mið. 15.12.2010
Gamlar upptökur með Gildrunni
Á þessari skemmtilegu síðu má sjá og heyra nokkrar gamlar upptökur af okkur félögunum Gildrunni.
Þeirra á meðal er nýjasta hljóðverslag okkar Blátt blátt og einnig af nýju plötunni okkar Vorkvöld, ásamt ýmsu öðru.
http://www.formula1movies.net/gildran/
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
mán. 13.12.2010
Huldumenn á fljúgandi ferð
Það er gaman fyrir okkur Gildrufélaga að lag okkar, Huldumenn, er hástökkvari vikunnar á vinsældarlista Rásar 2. Hver veit nema að hinn þjóðlegi taktur í laginu og baráttuandi í texta þess hafi góð áhrif á hlustendur.
Við höfum greinilega fundið fyrir því á tónleikum okkar undanfarið að lagið virkar vel.
Okkur íslendingum veitir ekkert af baráttuanda nú um mundir.
Nú er bara að koma því alla leið og kjósa á Rás 2.
Hér er skemmtileg síða þar sem hægt er að sjá nokkrar upptökur af okkur félögunum. http://www.formula1movies.net/gildran/
Það var einnig gaman að sjá að fyrsta hljómplata okkar sem ber einmitt nafnið Huldumenn og er löngu ófáanleg er nú til sölu á Ebay.
![]() | | |
|
GILDRAN-HULDUMENN LP RARE ICELAND ROCK SIGNED BY ALL !!
Bloggar | Breytt 15.12.2010 kl. 23:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
lau. 11.12.2010
Við hlökkum svo til
Að komast í litla húsið okkar um jólin.
Bestu kveðjur úr Kvosinni.
Birna ballerína er nú á 6 ári í ballettskóla Eddu Scheving og var að sýna í dag í Tjarnarbíói ásamt öllum hinum ballerínunum. Það er stórkostlegt starf sem Brynja Scheving og kennarar hennar vinna og alltaf jafn gaman að sjá þessar fallegu sýningar.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
fös. 10.12.2010
Mosfellsdalur
Mosfellsdalur
Dýrðlegt er í Dalnum,
umvöfnum fjallasalnum,
Þar eru: Rósabændur og söngfuglar,
grautvíxlaðir graðfolar,
yxna kýr og ofvitar,
nóbelsskáld og gullmolar,
frekjusvín og drykkjusvolar,
ljóðskáld og þurfalingar,
hestamenn og monthanar,
þingmenn og snillingar,
listamenn og letingjar,
klerkur, kirkja,
ég er hættur að yrkja.
Óskar Þ.G. Eiríksson
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)