þri. 25.5.2010
Framboðsfundur í Hlégarði
Framboðin til bæjarstjórnarkosninganna í Mosfellsbæ boða til sameiginlegs framboðsfundar með íbúum bæjarins.
Fundurinn verður haldinn í Hlégarði fimmtudaginn 27. maí og hefst kl. 20:00.
Að loknum framsöguræðum gefst bæjarbúum tækifæri til spurninga og viðræðna við frambjóðendur við borð framboðanna í sölum Hlégarðs.
Fundinum lýkur kl. 22:00
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
mán. 24.5.2010
Viðtal við Gildruna
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
mið. 19.5.2010
Við erum á réttri leið Mosfellingar
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
þri. 18.5.2010
Vinstri græn í Mosfellsbæ
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
sun. 16.5.2010
Gott að eiga góða stuðningsmenn
Í nýlegu blaðaviðtali við Jón Gnarr, þann 4. maí 2010 sagði hann eftirfarandi:
Ég til dæmis kaus Karl Tómasson sem var trommuleikarinn í Gildrunni, hann var að bjóða sig fram fyrir Vinstri græna.
Ég held ég hafi stutt allt nema Framsóknarflokkinn, það er bara prinsipp hjá mér að styðja ekkert sem hann gerir."Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
sun. 16.5.2010
Gildran live í Mosó
Dagskrárgerðarmaðurinn góðkunni, Ólafur Páll Gunnarsson, (Óli Palli) frumflutti í dag í þætti sínum Rokklandi á Rás 2 þrjú lög af tónleikum Gildrunnar Í Hlégarði.
Hér fyrir neðan er slóðin á þáttinn. Lög okkar Gildrufélaga flutti hann að lokinni kynningu á Stranglers svona um það bil um miðbik þáttarins.
Semsagt hér kemur splúnkunýtt efni frá tónleikunum í Mosó.
http://dagskra.ruv.is/ras2/4519255/2010/05/16/
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
lau. 15.5.2010
Mosfellingur.is
Allt um okkur Vinstri græn í Mosfellsbæ
er í bæjarblaðinu Mosfellingi.
Þar eru bæði greinar okkar og auglýsingar.
Í glæsilegu bæjarblaði
sem kemur út allan ársins hring í Mosfellsbæ
og flytur skemmtilegar fréttir af lífinu úr sveitinni.
mosfellingur.is
Bloggar | Breytt s.d. kl. 01:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
fim. 13.5.2010
Kosningavor
Að loknu farsælu kjörtímabili
Það eru orð að sönnu að tíminn flýgur hratt, einkum þegar vel gengur í lífi og starfi. Nú eru sveitarstjórnarkosningar framundan og rétti tíminn til að líta um öxl yfir liðið kjörtímabil og jafnframt fram á veginn.
Eftir góðan sigur í síðustu kosningum komst Vinstri hreyfingin-grænt framboð til áhrifa í Mosfellsbæ og hefur verið í meirihluta allt kjörtímabilið. Þetta var jafnframt í fyrsta skipti á landsvísu sem Vinstri græn mynduðu meirihluta undir eigin merki. Samstarfið hefur gengið afar vel hér í Mosfellsbæ og byggir á trausti og jafnræði flokkanna.
Hinsvegar hefur allvíða um land slitnað upp úr meirihlutasamstarfi á kjörtímabilinu og stundum óheilinum kennt um.
Erfiðir tímar í samfélaginu hafa ekki komið í veg fyrir að mörgum mikilvægum verkum hefur verið hrint í framkvæmd í Mosfellsbæ og stafar það ekki síst af mikilli ráðdeild bæjaryfirvalda.
Að loknu farsælu kjörtímabili kemur fyrst upp í hugann þakklæti til allra bæjarbúa, starfsmanna Mosfellsbæjar og samstarfsfólks míns í bæjarstjórn.
Meðal þess sem sem hefur áunnist
Gjaldfrjáls leikskólagjöld fyrir fimm ára börn komu til sögunnar.
Nýtt, glæsilegt miðbæjartorg með útilistaverki vígt.
Mosfellsbær varð fyrst sveitarfélaga til að samþykkja Evrópusáttmála um jafna stöðu kvenna og karla og árlegur dagur jafnréttis í Mosfellsbæ var festur í sessi.
Nýtt og vandað miðbæjarskipulag samþykkt.
Framhaldsskóli Mosfellsbæjar tók til starfa.
Gengið frá samningum um byggingu nýs hjúkrunarheimilis.
Krikaskóli tók til starfa og skólaþing haldin.
Frístundaávísanir gefnar út til að styðja við tómstundastarf barna og unglinga.
Gengið frá stefnumótun um sjálfbæra þróun.
Umhverfisvæn innkaupastefna og grænt bókhald samþykkt.
Ævintýragarður og hugmyndir um hönnun hans kynntar.
Íbúagátt tekin í notkun hjá Mosfellsbæ.
Nýtt skipurit fyrir Mosfellsbæ tekið í notkun.
Hér er vissulega aðeins stiklað á okkar stærstu framkvæmdum, þær minni skipta ekki síður máli en of langt mál yrð að telja þær upp hér.
Að lokum
Við vinstri-græn í Mosfellsbæ höfum sannarlega lagt okkar að mörkum við að gera fallegan og góðan bæ enn betri. Við göngum með ánægju til komandi bæjarstjórnarkosninga að loknu farsælu kjörtímabili sem við erum stolt af.
Ágæti kjósandi, ég skora á þig að íhuga vel hverjum þú greiðir atkvæði þitt í vor. Vinstrihreyfingin grænt framboð er heilsteypt og heiðarlegt stjórnmálaafl sem hefur haft mikil áhrif á íslenskt samfélag hin síðustu ár.
Karl Tómasson forseti bæjarstjórnar Mosfellsbæjar og efsti maður á lista VG í Mosfellsbæ.
Greinin byrtist í bæjarblaðinu Mosfellingi 12. maí.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
þri. 11.5.2010
Þá var hlegið
Þegar Ögmundur Jónasson spurði úr ræðupúlti alþingis fyrir nokkrum árum síðan hvort eðlilegt gæti talist að menn hefðu milljónatugi í mánaðarlaun á Íslandi, var mörgum hlátur í huga.
Jú þetta voru allt snillingar, útrásarsnillingar, margverðlaunaðir menn sem áttu allt gott sitt skilið.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
sun. 2.5.2010
Tónleikar sem við gleymum aldrei
Tónleikar okkar félaganna í Gildrunni í gær munu aldrei nokkru sinni renna okkur úr minni. Andrúmsloftið og stemningin í Hlégarði var hreint stórkostleg. Við félagarnir erum innilega þakklátir og bókstaflega hrærðir.
Hljómsveitarmeðlimir heimsóttu okkur Línu í dag ásamt eiginkonum og að sjálfsögðu var gærdagurinn og tónleikarnir okkur efst í huga.
Við getum seint þakkað öllum okkar góðu vinum sem hafa staðið svo þétt við bak okkar um áratuga skeið. Við þökkum einnig öllu því góða fólki sem troðfyllti Hlégarð með einstaka strauma í okkar garð.
Takk fyrir okkur.
Hér koma nokkrar myndir af síðustu æfingunni fyrir tónleika.
3. maí 2010
Hér koma myndir af tónleikunum.
Alsælir í pásu í góðum félagsskap.
Eftir tónleikana
Bloggar | Breytt 3.5.2010 kl. 22:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)