Minning

Á þessu ári, 2009, missti ég foreldra mína og mitt eina systkini.

Sá missir er þyngri en nokkur orð fá lýst. Eftir stendur minningin um þær bestu manneskjur sem ég hef þekkt.

Óli tengdó

Faðir minn var allra manna hugljúfi, svo hreinn og beinn, laus við alla tilgerð og öllum kær. Hann var lítillátur og kunni sannarlega að njóta sín án þess að berast á.

Tengdó

Móðir mín, var einstaklega elskuleg og hressileg kona sem fangaði hjörtu allra þeirra sem á vegi hennar urðu. Hjálpsemi var henni í blóð borin. Hún kunni að njóta lífsins og gleðjast með sínum nánustu alla tíð.

Ragnar 1+

Bróðir minn var falleg og viðkvæm sál sem flökti um í vindkviðu lífsins en vildi einungis það besta, öllum sem á vegi hans urðu. Hann hafði ákveðnar og skírar skoðanir á þjóðmálum og fékk fólk ávallt til skoðanaskipta um lífið og tilveruna.

Þegar þessi örfáu minningarorð eru skrifuð, vil ég senda öllum þeim sem eiga um sárt að binda vegna missis ættingja og vina mínar bestu kveðjur, um leið og ég veit að sálir okkar látnu ættingja dvelja í ljósinu.

Söknuðurinn er alltaf sár og við eigum að láta það eftir okkur að syrgja, að gráta, að gremjast endalaust þar til birta fer á ný í sálum okkar.

Minningin um elskulega ættingja mun að eilífu ylja okkur.

Ég vil að lokum þakka öllum þeim fjölmörgu sem hafa sent mér og fjölskyldu minni einstaklega fallegar og hlýjar kveðjur.

Bestu kveðjur Líney Ólafsdóttir.

Gleðilegt ár.


Gildran kemur saman á ný

Nú höfum við félagarnir í Gildrunni ákveðið að koma saman á ný og að sjálfsögðu verða tónleikarnir í okkar heimabyggð. Tilefnið er 30 ára samstarf okkar félaga.

Tónleikarnir okkar verða í mars og haldnir í Hlégarði og þar munum við fara yfir allan okkar tónlistarferil.

Árið 1979 hófst samstarf okkar félaganna og var ætlunin sú hjá okkur að fagna þessum 30 árum á þessu ári. Það fórst fyrir vegna óviðráðanlegra orsaka og því verður slagurinn tekinn á nýju ári.

Um þetta mun ég fjalla nánar hér á síðunni minni þegar nær dregur.

gildran_i_10_ar++

Hér fyrir neðan má heyra eitt gamalt og gott með Gildrunni.

 

 


Þrátt fyrir ítrekaðar áskoranir

Undanfarna daga og vikur hefur rignt yfir mig áskorunum að taka sæti á lista Samfylkingarinnar og Framsóknarmanna og nú síðast á bloggi mínu frá fyrrverandi formanni Varmársamtakanna að gefa kost á mér í framboð Sjálfstæðismanna hér í Mosfellsbæ.

Sett 6

Eftir vandlega hugsað mál hef ég ákveðið að vera áfram um borð í sömu skútunni, skútunni minni, með mínu fólki.

Þar sem ég er haldin alvarlegum valkvíða eru svona boð slæm og óska ég engum að lenda í því að fá svo mörg boð.

Sett

Í fyrsta lagi virðist sem baráttan hjá Samfylkingunni stefni í styrjöld og ég get ekki með nokkru móti tekið þátt í þeim slag, bæði slæmur af gigt og áðurnefndum valkvíða. Svo virðist sem þeir frambjóðendur sem hafi ákveðið að taka slaginn á þeim bænum þekki það hreinlega ekki hversu valkvíði getur verið og reynst manni erfiður. Þar á bæ þykir ekkert sjálfsagðara en að skipta um flokk eins og nærbuxur.

Sett 1

Hvað varðar Framsóknarflokkinn, þá eru nú þekkt öll þau hnífasett sem hafa gengið þar manna á milli og margir farið illa skornir úr því hnífakasti. Ég er t.d. löngu hættur að muna hver er borgarfulltrúi Framsóknarmanna í dag.

Sett 3

Hvað varðar svo áskorun fulltrúa Varmársamtakanna að ég taki sæti á lista Sjálfstæðisflokksins, þá er það löngu útséð að það mun ég ekki gera. Því ef marka má skrif fyrrverandi gjaldkera samtakanna og núverandi stjórnarmanns, þá ætla hann að gefa kost á sér fyrir hönd allra flokkanna.

Sett 4

Því segir það sig sjálft að einhver þarf að standa vaktina í hreinræktuðum vörnum gegn þeim umhverfishörmungum sem hafa dunið á okkur mætu Mosfellingum og geta átt eftir að dynja á okkur á næsta kjörtímabili. Það hefur ekki svo lítið gengið á í þeim efnum hér í Mosfellsbæ undanfarið kjörtímabil eins og allir vita.

 

Sett 10

Nei kæru vinir ég treysti mér ekki í þennan slag, ég verð áfram á mínum keip og ég skora á ykkur sem eruð haldin valkvíða eins og ég að henda öllum barmerkjum flokkanna úr brjósti ykkar og skilja aðeins eitt eftir.

Það er ekki hægt að vera um borð í tveimur bátum í einu.  


Annar magnaður jólasveinn

Það er alltaf jafn gaman að eiga eftir að hlusta á plötu sem mann hlakkar svo mikið til að gera.

Ég skrifaði hér síðast um Bob, gamla, Dyllan, sem gaf nýverið út jólaplötu sem, mjög svo skiptar skoðanir eru á.

Nýverið gaf Sting, einn af mínum uppáhalds tónlistarmönnum, út eina slíka og mikið hlakka ég til að hlusta á hana.

Hér kemur smá sýnishorn og spjall við kappann.

 


Er þetta meistaraverk eða tómt bull?

Það er oft skondið að lesa dóma um eitt og  annað.

Nýjasta plata Bob Dylan er eitt skemmtilegt dæmi um það nú um stundir. Hún er talandi dæmi um það þegar gagnrýnendur vita ekkert í hvorn fótinn þeir eiga að stíga.

Sumir þeirra gefa henni fimm stjörnur og aðrir hauskúpu. Hauskúpugjafarnir fíla sig væntanlega sem mjög frakka menn að taka svo fast á meistaranum og fimmstjörnu mennirnir fíla sig væntanlega nokkuð örugga að hafa svo mikið vit eins og meistarinn á því sem gott skal kallast.

Hamborgarhryggurinn hjá okkur á aðfangadag fékk fimm stjörnur frá öllum og hver einasti maður sem sat við borðið það kvöld, sagði það sem honum virkilega fannst án þess að hafa hugmynd um það hvort Hamborgarhryggurinn væri frá Nóatúni ,KEA eða hverjum sem er. 

 

 


Jólalagið fræga sem var líklega samið í Mosó

Fyrir tveimur árum síðan, nánar tiltekið þann 21. desember 2007, skrifaði ég hér á bloggið mitt um eitt frægasta jólalag allra tíma. Nú er við hæfi að skella því hér inn og að þessu sinni í annarri útgáfu en síðast með hinni óviðjafnanlegu, Ellu Fitzgerald.

 


Raunarsaga 7:15

Árið 1991 gerði Guðmundur Þórarinsson, betur þekktur, sem Mummi í Mótorsmiðjunni kvikmyndina Raunarsaga 7:15, með Rósu Ingólfs, í aðalhlutverki.

Mummi kom á fund okkar félaganna í Gildrunni og bað okkur um að útsetja og flytja titillag myndarinnar, hið gamalkunna og fallega lag, Vorkvöld í Reykjavík. Það gerðum við og höfðum gaman af, bæði að fást við lagið, leika í myndinni og vinna með Mumma, sem er gamall Mosfellingur. Lagið naut mikilla vinsælda hjá okkur og hefur í raun alla tíð síðan, verið eitt af okkar vörumerkjum. Vorkvöldið, var lag sem við vorum beðnir um að spila margsinnis í hvert einasta skipti sem við komum fram.

Það er gaman að segja frá því, að á þessum tíma var þáttur á Rás 2, sem hét, Þjóðarsálin, þar sem fólki gafst kostur á að hringja inn og ræða um lífið og tilveruna. Það var nánast undantekningalaust hringt inn í þáttinn á hverjum degi til að kvarta yfir afbökun hljómsveitarinnar á laginu um leið og það kom út á sínum tíma og fór að heyrast í útvarpi.

 


Á tali fyrir tuttugu og einu ári síðan

Það var var gaman að koma í þáttinn hans Hemma Gunn á sínum tíma. Annan eins viðbúnað og tilstand vegna eins sjónvarpsþáttar var fróðlegt að sjá. Hemmi Gunn, alltaf jafn þægilegur og skemmtilegur, allra manna hugljúfi.

 

 


Tvísýnt um oddvitasætið hjá Samfylkingunni í Mosfellsbæ

Nú eru flokkarnir hver af öðrum farnir að undirbúa næstkomandi bæjar- og sveitarstjórnarkosningar. Nú þegar hafa þrír frambjóðendur gefið kost á sér til að leiða lista Samfylkingarinnar í Mosfellsbæ. Í nýjasta tbl Mosfellings mátti sjá yfirlýsingu frá tveimur þeirra.

Jónas Sigurðsson

Jónas Sigurðsson, núverandi oddviti og bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Mosfellsbæ s.l sextán ár gefur kost á sér að nýju. Nú þegar hafa tveir menn ákveðið að gefa kost á sér í sæti hans.

Valdimar Leó 

Valdimar Leó Friðriksson, gefur nú kost á sér til að leiða lista Samfylkingarinnar í Mosfellsbæ. Hann sat um tíma fyrir Samfylkinguna á alþingi en gerðist síðar þingmaður Frjálslyndra. Hann sagði síðar af sér sem þingmaður Frjálslyndra og gerðist þingmaður utan flokka. Nú gefur hann kost á sér sem leiðtogi Samfylkingarinnar í Mosfellsbæ.

GBO frambjóðandi

Gunnlaugur B. Ólafsson var um tíma formaður Varmársamtakanna, hinna óháðu og ópólitísku umhverfissamtaka sem um tíma létu nokkuð að sér kveða í Mosfellsbæ.


Hann er svakalegur


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband