Gítarsnillingar spjalla

Hér fyrir neðan má sjá nýlegt og fróðlegt viðtal sem Björn Thoroddsen, gítarleikari, tók við Sigurgeir, Sigmundsson, gítarleikara.

Viðtalið er í fjórum köflum og ég set hér inn þann fyrsta. Eftir áhorf á hann koma svo kaflarnir einn af öðrum.

Það hafa verið mikil forréttindi, að fá tækifæri til að spila um árabil með jafn mögnuðum gítarleikara og Sigurgeiri en hann gekk til liðs við Gildruna árið 1989. Sigurgeir er ekki einungis sérstaklega melódískur gítarleikari, heldur einnig tæknilega magnaður.

Í viðtalinu er gamli Fender stratinn hans mikið til umræðu. Ég birti fyrir nokkru síðan hér á síðunni minni gamla upptöku með Gildrunni og þar má einmitt sjá kappann nota umrætt hljóðfæri.

Ég ætla ekki að hafa fleiri orð um þetta. Viðtalið segir allt sem segja þarf.

Jú!!! Eitt enn, hlustið endilega á Fiðring, gamalt og gott lag með Gildrunni sem er í spilaranum mínum hér á síðunni. Þar fer Geiri oft sem áður á kostum í lagi sem hefur alltaf verið í miklu uppáhaldi hjá mér.


Útsvarið er í hámarki

Þetta er nokkuð merkileg frétt hjá Mbl, áttu menn von á að útsvarið lækkaði? A.m.k. er ekki hægt að hækka það,  þar sem það er í hámarki.
mbl.is Óbreytt útsvar í Hafnarfirði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stóru málin í Mosfellsbæ á árinu 2009

Á morgun, þriðjudag, verður jólablað okkar Vinstri grænna borið í hús í Mosfellsbænum. Í blaðinu er m.a. farið yfir það sem framkvæmt var á brátt liðnu ári.

Munið vgmos.is

 

Stóru málin á árinu 2009

* Bygging glæsilegs Krikaskóla

* Framhaldsskóli hóf störf í Mosfellsbæ 

* Undirritun viljayfirlýsingar um byggingu sjúkrahúss og hótels

* Nýtt og vandað miðbæjarskipulags kynnt 

* Ævintýragarðurinn og hugmyndir um hönnun hans kynntar 

* Nýtt hjúkrunarheimili í burðarliðnum 

* Verðlaunatillaga á byggingu nýrrar kirkju og menningarhúss kynnt 

* Ný reiðhöll tekin í notkun

Hugum að tækifærunum

Jól­in og ára­mót­in nálg­ast og þá er okk­ur tamt að líta yf­ir far­inn veg. Von­andi eig­um við flest marg­ar góð­ar minn­ing­ar um ár­ið sem senn hverf­ur í ald­anna skaut.

 

Bæj­ar­mál­in hafa geng­ið vel í Mos­fells­bæ, þrátt fyr­ir að hér, líkt og í öðr­um bæj­ar­fé­lög­um, hafi þurft að grípa til ráð­staf­ana í kjöl­far efna­hags­hruns­ins. Marg­ar af þeim ákvörð­un­um voru erf­ið­ar og í slíku ár­ferði skipt­ir öllu máli að for­gangsr­aða rétt og það hafa bæj­ar­yf­ir­völd kapp­kost­að að gera. Í nýrri fjár­hags­áætl­un hef­ur ver­ið reynt að standa vörð um skóla, fjöl­skyldu- og vel­ferð­ar­mál. Ég vil nota tæki­fær­ið og þakka emb­ætt­is­mönn­um og öllu starfs­fólki Mos­fells­bæj­ar fyr­ir þá miklu vinnu, sam­heldni og ein­hug sem hef­ur ríkt við gerð fjár­hags­áætl­un­ar­inn­ar. Það er ómet­an­legt fyr­ir bæj­ar­yf­ir­völd að vinna í slíku um­hverfi.

 

Á ár­inu 2009 eru nokk­ur verk­efni sem rísa hátt hjá okk­ur Mos­fell­ing­um. Mig lang­ar að nefna nýj­an og glæsi­leg­an Krika­skóla, sem er óð­um að taka á sig mynd. Fram­halds­skól­ann okk­ar lang­þráða sem tók til starfa í gamla Brú­ar­lands­hús­inu síð­ast­lið­ið haust. Ný­lega sam­þykkti mennta­mála­ráð­herra að fram færi sam­keppni um hönn­un skól­ans á nýj­um stað svo ljóst er að ríki­stjórn­in mun ekki fresta áform­um um bygg­ingu hans. Í haust var und­ir­rit­uð vilja­yf­ir­lýs­ing um upp­bygg­ingu sjúkra­húss og hót­els sem mun sér­hæfa sig í mjaðma- og hnjá­liða­að­gerð­um. Þar er um að ræða verk­efni og starf­semi af þeirri stærð­ar­gráðu að líkja má við grett­is­tak fyr­ir allt okk­ar sam­fé­lag. Nýtt og vand­að mið­bæj­ar­skipu­lag er nú í aug­lýs­inga­ferli. Þar hef­ur vand­lega ver­ið gætt að halda í græn svæði. Hug­mynda­sam­keppni Æv­in­týra­garðs­ins ligg­ur nú fyr­ir og þar komu marg­ar spenn­andi til­lög­ur fram. Æv­in­týra­garð­ur­inn er tal­andi dæmi um áhersl­ur bæj­ar­yf­ir­valda í um­hverf­is­mál­um en stærð hans, um­fang og stað­setn­ing mun hafa mikla sér­stöðu í bæj­ar­fé­lag­inu. Nú hyllir loks undir að byggingu nýs hjúkrunarheimilis í Mosfellsbæ verði hrynt í framkvæmd en félagsmálaráðherra vinnur þessa dagana við framkvæmdaráætlun um  það og fjármögnun þess. Kynnt hef­ur ver­ið sú til­laga sem bar sig­ur úr být­um í hönn­un kirkju- og menn­ing­ar­húss og virð­ist al­menn ánægja ríkja um hana.

 

Hér hef ég stikl­að á okk­ar stærstu mál­um. Þau um­fangs­minni eru okk­ur einn­ig að sjálf­sögðu hug­leik­in en of langt mál að telja þau upp hér.

 

Íþrótta- og úti­vist­ar­að­staða Mos­fells­bæj­ar er tví­mæla­laust ein af okk­ar stærstu skraut­fjöðr­um og alla tíð hef­ur ríkt mik­ill ein­hug­ur hjá bæj­ar­yf­ir­völd­um að slaka ekk­ert á í stuðn­ingi við upp­bygg­ingu henn­ar. Nýj­asta dæm­ið er ný og glæsi­leg reið­höll á Varm­ár­bökk­um sem tek­in var í notk­un í nóv­emb­er­mán­uði. Fé­lag­ar í Hesta­manna­fé­lag­inu Herði eiga mikl­ar þakk­ir skild­ar fyr­ir upp­bygg­ingu henn­ar en fjöldi sjálf­boða­liða lagði nótt við dag við að reisa hana.

 

Ekk­ert er dýr­mæt­ara í öllu íþrótta- og tóm­stunda­starfi en áhuga­samt fólk sem er til­bú­ið að leggja sitt af mörk­um til að efla það. Við Mos­fell­ing­ar meg­um vera þakk­lát­ir og stolt­ir af  því fjöl­marga góða fólki sem starf­ar á þeim vett­vangi. Stærsta íþróttafélag Mosfellsbæjar er Ungnennafélagið Afturelding og eins og flestir vita fagnaði félagið aldarafmæli sínu á árinu. Af því tilefni var m.a. hafist handa við ritun á sögu félagsins. Bókin sem kom út nú á dögunum er hátt í 400 bls og full af fróðleik um þetta merka íþróttafélag. Bókin sem er skrifuð af Bjarka Bjarnasyni og Magnúsi Guðmundssyni er ómissandi jólalesning á öllum heimilum bæjarins.

 

Nú fljótlega á nýju ári má búast við að hið pólitíska litróf  taki að mótast af væntanlegum bæjar- og sveitarstjórnarkosningum. Stjórnmálaflokkarnir fara nú hver af öðrum að undirbúa þá baráttu sem í hönd fer.

    

Allt sam­starf á vett­vangi sveit­ar­stjórn­ar­inn­ar bygg­ir á gagn­kvæmu trausti og virð­ingu. Ef það er haft í heiðri tekst vel til, líkt og raun­in hef­ur ver­ið á þessu kjör­tíma­bili.

 

Við vinstri græn höf­um sann­ar­lega lagt okk­ar af mörk­um og mun­um ganga með ánægju til næstu bæj­ar­stjórn­ar­kosn­inga að loknu far­sælu kjör­tíma­bili sem við er­um stolt af.

 

 


Leðjuslagur og gamlar fréttir undir fölsku flaggi

Hinar furðulegu Framsóknarfréttir voru bornar út í Mosfellsbæ í s.l. viku. Það verður seint hægt að segja að sérstakur jólabragur hafi einkennt málgagnið.

Þar voru heilu úrklippurnar úr DV og bæjarfulltrúinn, Jónas Sigurðsson, sakaður um leðjuslag og grjótkast úr glerhúsi. Æsifréttamennskan í hávegum höfð, rétt eins og á heimasíðu flokksins í Mosfellsbæ. Á þeirri heimasíðu, virðist t.d. vera mjög vinsælt að fjalla um Varmársamtökin, en á  síðu þeirra var ritstjóri Mosfellings, Hilmar Gunnarsson, nýlega sagður vera rasisti. Á síðu samtakanna var því einnig haldið fram nýlega að Mosfellingur hafi fengið tæplega 5.000.000 kr styrk frá Mosfellsbæ, ásamt því að fá mánaðarlega greiðslu frá bænum uppá tæpar kr. 400.000- Hvaðan fá samtökin þessar röngu upplýsingar? eða eru þau mötuð af þessu bulli?

Ég velti því fyrir mér hvernig hægt er að kalla málgagn sem kemur út einu sinni á ári, fréttablað. Réttnefni á slíku blaði ætti auðvitað að vera, Gamlar fréttir. Nútímakröfur gera nú frekar ráð fyrir fréttaflutningi oftar en einu sinni á ári.

Þegar, Gylfi Guðjónsson, stofnaði Mosfellsfréttir á sínum tíma, hélt hann þá, ásamt félaga sínum, Helga Sigurðssyni, um árabil úti einu líflegasta bæjarblaði sem hafði komið út í Mosfellsbæ. Allir Mosfellingar biðu eftir blaðinu, rétt eins og nú eftir Mosfellingi.

Mosfellingur er eitt glæsilegasta bæjarblað sem gefið er út á Íslandi, stútfullt af fréttum og myndum frá bæjarlífinu í Mosfellsbæ. Mosfellingur kemur út með reglulegu millibili allan ársins hring og hefur metnaður þess blaðs allt frá fyrstu tíð verið að flytja nýjustu fréttir úr bæjarfélaginu. Það er því hálf hjákátlegt að fá pólitískt blað inn um lúguna með árs millibili sem kallast fréttablað. Eins vakti athygli í nýjustu Framsóknarfréttum hversu hönnun þess var keimlík Mosfellingi.

Framsóknarfréttamenn hljóta að geta gert betur en þetta. 


Mér er hugleikin saga um Megas, Magga Eiríks og Gunnar Þórðar

Mig langar að segja ykkur hér, ágætu bloggvinir, litla sögu og upplifun sem er mér mjög hugleikin um Megas, Magga Eiríks og Gunnar Þórðar og athugið, hún er algerlega sönn.

Megas 10

Þannig er, að skömmu áður en tengdafaðir minn Óli lést í mars s.l. fórum við Lína og tengdapabbi í bíltúr, oft sem áður. Tengdapabbi var mikill tónlistaráhugamaður og við hlustuðum oft saman og spjölluðum um tónlist. Í einum þessara bíltúra vorum við oft sem áður að ræða um tónlist og Megas kom til tals hjá okkur en hann er og var í miklu uppáhaldi hjá okkur báðum. Í miðju spjalli okkar í bíltúrnum ákvað ég að koma við í Nóatúni vestur í bæ og kaupa harðfisk handa mér og tengdapabba, hann elskaði harðfisk. Þar sem við rennum í hlað við Nóatún, er sá fyrsti sem við sjáum, umtalaðaur Megas. Mér er minnisstætt hversu tengdapabbi hafði gaman af þessari sérstöku tilviljun.

Maggi Eiríks

Fyrir aðeins nokkrum dögum síðan vorum við Lína á leið í bæinn og ég var að ræða um það við hana að mig langaði mikið að eignast og lesa bókina um Magga Eiríks. Maggi Eiríks hefur alla tíð verið í miklu uppáhaldi hjá mér, enda einstakt ljúfmenni sem tók alltaf svo vel á móti okkur, ungum og áhugasömum tónlistarmönnum sem voru daglegir gestir hjá honum í hljóðfæraverslun hans, Rín. Síðar er okkur Línu báðum minnisstætt, þegar hann hélt, ásamt félögum sínum, ógleymanlega tónleika á veitingastað okkar, Álafoss föt bezt forðum. Í þessari umræddu bæjar- og verslunarferð okkar Línu í höfuðborgina var Maggi Eiríks fyrsta manneskjan sem við sáum í fyrstu versluninni sem við komum við í.

Gunni Þórðar

Í gær vorum við hjónin, oft sem áður, að stússast í bænum. Að loknum helstu erindagjörðum, ákváðum við að fá okkur kaffisopa í Mosfellsbakaríi við Háaleitisbraut. Við sátum þarna tvö við borð og ég fór að glugga í Morgunblaðið sem var þar við hlið okkar. Ég fór hratt yfir Moggann en staldraði við grein og viðtal við Gunnar Þórðar um nýju plötuna hans, sem er sú fyrsta sem hann syngur sín eigin lög. Ég sagði við Línu, þessa plötu langar mig að eignast. Rétt í þann mund sem ég var að ljúka við lestur greinarinnar opnast hurðin á bakaríinu og inn gengur Gunnar Þórðarson. Lína leit á mig og sagði, sérðu hver er að koma. Gunnar heilsaði okkur vinalega og kvaddi einnig þegar hann fór. Ég og Lína sögðum hvort við annað, þvílíkar tilviljanir. 

Í kvöld höfum við nú hlustað á þessa nýjustu plötu Gunnars og erum algerlega heilluð. Að hlýða á höfunda svo margra fallegra laga syngja þau sjálfa er engu líkt. Það er eitthvað svo magnað sem gerist við slíkan flutning.

    


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband