lau. 29.1.2011
Trommustuð
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
mið. 26.1.2011
Þessi er flott
Ég fékk senda mynd nú á dögunum einu sinni sem oftar og þakka ég innilega fyrir þær sendingar. Ég hef alltaf jafn gaman af þeim.
Höfundur myndarinnar (sem ég veit því miður ekki hver er) hér að neðan tekur um þessar mundir þátt í ljósmyndasamkeppni með þessa mynd sem hann kallar Gildran.
Hún er flott þessi.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
lau. 15.1.2011
Sjúkralið og tækjabíll á leið á slysstað
Ég er oft hugsi yfir fréttaflutningi í fjölmiðlum þegar sagt er frá alvarlegu slysi og staður og stund tilgreint aðeins nokkrum mínútum eftir slysið.
Samanber, mjög alvarlegt bílslys varð á Hellisheiði um kl: 16:00 í dag, sjúkralið og tækjabíll slökkviliðsins er á leið á slysstað.
Hver er tilgangurinn með slíkum fréttaflutningi?
Einhverjir hlustendur slíkra frétta vita jafnvel af nánum ættingja á þessari leið og á þeim tíma sem tilgreindur er.
Eins og gefur að skilja fyllast aðstandendur miklum kvíða, ótta og ónotum fyrir vikið.
Í dag var fréttaflutningur af þessu tagi, oft sem áður, í fjölmiðlum.
Hver er tilgangurinn???
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
fös. 14.1.2011
Gamlir vinir
Ég fékk í vikunni senda skemmtilega mynd sem að mér fannst óskaplega vænt um að fá.
Þarna erum við gömul skóla- og bekkjasystkin og vinir í afmæli hjá æskuvinkonu minni Unni Jennýju Jónsdóttur í Markholti 6.
Á myndinni eru talið frá vinstri: Kalli Tomm, Anna á Helgafelli, Herdís Guðjónsdóttir, afmælisbarnið Unnur Jenný með sár á nebbanum, Linda López, Guðný Hallgrímsdóttir, Linda Úlfsdóttir, Guðrún Ríkharðsdóttir bróðurdóttir Jennýjar og Hilmar bróðir hennar.
Bloggar | Breytt 15.1.2011 kl. 15:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
fim. 13.1.2011
Bubbi og Færibandið
Mikið óskaplega er gaman að hlusta á Bubba í útvarpsþætti sínum á Rás 2 (Færibandinu) kl: 22:00 á mánudagskvöldum.
Viðtöl hans eru algerlega stresslaus og markmiðið er greinilega það, að ná sem mestu og bestu úr gesti þáttarins. Hvort þættirnir verða einn, tveir, þrír eða fjórir, það bara ræðst hjá þáttargerðamanninum.
Viðtöl hans við Kristján Jóhansson óperusöngvara undanfarin mánudagskvöld hafa til að mynda verið algerlega frábær. Það hefur verið einstaklega gaman að hlusta á þá félaga undanfarin mánudagskvöld. Einlægnin og tilgerðarleysið er algert.
Kristján Jóhannsson er einstakur maður og hlýjan bókstaflega streymir frá honum. Endilega hlustið, ég held að það sé a.m.k. einn þáttur eftir.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
mið. 12.1.2011
Feistist út um allt í dag
Ég feistist út um allt í dag, fór í sund í morgun, heimsótti gamlan vin í hádeginu, smakkaði nýja epplasafann frá MS, átti fund með gömlum æskuvini, bónaði bílinn, keypti ný rúmföt, þau eru æðisleg, smakkaði besta súkkulaði efer hjá Jóa Fel, setti læk hjá svona 50 feisurum um allt land og endaði þetta svo með því að skella þessu öllu á feisið. Þvílíkur dagur.
Ekkert helvítis bloggidí, bloggidí blogg.
Eruð þið ekki að feisaðetta???
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
þri. 11.1.2011
Alex / Rush
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)