fös. 29.4.2011
Þetta var glæsileg hreinsun
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
fim. 28.4.2011
Toyota Rav 4 til sölu
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
fim. 28.4.2011
Hann er til sölu
Við vorum svo makalaust óheppinn að fíni bíllinn okkar, Toyota Rav 4 árgerð 2002 hafnaði á ljósastaur á dögunum og skemmdist þó nokkuð mikið að framan verðu.
Bíllinn er samt sem áður ökuhæfur og virðist sem allur vélarbúnaður og annað tilheyrandi hafi ekkert laskast í óhappinu.
Þetta er einstaklega gott eintak af bíl og aðeins ekinn 72.000 km. Þegar við eignuðumst hann fyrir ári síðan er mér til efs að nokkru sinni hafi verið sest í aftursætin. Bíllinn var í eigu eldri manns nánast frá upphafi.
Bíllinn er til sölu í því ástandi sem hann er í nú. Þetta er tilvalið verkefni fyrir laghenta menn og konur að fást við.
Allar nánari upplýsingar er hægt að fá hjá mér í síma: 897 - 7664.
Athugið, myndin hér að ofan er ekki af okkar bíl en af sömu sort og árgerð, liturinn er einnig sá sami.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
mán. 25.4.2011
Flottir feðgar
Það er magnað þegar genin skila sér alla leið til afkomendanna.
Slíkt má sannarlega segja um þá feðga, Sigurgeir, félaga minn úr Gildrunni og Davíð son hans sem stefnir jafnvel í að verða betri en pabbinn á gítarinn og þá er nú mikið sagt.
Það er einnig kostulegt að þeir eru bókstaflega eins á sviði með hljóðfærið í hönd.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
fös. 22.4.2011
Eyþór var glæsilegur glímumaður
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
fim. 14.4.2011
Hér er trommað af lífi og sál
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
fös. 8.4.2011
Nútímakona
Allar tilraunir okkar Gildrufélaga til að reyna vera fyndnir í textum hafa mislukkast. Sennilega er það vegna þess að við höfum verið svo heppnir að starfa með frábærum textahöfundum sem hafa samið fyrir okkur svo innihaldsríka og góða texta.
Því virðist sem gagnrýnendur hafi ekki gefið okkur félögunum tækifæriá að gantast öðru hverju, heldur tekið bullinu í okkur alvarlega þegar við höfum sjálfir reynt að hnoða einhverju saman.
Þetta lag og texti er eitt dæmi um það. Þarna ætluðum við að vera svakalega sniðugir og koma með rosalegan karlrembutexta, það fór ekki vel. Við vorum gersamlega teknir í bakaríið fyrir þetta þegar dómar um plötuna komu.
<iframe title="YouTube video player" width="480" height="390" src="http://www.youtube.com/embed/XJl4A2p76LI" frameborder="0" allowfullscreen></iframe>
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
mið. 6.4.2011
Dettifoss
|
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)