lit en að öðru leiti nákvæmlega eins og þessi. Hann var eins og nýr að innan sem utan.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)