Fuglaskoðunarhúsið í Mosó opnað

Í dag, var okkar glæsilega fuglaskoðunarhús í Mosfellsbæ opnað. Jóhann Óli Hilmarsson fuglarfræðingur hélt tölu við tækifærið og sagði m.a. húsið vera eitt það glæsilegasta á landinu og stæði á einstökum stað.

Húsið stendur við Leiruvoginn, en þar er fuglalíf með því fjölbreytilegra sem gerist á landinu.

Umhverfisstjóri Mosfellsbæjar, Tómas Guðberg Gíslason, sem hefur haft, ásamt fleiri starfsmönnum Mosfellsbæjar, veg og vanda að framkvæmdinni sagði við tækifærið, að þegar væru erlendir fuglaáhugamenn farnir að sýna húsinu og staðnum áhuga. Nýlega hefði hann rekist á hóp erlendra fuglaskoðara við húsið, sem hefðu bæði lýst ánægju sinni með það og staðsetningu þess.

Herdís Sigurjónsdóttir, vinkona mín og formaður bæjarráðs Mosfellsbæjar sendi mér þessar myndir rétt í þessu og kann ég henni þakkir fyrir það.

Fuglar 4

Húsið opnað og vígt. Stefán Ómar Jónsson bæjarritari alsæll með nýja húsið ásamt K. Tomm. Myndina tók Guðjón Jensson, formaður Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar.

Fuglar 1 

Jóhann Óli mundar kíkinn.

Fuglar 2

Kalli Tomm og Herdís, formaður bæjarráðs Mosfellsbæjar í húsinu góða.

Fuglar 3

Ólafur, Elísabet, formaður umhverfisnefndar, Tómas, umhverfisstjóri og Guðjón Jensson, formaður Umhverfis - og náttúrfræðifélags Mosfellsbæjar.


Bland í poka

Stúlkan okkar, hún Birna var að koma af vorhátíð í skólanum sínum, Varmárskóla. Hún ásamt nokkrum nemendum las texta úr sögunni Sálinni hans Jóns mín. Öll stóðu börnin sig með stakri prýði og var hátíðin mjög skemmtileg.

Að lokinni hátíðinni var ferðinni heitið í Krónuna og fékk Birna m.a. að velja sér smá bland í poka í tilefni dagsins.

Þegar komið var að kassanum var pokanum skellt á vigtina og hljóðaði reikningurinn upp á 562 krónur. Eitthvað vafðist þessi upphæð fyrir móðurinni og bað hún afgreiðslumannin að vigta aftur. Hann gerði það og út kom sama upphæð. Hann sagði í kjölfarið vera löngu hættur að kaupa sér bland í poka, það hefði hækkað svo mikið. Fyrr má nú rota en dauðrota.

Nú fer maður aftur að búa til heimagerðar karamellur eins og maður gerði í gamla daga.

Uppskriftin er svohljóðandi: 2 - 6 kg sykur (eftir smekk), 2 matskeiðar kakó, 1 l mjólk og pínu salt og málið dautt.

Muna að bursta tennurnar vel að loknu átinu.

Nammi


Til hamingju með daginn elsku Óli

Hann Óli okkar er 19 ára í dag. Til hamingju með það elsku drengurinn okkar.

Á myndinni er Óli með henni Erlu sinni, sem er stórt ljós.

Okkur datt í hug að setja inn eitt af uppáhalds lögum þínum með Gildrunni í tilefni dagsins.

Njóttu vel okkar elskulegi drengur.

Óli og Erla

 

 


Til hamingju Vinstri græn

Hann var glæsilegur kosningasigur okkar Vinstri grænna um helgina. Við bættum við okkur fimm þingmönnum og 52% frá síðustu kosningum. Möguleiki á myndun hreinnar vinstristjórnar er staðreynd.

Ég vil nota tækifærið og þakka öllum þeim sem lögðu hönd á plóg í Mosfellsbæ fyrir hjálpina. Fjöldi fólks heimsótti okkur á kosningaskrifstofuna okkar og var jafn og stöðugur straumur á kosningadaginn.

Ég vil einnig nota tækifærið og óska nýjum þingmönnum okkar innilega til hamingju.

Vorið er fallegt og sumarið verður grænt.

VG_logo_slagord


Vegur til framtíðar

Gudfridur%20Lilja%20NET

Ogmundur%20Jonasson%20NET

Olafur%20Thor%20Gunnarsson%20NET

Hópurinn

VG_logo_slagord


Fyrir Óla UnitedKarls

Ég má til með að gleðja hann Óla minn með þessu myndbandi. Hann er Man United maður og ég Aston Villa.

Hér kemur þetta kæri sonur.

 


Fyrir Helga Páls og Atla Pál


Góður og skemmtilegur dagur

Afturelding á afmæli í dag, 100 ára afmæli í dag.

Dagurinn hófst í morgun á hátíðarfundi aðalstjórnar Aftureldingar í sal bæjarstjórnar Mosfellsbæjar. Hápunkturinn á fundinum var þegar formaður félagsins, Jón Pálsson, opnaði bréf og las, sem stjórn Aftureldingar hafði skrifað fyrir 50 árum og bað um að yrði ekki opnað fyrr en nú á 100 ára afmæli félagsins.

Mikið var gaman að sjá þetta bréf gömlu stjórnarinnar og undirskriftir þáverandi stjórnarmanna. Það fór greinilega um nærstadda ættingja þeirra sem höfðu skrifað undir bréfið, þegar þeir heyrðu það lesið og sáu, þar á meðal mig en pabbi var í stjórn og gjaldkeri Aftureldingar þegar þetta gamla bréf var skrifað.

Að loknum hátíðarfundi stormaði allur hópurinn að Lágafelli, þar sem afhjúpaður var minnisvarði á þeim stað sem félagið var stofnað.

Minnisvarði

Myndin er tekin eftir að ég og Jón Pálsson, formaður Aftureldingar afhjúpuðum minnisvarðann.

Opnun kosningaskrifstofu Vg í Mósó

Í dag opnuðum við nýja kosningaskrifstofu okkar Vinstri grænna í Mosó. Mikill fjöldi fólks heimsótti okkur og var greinilega mikil og góð stemmning í öllum.

Nánar um það á vgmos.is

Lína, Birna og Guðfríður Lilja

Guðfríður Lilja, Birna og Lína

K. Tomm og Guðfríður

K. Tomm og Guðfríður Lilja

 


Til hamingju með daginn Birna mín

Birna 9 ára

Níu ára stúlka búin að blása á öll kertin og amma Millý lifði sig vel inn í athöfnina.

Því miður varð myndavélin batteríslaus eftir þessa einu mynd en þær eru nokkrar til á gömlu góðu filmuvélinni.

Birna fékk góða gesti í heimsókn, ömmurnar báðar, vini og frændfólk.

Gjafirnar voru margar og fallegar. Gömul ósk um að eignast skrautfiska varð að veruleika, því Hilmar og Oddný komu með þrjá slíka í fallegri skál.


Orð í tíma töluð

Undirrót allra lasta
ágirndin kölluð er.
Frómleika frá sér kasta
fjárplógsmenn ágjarnir,
sem freklega elska féð,
auði með okri safna,
andlegri blessun hafna,
en setja sál í veð.

 

Úr Passíusálmum


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband