GILDRAN ÚTGÁFUTÓNLEIKAR Í AUSTURBÆ

Gildran plakat
Kæru vinir og félagar.
Platan okkar verður komin í allar helstu plötubúðir landsins mánudaginn 8. nóvember.
Við ætlum að halda glæsilega útgáfutónleika í Austurbæ föstudaginn 12. nóvemer.
Við verðum í Vestmannaeyjum laugardaginn 13. nóvember.
Hins vegar tökum við generalprufuna okkar í Logalandi laugardaginn 6. nóvember.
Kæru vinir og félagar nú er bara að fjölmenna í Austurbæ og víðar og sjá gömlu refina fagna útkomu sinnar nýjustu plötu og það live.

Sjáumst vonandi sem flest!!! 

 

Miðasala fer fram á Miði.is og hér má sjá auglýsingu frá þeim.

Hin goðsagnakennda rokkhljómsveit Gildran fagnar nú útkomu nýrrar tónleikaplötu sem ber nafnið Vorkvöld.

Þann 1. maí síðastliðinn áttu þeir Gildrufélagar; Birgir Haraldsson söngvari og gítarleikari, Karl Tómasson trommari, og Þórhallur Árnason bassaleikari 30 ára samstarfsafmæli. Af því tilefni héldu þeir afmælistónleika í Hlégarði Mosfellsbæ.

Hljómsveitin Gildran, hefur nú sem endranær verið skipuð ofangreindum ásamt Sigurgeiri Sigmundssyni gítarleikara sem hefur verið samferða þeim félögum síðastliðin 20 ár. Á hljómleikunum lék ennfremur með þeim hljómborðsleikarinn Vignir Stefánsson.

Gildran var stofnuð árið 1986 og frá stofnun hefur hún gefið út 6 hljómplötur: Huldumenn (1987), Hugarfóstur (1988), Gildran 1989, Ljósvakaleysingjar (1990), Út (1992) og Gildran í 10 ár (1997). Sjöunda plata þeirra, Vorkvöld (2010), er fyrsta hljómleikaplata þeirra félaga. Á henni er ennfremur hljóðversúgáfa af nýjasta lagi þeirra „Blátt blátt“ sem er eftir Birgi Haraldsson við texta Vigdísar Grímsdóttur.

Í tilefni af útgáfunni efna Gildrumenn til útgáfutónleika þar sem öllu verður tjaldað.

Tónleikarnir verða föstudagskvöldið 12.nóvember í Austurbæ í Reykjavík.


Frábært lag

<object width="480" height="385"><param name="movie" value="http://www.youtube.com/v/-T35WXFOmwI?fs=1&amp;hl=en_US"></param><param name="allowFullScreen" value="true"></param><param name="allowscriptaccess" value="always"></param><embed src="http://www.youtube.com/v/-T35WXFOmwI?fs=1&amp;hl=en_US" type="application/x-shockwave-flash" allowscriptaccess="always" allowfullscreen="true" width="480" height="385"></embed></object>

Þessi söngur og þessi aría

<object width="480" height="385"><param name="movie" value="http://www.youtube.com/v/yLFA9eDPjo0?fs=1&amp;hl=en_US"></param><param name="allowFullScreen" value="true"></param><param name="allowscriptaccess" value="always"></param><embed src="http://www.youtube.com/v/yLFA9eDPjo0?fs=1&amp;hl=en_US" type="application/x-shockwave-flash" allowscriptaccess="always" allowfullscreen="true" width="480" height="385"></embed></object>

Frábært lag Bjartmars

<object width="480" height="385"><param name="movie" value="http://www.youtube.com/v/6RkwJUU4lZk?fs=1&amp;hl=en_US"></param><param name="allowFullScreen" value="true"></param><param name="allowscriptaccess" value="always"></param><embed src="http://www.youtube.com/v/6RkwJUU4lZk?fs=1&amp;hl=en_US" type="application/x-shockwave-flash" allowscriptaccess="always" allowfullscreen="true" width="480" height="385"></embed></object>

Gary Thain

<object width="480" height="385"><param name="movie" value="http://www.youtube.com/v/hkZZGHeUaDc?fs=1&amp;hl=en_US"></param><param name="allowFullScreen" value="true"></param><param name="allowscriptaccess" value="always"></param><embed src="http://www.youtube.com/v/hkZZGHeUaDc?fs=1&amp;hl=en_US" type="application/x-shockwave-flash" allowscriptaccess="always" allowfullscreen="true" width="480" height="385"></embed></object>

Húsöndin í hlöðunni

Husond1_20_00001

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband