Frá stríðsárunum í Mosfellssveit

Mamma gaf mér á dögunum gamlar myndir sem teknar voru á stríðsárunum við Brúarland, æskuheimili hennar.

Mamma Brúó

Brúarland á stríðsárunum, fremst á myndinni má sjá tvo varðmannakofa. Í þeim var vakt allan sólarhringi. Til að komast inn í kampinn þurftu allir að staldra þar við. Mamma og hennar fjölskylda gat samt gengið þar um óhindrað, enda, eins og gefur að skilja, þekktu hermennirnir þau öll. Húsið lengst til vinstri var offisérabústaður, hét síðar Litlaland. Húsið þar fyrir aftan keypti afi Lárus og var Tröllagil m.a. byggt úr efni þess. Byggingin (kofinn) hægra megin við Brúarland var hesthús og fjós.

mamma 10

Mamma á pallinum við Brúarland í vetrargallanum sínum, í bakgrunninum má sjá hermannaskála. Myndina tók Magnús Lár, bróðir mömmu.

Mamma og Ragnar

Mamma og Ragnar Lár bróðir hennar á samt breskum hermanni sem þau kölluðu alltaf afa. Í bakgrunninum má sjá Kistufell.


Úrslit ljós

Í dag voru kunngerð úrslit í hönnunarsamkeppni vegna fyrirhugaðs ævintýragarðs í Mosfellsbæ. Þátttakan var vonum framar, alls bárust 16 bráðskemmtilegar tillögur.

Upphaf þessa alls er, að bæjarstjórn Mosfellsbæjar ákvað í tilefni af tuttugu ára kaupstaðarafmæli Mosfellsbæjar í ágúst árið 2007 að ráðist yrði í hönnun ævintýragarðs í landi Ullarness og meðfram Varmá. Landsvæðið er einstaklega skemmtilegt og býður upp á fjölda möguleika eins og sjá má m.a. í þeim tillögum sem bárust.

Ævintýragarður

Á myndinni eru verðlaunahafar ásamt hluta dómnefndar og bæjarfulltrúum.

 

Eftirfarandi texti er af heimasíðu Mosfellsbæjar.

Tilkynnt hefur verið um úrslit í hugmyndasamkeppni um Ævintýragarð í Ullarnesbrekkum og eru tillögurnar nú til sýnis á Torgi í Kjarna.

Sýningin verður uppi fram til 3. júní og er húsið opið kl. 8-19 alla daga.

Alls bárust 16 tillögur. Auk þriggja tillagna sem voru verðlaunaðar var ákveðið að tvær til viðbótar verðskulduðu innkaup sökum áhugaverðra hugmynda sem þar komu fram.

1. verðlaun,  kr. 2.000.000. “Að spinna ævintýr”. Höfundar: Landmótun sf. og Sviðsmyndir ehf

2. verðlaun, kr. 1.200.000. “Mosinn, villigarður í túninu heima”. Höfundar:Helga Guðrún Johnson, fréttamaður og villimey, Kristín Helga Gunnarsdóttir, rithöfundur og villimey, Helgi Geirharðsson, verkfræðingur og villimaður, Gunnlaugur Ó. Johnson, arkitekt og villimaður.

3. verðlaun, kr. 800.000. “Í túninu heima”. Höfundar: Hornsteinar arkitektar ehf.Innkaup – kr. 300.000 – “Ævintýragarðurinn í Mosfellsbæ”. Höfundar: Arkitektur.is, Michael Blikdal Erichsen arkitekt og Carlton Hlynur Keyser arkitekt.Innkaup – kr. 100.000 – “Vættagarður, sjálfbær skemmtigarður”. Höfundur: Arnhildur Pálmadóttir.

 


Bráðum kemur betri tíð með blóm í haga


Á fætur

Táp og fjör og frískir menn
finnast hér á landi enn,
þéttir á velli og þéttir í lund,
þrautgóðir á raunastund.
Djúp og blá
blíðum hjá
brosa drósum hvarmaljós.
Norðurstranda stuðlaberg
stendur enn á gömlum merg.



Grímur Thomsen
1820 - 1896

Forðaðu okkur nú undan þessu helv. ESB kjaftæði

Þeir eltu hann á átta hófahreinum
og aðra tvenna höfðu þeir til reiðar
en Skúli gamli sat á Sörla einum
svo að heldur þótti gott til veiðar.

Meðan allar voru götur greiðar
gekk ei sundur með þeim og ei saman,
en er tóku holtin við og heiðar
heldur fór að kárna reiðargaman.

Henti Sörli sig á harða stökki,
hvergi sinnti hann gjótum, hvergi grjóti,
óð svo fram í þykkum moldarmekki,
mylsnu hrauns og dökku sandaróti.

Þynnast bráðum gerði fjandaflokkur,
fimm á Tröllahálsi klárar sprungu,
og í Víðikerum var ei nokkur
vel fær nema Jarpar Sveins í Tungu.

Ei var áð og ekkert strá þeir fengu,
orðnir svangir jóar voru og mjóir,
en - þótt miðlað væri mörum engu,
móðurinn þó og kraftar voru nógir.

Leiddist Skúla, leikinn vildi hann skakka,
ljóð við Ok úr söðli fastar gyrti.
Strauk hann Sörla um brjóst og stinnan makka,
sté á bak og svo á klárinn yrti:

Sörli minn! Þig hef ég ungan alið


og aldrei valið nema besta fóður.


Nú er líf mitt þínum fótum falið,


forðaðu mér nú undan, klárinn góður.?

 

Þessu helv. ESB kjaftæði



Það var eins og blessuð skepnan skildi
Skúla bæn því háls og eyru hann reisti,
frýsaði hart - og þar með gammurinn gildi
glennti sig og fram á hraunið þeysti.

Á kostum Sörli fór í fyrsta sinni,
furðar dverga hve í klungrum syngur.


Aldrei hefur enn í manna minni


meira riðið nokkur Íslendingur.



Tíðara Sörli en sendlingur á leiru
sinastælta bar í gljúfrum leggi,
glumruðu Skúla skeifurnar um eyrum,
skóf af klettunum í hófahreggi.

Rann hann yfir urðir eins og örin
eða skjótur hvirfilbylur þjóti.
Ennþá sjást í hellum hófaförin,
harðir fætur ruddu braut í grjóti.

Örðug fór að verða eftirreiðin,
allir hinir brátt úr sögu detta.
En ekki urðu fleiri Skúla skeiðin,
skeið hans fyrsta og síðasta var þetta.

Hann forðaði Skúla undan fári þungu,
fjöri sjálfs sín hlífði klárinn miður -
og svo með blóðga leggi, brostin lungu
á bökkum Hvítár féll hann dauður niður.

Sörli er heygður Húsafells í túni,
hneggjar þar við stall með öllum tygjum,
krafsar hrauna salla blakkurinn brúni,
bíður eftir vegum fjalla nýjum.


Grímur Thomsen
1820 - 1896

Upp með glímuna

Glímukappar

Frá vinstri: bræðurnir Jón Smári og Pétur Eyþórssynir ásamt frænda sínum Pétri Þóri að lokinni Íslandsglímunni.

Ein af mínum fyrstu bloggfærslum fjallaði um glímuna og hér kemur hún aftur af gefnu tilefni.

Glíman er mögnuð íþrótt og í raun ótrúlega flott þegar maður fer að spá í hana. Einu sinni fór ég á glímuæfingar í kjallaranum í Brúarlandi en þrátt fyrir fjöldann allan af efnilegum glímumönnum var aldrei stofnuð glímudeild hjá Aftureldingu, ekki frekar en hjá svo mörgum öðrum íþróttafélögum. Mikið væri gaman ef þessi þjóðaríþrótt fengi veglegri sess.

Grettisbeltið er merkasti og sögufrægasti gripur í gjörvallri íþróttasögu Íslands og einnig sá elsti. Hefur það verið farandgripur allt frá upphafi og vinnst aldrei til eignar. Sama ólin fylgir beltinu og var á því upphaflega. Grettisbeltið var smíðað í Reykjavík af Erlendi gullsmið Magnússyni. Það er úr silfri og er mynstur þess mjög skrautlegt. Að framan er á því kringlóttur skjöldur með andlitsmynd er á að tákna Gretti fornkappa Ásmundarson er var fangbragðakappi mikill eftir því sem saga hans segir. Umhverfis skjöldinn er letrað höfðaletri: "Glímuverðlaun Íslands, Grettir." (tilvitnun: Glímusamband Íslands)

Úr Mývatnssveitinni hafa margir fræknustu glímukappar landsins komið. Hver man ekki eftir tvíburabræðrunum Pétri og Inga Þór Yngvasonum frá Skútustöðum? Ingi Þór hlaut Grettisbeltið fjórum sinnum og Pétur fimm sinnum. Minn maður í glímunni var Eyþór Pétursson frá Baldursheimi, það er augljós ástæða fyrir því hjá mér. Ég var í sveit hjá honum í nokkur sumur, það var skemmtilegur tími. Eyþór var af mörgum talinn hafa óhemju fallegan líkamsburð í glímunni. Eyþór hlaut Grettisbeltið tvisvar sinnum. Nú er strákurinn hans, Pétur, búinn að slá pabba gamla út því hann varð Grettisbeltishafi í þríðja sinn nú á dögunum. Hvað ætli pabbi gamli segi við því?

Meðal fræknustu glímukappa á árum áður má nefna Sigurjón Pétursson frá Álafossi. Hann varð Grettisbeltishafi fjórum sinnum á árunum 1910-1913. Ömmubróðir Hjalta Úrsusar Árnasonar, Sigurður Greipsson frá Biskupstungum í Haukadal, hlaut beltið fimm sinnum á árunum 1922-1926 en enginn hefur en slegið Ármann J Lárusson út, hann hlaut Grettisbeltið hvorki meira né minna en fimmtán sinnum á árunum 1952-1967. Það er ótrúlegt afrek.

Pétur Eyþórsson varð glímukappi ársins í fjórða sinn nú á dögunum og í öðru sæti bróðir hans Jón Smári,  í því þriðja hafnaði frændi þeirra bræðra, Pétur Þórir Gunnarsson. 

Þvílíkir kappar.

 

Hér að neðan sjáum við Eyþór Pétursson, þrefaldan Grettisbeltishafa og pabba þeirra bræðra, Péturs og Jóns Smára.

Nú hefur Pétur slegið met pabba gamla og er orðin fjórfaldur meistari.

Þið sjáið hér að neðan hversu glæsilegur glímukappi Eyþór var, hann var engum líkur.

 

Úrslitin

 


Það er allt í Leyni

Í bústaðnum okkar Hilmars, sem heitir Leynir eru framkvæmdir á fullu. Það er eitthvað annað enn hjá Sigga Einars. Þar er allt stopp.

Leynir 1

Skjólveggur fyrir heita pottinn staðsettur

Leynir 2

Stund milli stríða

Leynir 3

Júlli frændi og Hilmar fá sér einn kaldan

Leynir 4

Gunnar, listasmiður, pjakkar með sporjárninu

Leynir 5

Allt klárt og allir í pottinn


Fyrir Hilmar


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband