SPOT og vinir Péturs kynna með miklu stolti:

Pétur KristjánsÍ minningu Péturs W. Kristjánssonar

Laugardaginn 7. janúar 2012 ætlum við að heiðra minningu eins mesta RISA íslenskrar rokksögu. Pétur Wigelund Kristjánsson hefði orðið sextugur þennan sama dag og ætlum við í samvinnu við ei...tt mesta stórskotalið íslenskrar tónlistar, hvort sem um er að ræða tónlistarmenn eða söngvara að halda æðisgengið kvöld til heiðurs Pétri.

Flutt verða lög frá löngum, litríkum og fjölbreyttum ferli Péturs.

Að tónleikunum loknum mun hin goðsagnakennda rokkhljómsveit Gildran spila á dansleik.

ALLUR ágóði þessa kvölds fer í Minningarsjóð Péturs sem úthlutað verður úr á Múskiktilraunum á meðan sjóðnum endist fé, Pétur kom úr bílskúrshljómsveitum og með stofnun sjóðsins getum við haldið nafni hans á lofti hjá tónlistaræsku landsins.

Tryggið ykkur miða sem fyrst í eina mestu tónslistarveislu í langan tíma.
Gildran  vegna Péturs

Mosfellsbær kemur vel út í árlegri könnun Capacent

Mosfellingar ánægðir með bæinn sinn.


Í Mosfellsbæ eru 93% íbúa ánægðir með Mosfellsbæ sem stað til að búa á. Þetta kemur fram í árlegri þjónustukönnun sem Capacent gerir meðal sveitarfélaga. Bærinn fær einkunina 4,4 af 5 mögulegum og er með þriðju hæstu einkunnina af sveitarfélögum í landinu. Í Mosfellsbæ var úrtakið 452 manns og var svarhlutfall um 60%.

 

Mikil ánægja með aðstöðu til íþróttaiðkunar.

Samkvæmt könnuninni eru um 90% bæjarbúa ánægðir með aðstöðu til íþróttaiðkunar er Mosfellsbær þar í fjórða sæti meðal sveitarfélaga. Þegar kemur að skipulagsmálunum er Mosfellsbær í öðru sæti meðal sveitarfélaga en þar eru hlutföllin töluvert lægri, 63% bæjarbúa eru ánægðir með þau mál hér og 12,4% óánægðir.

Almenn ánægja með skólana.

Um 80% íbúa eru ánægðir með leik- og grunnskóla bæjarins og erum við þar í 5. sæti meðal sveitarfélaga.

Haraldur Sverrisson bæjarstjóri segist mjög ánægður með útkomu Mosfellsbæjar í könnuninni. „Það er ánægjulegt hvað bærinn kemur alltaf vel út úr þessu mati. Hér finnst fólki greinilega gott að búa og er það einmitt markmiðið. Hinsvegar verðum við líka að horfa á það sem við getum bætt okkur í, við dölum t.d. aðeins í einkunn hvað varðar þjónustu við barnafjölskyldur sem er örugglega afleiðing að þeim ráðstöfunum sem grípa hefur þurft til í kjölfar hrunsins og við þurfum að huga að þessu. Við hækkum hinsvegar töluvert í einkunn varðandi þjónustu við eldri borgara og greinilegt er að það sem verið er að gera í þeim málaflokki, bygging hjúkrunarheimilis og þjónustumiðstöðvar á Hlaðhömrum, mælist vel fyrir,“ segir Haraldur bæjarstjóri.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband