lau. 28.2.2009
Magnaður trommuleikur
Trommuleikur Ringo Star er óborganlegur í þessu lagi, eins og svo mörgum öðrum. Einfaldleikinn alsráðandi enn samt svo afgerandi sláttur sem lyftir laginu í einhverjar óútskýranlegar hæðir.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
fös. 27.2.2009
Í kvöld
Mosfellingur og Áslákur efna til styrktarkvölds föstudaginn 27. febrúar þegar nýr og breyttu Áslákur verður opnaður. Safnað er fyrir Rebekku Allwood sem var í viðtali í Mosfellingi fyrir nokkru. Hún lenti í hræðilegu slysi á Vesturlandsvegi fyrir sex árum. Rebekka er í dag fjölfötluð með ósjálfráðar hreyfingar og verður það líklega ævistarf hennar að vinna úr afleiðingum þessa slyss. Safnað er fyrir æfingahjóli, sem kostar um 800.000 kr., fyrir áframhaldandi endurhæfingu Rebekku.
Allir listamenn sem fram koma gefa vinnu sína og söfnunarbaukar verða á staðnum. Allur ágóði af veitingum á bar fer í styrktarsjóðinn auk þess sem tekið er við frjálsum framlögum.
Frábær tónlistardagskrá sem hefst kl. 20 og stendur fram á nótt. Kynnir er Karl Tómasson forseti bæjarstjórnar.
Meðal flytjenda eru: Karlakór Kjalnesinga, Diddú, Jónas Þórir, Dúettinn Hljómur, Reynir Sig, Hreindís Ylva o.fl.
Bæjarrónafélag Mosfellsbæjar verður á staðnum og ýmsir kunnulegir Mosfellingar afgreiða á barnum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
fim. 26.2.2009
Ég skora á alla að taka þátt
Eins og fram kemur á vef Mosfellsbæjar, mos.is hefur nú verið opnuð skipulagsgátt. þar sem íbúum og öðrum áhugasömum gefst kostur á að senda inn athugasemdir, tillögur og hugmyndir tengdar endurskoðun aðalskipulagsins.
Bæjaryfirvöld hafa lagt og leggja mikla áherslu á aðkomu og virkt samráð við bæjarbúa við endurskoðun aðalskipulagsins.
Nánar er hægt að lesa um þetta á mos.is. Ég hvet sem flesta til að taka þátt.
Þær hugmyndir sem kynntar hafa verið varðandi hið nýja miðbæjarskipulag virðast leggjast afar vel í bæjarbúa og hef ég fengið mörg jákvæð og skemmtileg viðbrögð frá bæjarbúum vegna þeirra.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
mið. 25.2.2009
Grímubúningarnir geta verið skemmtilegir
Við, gamla settið fórum um daginn í flotta matarveislu með góðum kunningjum. Þar mættu allir í grímubúningum. Það var mikið hlegið og kvöldið var sérlega skemmtilegt.
Í morgun var Birna vitanlega mjög spennt fyrir deginum. Sjálfum öskudeginum. Það tók drjúgan tíma að undirbúa Kínaprinsessuna. Dagurinn var góður og skemmtilegur.
Ég held að við fullorðna fólkið mættum oftar taka börnin okkar til fyrirmyndar. Það er að vera við sjálf öllu jafna og skella okkur við góð tækifæri í grímubúninginn og eiga glaðan dag.
Það er leiðigjarnt að vera í grímubúning allt árið um kring.
Rétt í þessu voru mér að berast myndir frá Íbí vinkonu minni frá okkar ellismella grímuballi.
Ég má til með að skella þeim hér inn.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
mán. 23.2.2009
Styrktarkvöld
Ég var beðinn um að koma þessu á framfæri hér á síðunni minni og geri ég það með glöðu geði.
Mosfellingur og Áslákur efna til styrktarkvölds föstudaginn 27. febrúar þegar nýr og breyttu Áslákur verður opnaður. Safnað er fyrir Rebekku Allwood sem var í viðtali í Mosfellingi fyrir nokkru. Hún lenti í hræðilegu slysi á Vesturlandsvegi fyrir sex árum. Rebekka er í dag fjölfötluð með ósjálfráðar hreyfingar og verður það líklega ævistarf hennar að vinna úr afleiðingum þessa slyss. Safnað er fyrir æfingahjóli, sem kostar um 800.000 kr., fyrir áframhaldandi endurhæfingu Rebekku.
Allir listamenn sem fram koma gefa vinnu sína og söfnunarbaukar verða á staðnum. Allur ágóði af veitingum á bar fer í styrktarsjóðinn auk þess sem tekið er við frjálsum framlögum.
Frábær tónlistardagskrá sem hefst kl. 20 og stendur fram á nótt. Kynnir er Karl Tómasson forseti bæjarstjórnar.
Meðal flytjenda eru: Karlakór Kjalnesinga, Diddú, Jónas Þórir, Dúettinn Hljómur, Reynir Sig, Hreindís Ylva o.fl.
Bæjarrónafélag Mosfellsbæjar verður á staðnum og ýmsir kunnulegir Mosfellingar afgreiða á barnum.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
sun. 22.2.2009
Blekking. Takk fyrir góða frétt Lóa Pind
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
Formaður Framsóknarflokksins, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, segir skipulagða rógsherferð hafa verið gagnvart sér á blogginu í viðtali við Fréttablaðið.
Spurður hvaða hópur það sé sem standi á bak við þessa meintu rógsherferð svarar Sigmundur Davíð umbúðalaust; Samfylkingin.
Það er furðulegt hvað þetta vekur upp margar spurningar hjá mér.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
þri. 17.2.2009
Margur furðar sig á þolinmæðinni
Mikil umræða hefur átt sér stað í þjóðfélaginu um einelti og nú síðast svokallað rafrænt einelti.
Þolinmæði þrautir vinnur allar segir gott máltæki og í öðru góðu máltæki segir, réttlætið sigrar að lokum.
Eflaust hafa margir furðað sig á þolinmæði minni í því að reyna hér á síðunni að gera grein fyrir síðu bloggdólgs sem haldið var úti mér til höfuðs. Skrif mín og barátta gegn þeirri síðu voru ekki einungis vegna þess að þau særðu mig svo mjög og í raun voru þau löngu hætt að gera það þegar á leið.
Skrif mín voru fyrst og fremst til að vekja athygli á því, að til eru aðilar sem stunda það að halda úti bloggsíðum til þess eins að veitast að fólki með háði og lítilsvirðingu undir nafnleynd. Með öðrum orðum rafrænt einelti. Svo stórmannlegt sem það kann nú að vera.
Réttlætið sigrar að lokum
Þessi síða sem ég tala um hér að ofan gekk undir heitinu Valdi Sturlaugz, hann gekk oftast undir nafninu Varmársamtaka Valdi. Það var bæði vegna óendanlegs áhuga Valda á Varmársamtökunum eins og fram kom í höfundarlýsingu hjá honum, einnig vegna þess að hann var lengi vel linkur á heimasíðu Varmársamtakanna og ekki síst skrifum stjórnarmanna samtakanna á síðu Valda.
Þessari umræddu síðu sem haldið var úti á Vísis blogginu var lokað umsvifalaust þegar yfir henni var kvartað. Þar var linnulítið haldið úti svívirðingum og tilhæfulausum ávirðingum og ásökunum á fáeina aðila í á annað ár.
Sama dag og Vísir sá ástæðu til að loka síðu Varmársamtaka Valda stofnaði Valdi síðu á blogspot.com sem hann kallaði Smjerjarmur í hallelújalandi. Þeirri síðu var einnig lokað nokkrum dögum síðar og önnur opnuð á Moggabloggi en að þessu sinni var búið að fjarlægja nafn Varmársamtaka Valda og myndina af honum og í staðin sett inn mynd af manni við bílaviðgerðir.
Þessi Smjerjarmur er eins og dæmin sanna einhverahlutavegna með mig á heilanum eins og Varmársamtaka Valdi var. Í dag setti Smjerjarmur þessi inn færslu þar sem hann reynir að halda því fram að honum séu þessi samtök algerlega óviðkomandi. Dæmi nú hver fyrir sig. Sennilega hefur Smjerjarmur ekki gert sér grein fyrir því að mynd náðist af blogginu hans áður en Varmársamtaka Valda var eytt út.
Smjerjarmur og Valdi vinur hans.
Smjerjarmur en engin Varmársamtaka Valdi
Rafrænt einelti
Eins og áður segir er þessi umræða sem þarna fer fram löngu hætt að snerta mig persónulega en ég á mína ættingja og vini eins og flestir aðrir. Fyrst og síðast er það einnig eins og áður segir þessi lágkúra sem felst í því að halda úti slíkum síðum sem ég þreytist ekki á að gagnrýna. Þolinmæðin þrautir vinnur allar.
Ágæti lesandi þú þarft ekki annað en að vippa þér yfir á síðu Smjerjarms, rétt eins og á Valda forðum til að sjá það sem ég skrifa hér um.
Nú síðast gengur hann svo langt að tengja hörmulegt einelti sem átti sér stað í Mosfellsbæ við skrif mín á minni síðu.
Umræða á þessum síðum tengist á engan hátt umhverfismálum, eingöngu út á það að sverta mannorð mitt og mína æru.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (21)
mán. 16.2.2009
120 ára vígsluafmæli Lágafellskirkju
Eins og flestir vita og ég skrifaði reyndar um nýlega hér á síðu mína, er nú fyrirhugað að reyst verði ný kirkja- og menningarhús í Mosfellsbæ.
Gömlu kirkjurnar okkar Lágafellskirkja og Mosfellskirkja rúma orðið enganvegin þann fjölda sem sækir þangað margar athafnir.
Í næstu viku verður 120 ára vígsluafmæli Lágafellskirkju. Hér fyrir neðan er dagskráin.
Dagskrá á 120 ára Vígsluafmæli Lágafellskirkju |
22. febrúar Sunnudagur: Kl. 11.00 Hátíðarguðsþjónusta í Lágafellskirkju Kl. 13.00 Sunnudagaskóli í Lágafellskirkju Kl. 20:00 Afmælistónleikar í Lágafellskirkju með Diddú og Agli Ólafssyni 25. og 26. febrúar: Kl. 19:30 21.00. Kvöldstund með kaffihúsastemmningu fyrir fermingabörn og foreldra í Safnaðarheimilinu 1. mars Æskulýðsdagurinn Kl. 13:00 Sunnudagaskóli í Lágafellskirkju Barnakór yngri bekkja í Lágafells og Varmárskóla syngja Kl. 20:00 Gospelmessa. Nánar auglýst síðar. |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
sun. 15.2.2009
Farsinn góði, eða hvað?
Hér á síðu minni er nokkuð ýtarleg umfjöllum um væntanlegt miðbæjarskipulag Mosfellsbæjar. Lesa má m.a. á henni ,viðtal sem tekið var við mig og bæjarstjórann, Harald Sverrisson, um skipulagið og einnig arkitektinn, Sigurð Einarsson.
Fáeinir aðilar úr samtökum sem kenna sig við Varmá, sjá æði oft ástæðu til að gera skrifum mínum nokkur skil á heimasíðu samtakanna. Þessi samtök hafa m.a. heilmikið um þetta miðbæjarskipulag að segja, rétt eins og alla skapaða hluti sem framkvæmdir eru í bæjarfélaginu.
Svo virðist hinnsvegar sem þetta fólk áætli að á bakvið allt sem framkvæmt er í bæjarfélaginu hljóti að vera stórkostlegur maðkur í mysunni. Svo langt hefur verið gengið í þeim efnum að látið hefur verið í veðri vaka að einstaka bæjarfulltrúar hafi jafnvel þegið mútufé til að koma af stað framkvæmdum í bæjarfélaginu.
Eina ferðina enn sjá samtökin ástæðu til að taka skrif mín fyrir á heimasíðu sinni. Það í sjálfu sér er löngu hætt að koma mér á óvart. Verra er, að nú eru þeir einnig teknir fyrir sem leyfa sér að koma með athugasemdir á mína síðu eins og nýjustu dæmin sína hjá þeim.
Að vanda er samtökunum tíðrætt um einhvern ófögnuð sem átti að hafa komið úr minni tölvu fyrir að verða þremur árum síðan enn þrátt fyrir margítrekaðar óskir til þeirra að birta þann óskapnað, fást þau aldrei til þess.
Öðru máli gegnir um bloggdólgssíður sem stjórnarmenn samtakanna hafa ítrekað tjáð sig á, og hafa verið kenndar við samtökin, þar hefur ófögnuðurinn verið slíkur að ástæða hefur þótt til að loka þeim. Það þarf mikið að ganga á til að bloggsíðum sé lokað.
Er Óli inni eða úti?
Oft getur verið spennandi að fylgjast með því í kosningum hvort hinn eða þessi frambjóðandi sé inni eða úti.
Sömu sögu má nú segja um skrif og athugasemdir gjaldkerans fyrrverandi og stjórnarmanns samtakanna á heimasíðu þeirra. Karl greyið er ekki fyrr búinn að hafa fyrir því að skrifa heilmiklar greinar og setja þar inn einhvert "málefnalegt" innlegg en því er eytt út af samtökunum, samtökum sem hann er sjálfur stjórnarmaður í.
Ég held að þörf sé jafnvel á frekari tiltekkt í stjórninni ef trúverðugleiki á að nást í umræðuna hjá þeim.
Þetta fer að verða einn svakalegasti farsi seinni tíma.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)