mið. 14.4.2010
Nýtt lag með Gildrunni
Nú höfum við félagarnir í Gildrunni lagt lokahönd á upptökur af nýju lagi. Þetta er okkar fyrsta hljóðritun í langan tíma.
Lagið er eftir, Birgi Haraldsson, söngvara og textinn eftir, Vigdísi Grímsdóttur, rithöfund. Þetta lag hljóðrituðum við í tilefni 30 ára samstarfsafmælis okkar.
Einnig munum við, eins og ég hef áður skrifað um, halda tónleika í Mosfellsbæ (í Hlégarði) þann 1. maí.
Vonandi fellur ykkur við okkar nýjasta lag.Einnig bendi ég hér á slóðina á Facebook síðu Gildrunnar:
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
mið. 14.4.2010
Engar skotgrafir núna, plís, plís, plís
Reynum að halda þessu á málefnanlegu nótunum. Ekki tala um það sem er liðið, þetta var ekki neitt og í raun við engan hægt að sakast.
Ekki fara í þessar skotgrafir. Þetta er ekkert til að tala um svona eftir á, snúum nú frekar bökum saman og lítum á björtu hliðarnar.
Öllum getur orðið á. Nokkur þúsund milljónir að láni úr íslenskum bönkum til æðstu embættismanna þjóðarinnar og fleirri snillinga er ekkert sem þarfnast umræðu. Höldum þessu á málefnanlegu nótunum endilega.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
fös. 9.4.2010
Öflugur listi, gott fólk
Ég er afskaplega sáttur með þann lista sem við Vinstri græn í Mosfellsbæ bjóðum fram fyrir komandi bæjar- og sveitarstjórnakosningar, í honum er mikil breidd.
Listinn er skipaður, bæði reyndu fólki og einstaklingum sem koma nýir og fullir orku og hugmynda inn í starfið okkar.
Ég er vissulega þakklátur fyrir það traust sem mér er sýnt að leiða nú listann öðru sinni og vil nota tækifærið og þakka fyrir það.
Ég er fullur eftirvæntingar yfir að hefja störf með öflugu og góðu fólki.
Það hefur verið bæði lærdómsríkt og skemmtileg reynsla að vinna að bæjarmálum í Mosfellsbæ og ég er ekki í vafa um að með okkur Vinstri grænum kom mikill og ferskur blær inn í okkar samfélag.
Við erum til reiðu búin að halda því starfi áfram.
Bestu kveðjur frá Kalla Tomm úr Mosó.
Hér að neðan kemur listinn í heild sinni.
Karl Tómasson. Forseti bæjarstjórnar Mosfellsbæjar.
Bryndís Brynjarsdóttir. Formaður menningamálanefndar Mosfellsbæjar.
Sigurlaug Ragnarsdóttir. Listfræðingur.
Högni Snær Hauksson. Varaformaður Íþrótta- og tómstundanefndar.
Ólafur Gunnarsson. Varaformaður Skipulags- og bygginganefndar.
Ingibjörg Bryndís Ingólfsdóttir. Lesblindukennari.
Bjarki Bjarnason. Rithöfundur og framhaldsskólakennari.
Íris Hólm Jónsdóttir. Söngkona.
Höskuldur Þráinsson. Prófersor við Háskóla Íslands.
Jóhanna B. Magnúsdóttir. Formaður fjölskyldunefndar Mosfellsbæjar.
Jón Davíð Ragnarsson. Rafvirki.
Elísabet Kristjánsdóttir. Formaður umhverfisnefndar Mosfellsbæjar.
Birgir Haraldsson. Verkstjóri og söngvari.
Gísli Ársæll Snorrason. Verkstjóri áhaldahúss Mosfellsbæjar.
Bloggar | Breytt 18.4.2010 kl. 23:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
þri. 6.4.2010
Betra er ólofað en illa efnt
Við höfum haft þann háttin á fjölskylda mín, að með steikinni á páskadag, fá allir lítið páskaegg og les hver fjölskyldumeðlumur hátt og snjallt sinn málshátt.
Ég sagði við mitt fólk áður en eggin voru opnuð að lokinni veislumátíðinni, að nú væri klárt að málsháttinn ætti hver og einn að taka sérstaklega til sín. Honum fylgdu skýr skilaboð til viðkomandi.
Viti menn, hvaða málshátt haldið þið að pólitíkusinn hafi fengið? Betra er ólofað en illa efnt.
Nú í upphafi kosningarbaráttunnar er eins gott að standa sig og lofa engu sem ekki er hægt að standa við.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
fös. 2.4.2010
Áhugi trúleysingja á trúmálum er mikill
Eftir nettan rúnt á blogginu og í netheimum á þessum langa föstudegi stendur uppúr hjá mér, áhugi trúleysingja á trúmálum.
Eru áhugamál okkar manna oft ekki áhugamál???
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)