þri. 29.10.2013
Spilað á trommur
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
fös. 25.10.2013
Þetta er svo magnað og fallegt
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
fim. 24.10.2013
Gömlum húsum gert hátt undir höfði
Þessa gömlu og skemmtilegu mynd, fékk ég á dögunum, senda frá Birgi D. Sveinssyni. Þarna má sjá gamalt, einvalalið kennara, úr Mosfellssveitinni. Í efri röð frá vinstri: Séra Bjarni Sigurðsson, Lárus Halldórsson, Sigvaldi Sturlaugsson og Birgir D. Sveinsson. Í neðri röð frá vinstri: Tómas Sturlaugsson, Klara Klængsdóttir og Eyjólfur Magnússon.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
sun. 13.10.2013
Alltaf gaman hjá Guðna Má
Útvarpsmaðurinn góði og geðþekki, Guðni Már Henningsson, á Rás 2 fékk mig í viðtal í dag í sunnudagsþátt sinn, Auglit.
Ég var hjá honum fyrir rúmum tveimur árum síðan og hann sagði þá að hann vildi fá mig aftur og klára viðtalið og það gerðum við í dag.
Hér kemur slóðin á viðtalið sem hefst þegar 145 mínútur eru liðnar af þættinum.
http://www.ruv.is/sarpurinn/auglit/13102013-0
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
sun. 6.10.2013
Það er gott og gaman að búa í Mosó
Um tvöhundruð nýir íbúar munu flytja inn í nýtt hverfi í Mosfellsbænum á næstu vikum en mikil sala er á nýju húsnæði í sveitarfélaginu.
Ný íbúðarhverfi í Mosfellsbæ eins og í Hellafellslandi og í Leirvogstungu eru vinsæl en þar eru 40 fjölskyldur að flytja í hverfið á næstu vikum.
Þá er verið að byggja nýjan framhaldsskóla fyrir um það bil 600 nemendur auk þess sem unnið er að byggingu á nýju íþróttahúsi á Varmá og nýr leikskóli verður opnaður í næstu viku.
Bæjarstjóri Mosfellsbæjar, Haraldur Sverrisson segir mikinn uppgang í bænum og heilmikið að gera.
Við gerum ráð fyrir um 400 nýjum íbúðum í Leirvogstunguhverfinu fyrir um það bil 1200 íbúa þegar framkvæmdum líkur hér, segir Haraldur.
Um ástæður þess hve bærinn er vinsæll segir Haraldur að lóðaverð sé með því ódýrara sem gerist á höfuðborgarsvæðinu, um sex til átta milljónir á einbýlishúsalóð.
Það er mikil eftirspurn eftir húsnæði í bænum og Það er mjög ánægjulegt að þessi uppbygging sé í gangi vegna þess að það er skortur á íbúðarhúsnæði í Mosfellsbæ eins og staðan er í dag.Það er gaman að vera bæjarstjóri í Mosfellsbæ, sérstaklega þegar svona mikið eru um að vera, segir Haraldur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)