Skemmtilegt ár

GRM

Fyrsti laxinn

e384768_2A

e384768_6A

e384768_3A

Árið 2011 var skemmtilegt en það sem stendur upp úr hjá mér var m.a.

Frábærir tónleikar með GRM ( Gylfa Ægis, Megasi og Rúnari Þór ) á Kaffihúsinu Álafossi þar sem ég lék á trommur með þeim félögum öll þeirra ógleymanlegu lög. Kostulegir karakterar allir sem einn, sem hafa frá ýmsu að segja.

Veiðidellan kviknaði sem aldrei fyrr, þökk sé Trausta frænda mínum sem fékk mig með sér í nokkra ógleymanlega veiðitúra í sumar. Í einum þeirra veiddi ég minn fyrsta lax og þeir áttu eftir að verða nokkrir áður en yfir lauk eftir sumarið. Einnig tókst mér að fá með mér nokkra góða og persónulega  vini mína í nokkra veiðitúra sem fengu fyrir vikið einnig veiðidelluna. Þessar veiðiferðir verða allar endurteknar á komandi sumri. Næsta mál er fluguhnýtinga- og kast námskeið með Trausta í byrjun árs til að vera klár í slaginn næsta sumar.

Ég fór í mjög ýtarlegt helgarviðtal til Guðna Más Henningssonar, þeim skemmtilega og viðkunnalega útvarpsmanni. Þáttur hans er alltaf á sunnudögum og hefst að loknum hádegisfréttum.

Hér set ég inn viðtalið sem hefst þegar þátturinn er u.þ.b hálfnaður.

http://dagskra.ruv.is/ras2/4558202/2011/03/20/

 

 

Frábær dvöl í sumarbústaðnum í Kjósinni allt sumarið og heimsóknir og næturgistingar ótal margra vina og ættingja, undantekningalaust í frábæru veðri. Þrátt fyrir að allt sé þar á kafi í gróðri höfum við Lína plantað þar rósum, trjám og runnum sem dafna vel. Kartöfluuppskeran var einnig góð og stefnum við að því að bæta hana ásamt því að fjölga tegundum í matjurtagarðinum.

Við Gildrufélagar spiluðum nokkrum sinnum á árinu og fengum alltaf frábæra mætingu, nú síðast komu rúmlega 600 gestir á veitingastaðinn Spot í Kópavogi. Upp úr stendur þó í spilamennskunni einstaklega skemmtilegt og velheppnað landsmót bifhjólamanna í Húnaveri í Júlí. Sérlega skemmtilegur og þakklátur hópur fólks að spila fyrir. Við vorum að spila til að ganga fimm að morgni en hefðum hæglega getað verið nokkrum klukkustundum lengur ef út í það er farið. Aldrei slíku vant voru allar eiginkonur okkar Gildrufélaga með í för og skemmtu sér sannarlega vel saman.

Fjölskyldan eignaðist forláta bát sem hefur slegið rækilega í gegn og verið óspart notaður á Meðalfellsvatni, bæði til skemmtunar og veiða. Næst stendur til að fá sér á hann utanborðsmótor svo hægt sé að komast hraðar yfir á vatninu.

Ég varð þess heiðurs aðnjótandi að spila nokkrum sinnum með vini mínum Palla Helga á árinu og var það einstaklega gaman. Fáir menn hafa lagt eins mikið til markanna í tónlistarlífinu í Mosfellsbæ og hann. Tónlistin bókstaflega streymir um hann allan.

Nú nýlega fórum við í fyrsta skipti til Ameríku, ferðinni var haldið til Boston með æskuvini okkar Línu, Þórhalli Árnasyni, bassaleikara í Gildrunni og konu hans, Michelle, Birna var einnig með í för. Þetta var hreint út sagt frábær ferð þar sem sjö dagar liðu sem tveir. Skoðuðum, skoðuðum, borðuðum, borðuðum, drukkum, drukkum og versluðum og versluðum. 

Hjalti vinur minn, bróðir Þórhalls Gildrubassa, hefur undanfarnar vikur tekið mig rækilega í gegn í líkamsræktinni og hefur hann hreinlega púrrað mig upp í stórátakinu á sinn einstaka hátt. Ég treysti mér nú til að hlaupa upp á Esjuna á fáeinum mínútum.

Nú er bara að vona að næsta ár verði jafn skemmtilegt hjá mér og mínum og það brátt liðna og óska ég þess ykkur öllum kæru vinir og ættingjar nær og fjær.

Kalli Tomm.


Bassaleikur

http://youtu.be/WMznvEgOPhU 

Ómetanlegt starf

Hrefna Haralds

 

Hrefna Haraldsdóttar foreldraráðgjafi og Stefán Hreiðarsson, forstöðumaður Greiningar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins, hlutu í gær barnamenningarverðlaun Velferðarsjóoðs barna.

Verðlaunin, samtals tvær milljónir króna, fengu þau fyrir framúrskarandi framlag í þágu velferðar barna.

Samtals veitti Velferðarsjóður barna styrki að upphæð sex milljónir króna í ár. Á þeim tíu árum sem sjóðurinn hefur starfað hefur hann úthlutað um 600 milljónum króna.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband