Miðbær í Mosó

Miðbær Mosó

Í gær var haldinn kynningarfundur um væntanlegt miðbæjarskipulag í Mosfellsbæ. Fundargestir voru um 40- 50 manns. Fundurinn var vel auglýstur og í bæjarblaði okkar Mosfellinga, Mosfellingi, var nokkrum dögum fyrir fundinn mjög ýtarleg kynning á fyrirhuguðu skipulagi, ríkulega myndskreytt.

Miðað við þá kynningu alla og auglýsingarherferð fyrir fundinn má segja að aðsókn hafi verið með minna móti. Því veltir maður fyrir sér hvort ástæðu þess megi jafnvel túlka sem svo að allflestum Mosfellingum hugnist væntanlegt skipulag. Tillagan sem kynnt var byggist á verðlaunaskipulagi og frekari útfærslu á því, eftir að hópur íbúa í bæjarfélaginu hafði komið með athugasemdir við hana.

Fundurinn í gær var að mörgu leyti skemmtilegur og fróðlegur. Hann hófst á ýtarlegri kynningu Haraldar Sverrissonar bæjarstjóra og Sigurðar Einarssonar arkitekts hjá Batteríinu á skipulaginu. Að því loknu var orðið gefið laust og komu nokkrar skemmtilegar athugasemdir frá fundargestum í kjölfarið.

Athygli vekur þó, að nú orðið er ekki haldinn sá fundur um skipulagsmál í Mosfellsbæ öðruvísi en fáeinar manneskjur sem tilheyra Varmársamtökunum, nánast yfirtaki hann með látlausri gagnrýni á allflestar framkvæmdir sem bæjaryfirvöld Mosfellsbæjar standa að. Sama hvort um veglagningar í þéttbýli bæjarins er að ræða, lagningu göngustíga, hönnun og staðsetningu á nýju glæsilegu miðbæjartorgi, væntanlegri kirkju og menningarhúsi, nýjum gerfigrasvelli við Varmá svo eitthvað sé nefnt.

Samtökum þessum er tíðrætt um lýðræði. Ljóst er að bæjaryfirvöld hafa gætt þess í hvívetna að aðkoma bæjarbúa að stórum verkefnum sé ótvíræð og því um leið íbúalýðræðis gætt. Ákvarðanirnar þarf samt að taka svo hægt sé að hefja framkvæmdir og það er bæjaryfirvalda að taka þær. Til þess eru fulltrúarnir kosnir.

Lýðræði bæjarbúa felst fyrst og síðast í því að kjósa bæjarfulltrúa til að taka þær ákvarðanir. Ákvarðanir sem snúa að allri velferð íbúa og framkvæmdum bæjarfélagsins.  

Það segir sig sjálft, að öll höfum við okkar skoðanir, eitt erum við sátt við en annað ekki. Þannig er það, einnig hjá bæjarfulltrúum í bæjarstjórn Mosfellsbæjar. Þessi umrædda mótmælagrúppa verður að sætta sig við það, rétt eins og við, öll hin. 

Endalaus tortryggni Varmársamtakanna á undirbúning og aðdraganda allra verkefna á vegum bæjarins minnir orðið á dæmigerða hegðun fólks sem hefur allt á hornum sér.

Ég er farinn að óttast að bæjarbúar hafi ekki orðið áhuga á að koma á auglýsta fundi vegna yfirgangs og sjálfumgleði þessa fólks. Fólks sem telur sig bókstaflega hafa bestu lausnir á öllum sköpuðum hlutum.

Endilega farið þið í framboð og málið er dautt. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nú hittir meistari Karl Tómasson heldur betur naglann á höfuðið.

Hér í bæ eru nefnilega þessi makalausu "samtök" sem er ekkert annað en fámennur klúbbur ofstækisfólks úr röðum Samfylkingarinnar sem telur sig þess umkominn  að tala hér í nafni bæjarbúa en talar í nafni fárra. Skipulagt einelti á bæjarfulltrúa er auðvitað saga útaf fyrir sig en hitt er kostnaðurinn sem hlýst af afbrigðilegum hvötum þessa fólks hlýtur að hlaupa á tugum ef ekki hundruðum milljóna króna.

Miðbæjar skipulagið lítur glæsilega út og verður okkur sönnum Mosfellingum til sóma sýnist mér og gott betur og ber faglegum og góðum vinnubrögðum gott vitni. Hér er greinilega á ferðinni algjört meistaraverk og sannarlega tilhlökkun að fylgjast með þessari uppbyggingu.

Svívirðileg rætni og fúsk Varmársamtakanna í öllu sem viðkemur skipulagsmálum hér í bæ er með ólíkindum. Samfylkingin ætti bara að skammast sín og taka undir það sem vel er gert en níða ekki alltaf niður skóinn af þeim sem sannarlega eru að vinna hér stórvirki.

Niður með Varmársamtökin þau eru skömm bæjarins.

Þórir kristinsson (IP-tala skráð) 12.2.2009 kl. 22:17

2 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Komst ekki á þennan fund, en hefði svo mjög gjarnan viljað. Vinnan kallar og þá eru fundir sem þessir slegnir af, þó mikilvægir séu. Saltið í grautinn og allt það. Ég mun hins vegar mæta á alla fundi ef slá á af þessa framtíðarsýn á okkar góða bæjarfélagi. Eflaust er hægt að finna einhverja meinbaugi á fyrstu uppsetningu fyrirkomulagsins, en þá Á einmitt á fólkið í bænum að láta í sér heyra og koma með athugasemdir. Ástandið á landsvísu gerir reyndar miðbæjarskipulag í flestum bæjum léttvægt, en við búum jú hérna! Það sem svíður sárast þessa dagana eru upphróp og orðagjálfur "burtfluttra" bæjarbúa, sem í reynd hafa aldrei búið hér, en telja sig nú þess umkomin að vera með einhvern skæting úr sumarbústað í nágrenni við Reykjalund. Hvað er þetta fólk sem ekki síðar en í fyrra útmálaði bæinn okkar sem "afdankaða ameríska vegasjoppu" að vilja upp á dekk? Skemmdist refapels í mótmælunum eða hvað? Frusssss......!

Og bæ ðe vei. Hittumst sem fyrst eitthvert kvöldið. Það verður kröftug kvöldstund

Halldór Egill Guðnason, 13.2.2009 kl. 03:15

3 identicon

Sæll kæri flokksfélagi og til hamingju með gífurlega fjölgun félaga  í Vinstrihreyfingunni grænt framboð í Mosfellsbæ.

Það er augljóslega fylgishrun í uppsiglingu hjá Samfylkingunni í Mosfellsbæ, enda Jónas og Hanna í tómu rugli með Varmár-samtökin.

Mér skilst að Facebook-vinkona mín Kolfinna Baldvins hafi verið með læti og Óli í Hvarfi hafi eins og venjulega verið með haglabyssuna á lofti og skotið sjálfan sig stanslaust í fótinn. Ætlar þessari vitleysu aldrei að ljúka?    Allir vita að Samfylkingin hefur enga umhverfisstefnu nema láta Þórunni Ísbjarnar myrða hvítabirni.

Mér líst vel á skipulagið hjá ykkur, þetta virðist verA FANTAGOTT.

 Það vekur athygli og öfund hjá mörgum hversu samhent og góð stjórn er þarna í Mosfellsbænum hjá VG og Sjálfstæðisflokknum. Margir hefðu viljað halda því fram að þetta gæti aldrei gengið vegna ólíkra sjónarmiða en það er deginum ljósara að með góðu fólki og góðum vilja getur samstarf þessara flokka verið mjög farsælt.

Góðar kveðjur.

Ragnar Ingi Magnússon (IP-tala skráð) 13.2.2009 kl. 13:19

4 identicon

Pólítík á að snúast um fólk en ekki flokka. Hver frambjóðandi á að vera óhræddur að láta meta sig, sína eiginleika og hvað hann hefur fram að færa. Ekki búninginn sem hann klæðir sig í. Það er feluleikur sem almennur kjósandi á Íslandi hefur núna ímugust á. Hvort sem flokkurinn heitir Samfylkingin, VG eða samtök á borð við Varmá samtökin eða Grænar lausnir Samfylkingarinnar. Það er hræddir hérar sem hafa alltaf hæst til að fela litla innistæðu. Það er merkilegt hvað samstaf VG og Sjálfstæðismanna hefur gengið vel í Mosó. Ef horft er á stefnu og gildi flokkanna, þá á þetta ekki að vera hægt. Í Mosó snýst pólítikin greinilega um fólk en ekki flokka í núverandi meirihluta. Ég gæti glaður ljáð fólkinu í núverandi meirihluta atkvæði mitt hvort sem það ber stimpil VG eða Sjálfstæðisflokks. Svo það sé á hreinu þá sé ég ekki ástæðu til að kjósa VG á landsvísu. Þannig er það nú.

Einar Áskelsson (IP-tala skráð) 13.2.2009 kl. 14:05

5 identicon

Ólafur í Hvarfi veður inn á ritvöllinn af gömlum vana og hyggst ætla að skjóta föstum skotum á Karl á síðu Varmársamtakanna. Í þessum skrifum hans er fátt um fína drætti og eru þau varla svaraverð í sjálfu sér. Það er aðeins eitt sem vekur athygli og það er þegar Ólafur lætur skrif Ragnars Inga Magnússonar hér að ofan líta út eins og skrif Karls.

Þetta er ekkert nýtt úr ranni Ólafs. Hann hefur einhverskonar heilkenni sem lýsir sér í því að hann tekur skrif fólks og eignar öðru fólki. Er þar skemmst að minnast hvernig hann lét út af sögukorni einu sem ég skrifaði og gaf út núna um jólin og nefnist Hænsnabú dauðans. Af einhverjum ástæðum andskotaðist hann í Karli vegna þessarar sögu og óánægju sinnar með hana, en Karl hafði ekkert að gera með hana. Vildi hann meina og var haldinn þeirri ranghugmynd að Karl hefði eitthvað með umrædda sögu að gera og rökstuddi þá hugmynd sína með því að við Karl erum vinir.

Nú eignar hann Karli skrif annars manns, eða reynir ekki að sýna fram á að ekki sé um hans skrif að ræða. Ólafur þessi sem er í Hvarfi skýtur sig ítrekað í fótinn, það er sko svo sannarlega rétt hjá Ragnari. Hann þarf líklega að fá sér fljótlega nýja skó sveinninn.

Og Varmársamtökin telja þessi skrif sér til framdráttar. Þau hafa verið ásökuð um einelti í garð bæjarfulltrúa í Mosfellsbæ og þarna er eitt dæmi lifandi komið. Það má ekki skrifa svo mikið sem eina línu sem Ólafur telur beint gegn sér þá ræðst hann á Karl!

Ég er persónulega komin með alveg upp í kok af þessum samtökum og því sem þau standa fyrir, enda eru þau löngu orðin ómarktæk í umræðunni, þökk sé þeirra vanhugsuðu framgöngu og uppátækjum eins og Valdi nokkur Sturlaugs bloggdólgur Varmársamtakanna, síðu sem var lokað vegna ærumeiðinga bar vitni um. Það hefur fengist staðfest hver þar var að baki, hver skrifaði undir nafninu Valdi Sturlaugs. Viðkomandi er í Varmársamtökunum. Hvatirnar eru undarlegar.

Ólafur þessi ætti að koma sér úr Hvarfi og kynna sér hvernig samtökin hegðuðu sér gegn Karli og fleirum hér í bænum áður en hann heldur áfram þessum skrifum sínum og ásökunum sem hann hefur engar sannanir fyrir.

Hjördís Kvaran Einarsdóttir (IP-tala skráð) 13.2.2009 kl. 18:54

6 identicon

Halló HALLÓ hvað er í gangi? Oft hef ég sé Samfylkinguna pissa í buxurnar og ennþá oftar skíta upp á bak en nú tekur steininn alveg úr!!! Félagar mínir úr VG höfðu samband við mig og hvöttu mig til að lesa skrif á heimasíðu Varmársamtakanna sem og ég gerði.

Þar sem ég er Reykvíkingur og alinn upp í svartasta Breiðholti er ég ýmsu vanur af útúrdrukknu fólki og uppdópuðu sem röflar svo mikla steypu að hægt væri að reisa ótal Kárahnjúkavirkjanir. Skrif Sigrúnar Pálsdóttur er hreinlega hrein steypustöð og það á yfirsnúningi.

Ungfrú BM Vallá ritar:Málflutningur Forseta bæjarstjórnar minnir reyndar á riflildi í barnaafmæli þar sem afmælisbarnið telur sig vera réttborið til þess að ráðsgast með aðra veislugesti og níðast á þeim í krafti þeirra forréttinda að eiga afmæli. ÉG Á AMMÆLI - ÉG RÆÐ. - Er sú pólítík sem forsetinn vill berjast fyrir" (tilv.lýkur)

Karl Tómasson hefur allstaðar getið sér gott orð og hefur í hvívetna farið fremstur í flokki jafningja í starfi VG. Það hef ég heyrt frá mörgu valinkunnu fólki sem með honum hafa starfað þó svo ég hafi ekki verið svo lánsamur enn. Skrif Sigrúnar dæma sig auðvitað sjálf enda dæmigerð fyrir fyrirtíðaspennunna sem virðist vera viðvarandi hjá miðaldra konum í Samfylkingunni. Annað er alvarlegra hvernig Varmársamtökin reyna markvisst að sverta Karl með öllu hugsanlegu móti. Sögusagnir um mútuþægni og annan sora sem Óli karlinn í Hvarfi hefur m.a. haldið fram hér á þessari síðu.

Rafrænt einelti er Varmársamtökin.

Ragnar Ingi Magnússon (IP-tala skráð) 13.2.2009 kl. 20:09

7 identicon

Ég er búinn að lesa orð fyrir orð hjá þeim sem kommenta hér að ofan. Ég vildi að ég vissi betur um hvað fólk væri verið að tala, en miðað við lýsingarnar þá er ég ekki vissu að ég vilji það. Bara eitt í viðbót, ég ætlaði mér nú ekki að blanda mér í e-hverjar deilur, Kalli minn, þig þekki ég bara af góðu einu og ætla að halda mér við það. Hvað sem skoðunum annarra líður. Takk og vonandi förum við nú að sjást.

Einar Áskelsson (IP-tala skráð) 13.2.2009 kl. 21:57

8 identicon

Kalli minn ég get ekki orða bundist eftir að hafa lesið skrifin á heimasíðu Varmársamtakanna. Enn og aftur ráðast þau að þér með óhróðri. Tökum sem dæmi Sigrún Pálsdóttir sakar þig um að vera að ráðsgast og níðast á rétti annara. Þar sem ég var nú viðstaddur þennan umrædda fund þá get ég vitnað um að Karl sagði EKKI EITT EINASTA ORÐ Á FUNDINUM! Ólafur Gunnarsson var fundarstjóri og  stóð sig eins og ævinlega með stakri prýði. Það sama verður ekki sagt um fulltrúa Varmársamtakanna sem með háreysti og dónaskap gerðu það að verkum að fólk kom ekki fyrirspurnum að því þetta fólk hélt heilu skammarræðurnar og kosningarræður til skiptis og tóku upp fyrir sig sjálf meira eða minna allan fyrirspurnartímann. Ég sjálfur komst t.d. alls ekki að með mína fyrirspurn varðandi Kirkjubygginguna sem varðaði fyrirkomulag um safnaðarheimili af því að 'olafur í Hvarfi var m.a svo umhugað um hvort búddistar eða eitthvað álíka mættu vanhelga heilaga kirkju Guðs. Svona sorp er auðvitað ekki heilvita fólki bjóðandi. Sperrileggurinn Gunnlaugur B. var að venju eins og sperrtur hani uppfullur af grobbi og sjálfumgleði með ámóta þvælu-fyrirspurn. Vinnubrögð Samfylkingarinnar í þessu máli er auðvitað forkastanlegt og raunar eitt regin-hneyksli að þau skuli velja opinn borgarafund til að drulla yfir pólítíska andstæðinga.

Annað mál er þessar makalausu IP-tölur sem Varmársamtökin segjast hafa rakið í tölvu Karls. Þarna er um að ræða tölvu Mosfellings, bæjarblaðsins sem fjölmargir koma að. Gott og vel segjum sem svo að einhver hafi yfirhöfuð sent inn athugasemd á heimasíðu Varmársamtakanna, þá getur það varla verið nema gott eitt nema viðkomandi hafi verið með óhróður eða ærumeiðingar.

AF HVERJU BIRTA VARMÁRSAMTÖKIN EKKI ÞESSAR UMRÆDDU FÆRSLUR EINS OG MARGBÚIÐ ER AÐ SKORA Á ÞAU AÐ GERA?

Svarið er auðvitað einfalt þetta er allt saman haugalýgi og viðbjóðslegt skítkast eins og allt sem frá þeim kemur. Þetta fólk eru í besta falli venjulegir trúðar í Samfylkingunni en því miður þá grunar manni að hér séu aðrar og verri hvatir sem liggja að baki. Orð mín standa óhögguð sem fyrr NIÐUR MEÐ VARMÁRSAMTÖKIN.

Þórir kristinsson (IP-tala skráð) 14.2.2009 kl. 00:03

9 identicon

Það er greinilegt að stuðið í bænum er á skipulagsfundum bæjarins!!! Ég verð að mæta á þann næsta bara til þess að sjá þessar furðuuppákomur með eigin augum, alltaf gaman að hlæja að kjánalegu fólki.

Ég gleymdi að nefna í pistli mínum hér að ofan alvarlegar ásakanir Ólafs í Hvarfi um mútuþægni Karls og annarra bæjarfulltrúa og yfirlýsingar hans þar sem hann ásakar bæði mig og Karl um að misnota börn Karls. Hann orðaði það nákvæmlega þannig.

Eru þetta ekki eineltistilburðir?!

Hvað ip-tölumálið varðar þá er það nú það eina sem þessi samtök þykjast hafa á Karl og kó. Þau hafa aldrei viljað birta nákvæmlega hvað það var í þessum skrifum sem var svona ljótt í garð samtakanna, eins og Þórir bendir á, enda var það ekkert alvarlegt. Úr hvaða tölvu þetta kom eða hverjir skrifuðu kemur þeim bara alls ekkert við!

Eru þetta ekki eineltistilburðir?!

Þau eru búin að hóta málsókn á málsókn ofan en sá sem raunverulega gæti kært er Karl vegna þeirra ásakanna sem hann hefur þurft að sitja undir, að hann sé bloggdólgur, mútuþægur og noti börnin sín í annarlegum tilgangi til þess að koma höggi á pólitíska andstæðinga. Allar eru þessar ásakanir runnar undan rifjum félagsmanna Varmársamtakanna!

Eru þetta ekki eineltistilburðir?!

Karl hefur jafnvel verið krafinn afsökunarbeiðni fyrir að krefjast þess að upplýst væri hver Valdi Sturlaugs var. Annars átti hann yfir höfði sér málsókn! Það er nú búið að landa því hver Valdi var svo það mál er vonandi úr sögunni. Á þeirri síðu var veist að Karli og alvarlegum sjúkdómi hans, krabbameini, sem hann fékk fyrir nokkrum árum og sjúkdómurinn kallaður rotsjúkdómur. Í kjölfarið var síðu þessari lokað, þó fyrr hefði verið, en þá fékk Karl að heyra að hann væri vælandi aumingi!!! Varmársamtaka-Valdi Sturlaugz hefur síðan gert tvær misheppnaðar tilraunir til þess að opna síðu sína á nýjan leik. Hann er enn að, einn og yfirgefinn.

Eru þetta ekki eineltistilburðir?!

Ég nenni nú ekki að rekja meira það sem gengið hefur á og undanskil að mestu allan þann viðbjóð sem ég og fleiri vinir Karls höfum þurft að þola.

Skrif og umfjöllun Varmársamtakanna um umræddan fund sýna best hve metnaður samtakanna er á lágu plani - þar er bara veist að Karli - ekki orð um hvað samtökin gerðu á fundinum eða lögðu til.

Eru þetta ekki eineltistilburðir?! Efast einhver um að Karl og fleiri bæjarbúar hafi orðið fyrir einelti af hálfu liðsmanna Varmársamtakanna?

Hjördís Kvaran Einarsdóttir (IP-tala skráð) 14.2.2009 kl. 00:56

10 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Karl, ég er alveg hissa á þér að koma af stað og vilja laða að þér svona ruglaða umræðu. Fundurinn í listasalnum var að mörgu leyti jákvæður, miðað við margt sem boðið hefur verið upp á af bænum í "kynningu" á skipulagsáformum.

Það vottaði fyrir áhuga á að hlusta á breytileg viðhorf og koma af stað hugmyndavinnu með þátttöku bæjarbúa. Slík umræða var borin uppi af fólki úr Varmársamtökunum. Það er engin ástæða til að fara í þessa vörn þó það sé til eitthvað fólk í bænum með áhuga á skipulagsmálum. Því ber að fagna.

Á fundinum var hvorki minnst á þig eða Varmársamtökin. En í stað þess að fjalla um efni fundarins og að mörgu leyti áhugaverðar umræður á fyrsta umræðufundi um hugmyndir að skipulagi miðbæjar, þá ferð þú í gamla gírinn. Breyta góðri umræðu í bull.

Það er gilt sjónarmið að það vanti fleiri hugmyndir inn í skipulagsvinnu miðbæjar og að bæjaryfirvöld eru í alltof mikilli vörn að opna þetta inn í lýðræðislega umræðu þar sem hugsanleg væri boðið upp á kosningu um staðsetningu kirkju eða hvort menningarhús sé sambyggt kirkju.

Skora á þig að fjalla um efni fundarins og mæta fólki frá samtökunum með mótrökum. Það var iðulega áhugaverð umræða og það væri betra að þú nefndir tiltæk atriði sem þú varst ósammála. Annars get ég rifjað það upp fyrir þig, hver voru helstu umræðuefeni á fundinum ef þú ert búin að gleyma.

Þetta skeyti vil ég að þú svarir, en ekki Hjördís. Eins og þú bentir réttilega á í samtali fyrir jól þá virðist hún ekki ganga heil til skógar.

Gunnlaugur B Ólafsson, 15.2.2009 kl. 02:49

11 identicon

Æ, greyið mitt Gunnlaugur, hvar er nú rétti andinn? Það er í lagi að taka hann inn í smáskömmtun en ofskömmtun getur haft slæmar afleiðingar. Passa það!!! Andaglös geta t.d. endað illa - varstu að ráðfæra þig við svoleiðis vafasama anda? Menn hafa lent á sjúkrahúsum fyrir að stunda svoleiðis athæfi.

Þú verður að muna að anda djúpt, inn um munninn og svo rólega út um nefið. Þá nærðu stjórn á þér - mér skilst að bréfpokar séu líka góðir við kvíðaköstum og oföndun, prófaðu það.

Hvað er að ergja wannabe mannræktarfrömuðinn/jógagúruið í kvöld? Eitthvað er greinilega að ergja hina annars léttu lund, svo svakalega að eina ráðið sem þú grípur til er að gera lítið úr vinskap fólks. How low can you go? How low can you get? How low can you become? Nú lagðistu á bólakaf í skítasvaðið.

Finnst þér þú stór kall núna? Litli strákurinn í sandkassanum. Sem varst ekki einu sinni með í umræðunni og þurftir í rauninni ekki að skipta þér af henni þar sem þú berð enga ábyrgð lengur fyrir hönd Varmársamtakanna og þarft því ekki að verja þau þess vegna. Þú varst ekki einu sinni nefndur á nafn.

Eitthvað er það í þeim skrifum sem hér hafa verið birt sem ergir upp í þér lundina, veldur andþrengslum og aukinni skjálftatíðni hjá þér. Líklegast hefur það verið eitthvað í skrifum mínum þar sem þú þarft endilega að reyna að níðast á vinskap mínum við vini mína.

Getur verið að það hafi verið það hvernig ég dró saman eineltistilburði fólks í Varmársamtökunum í garð samsveitunga sinna hér í bæ? Þú einfaldlega sannaðir mál mitt mál mitt með þessari athugasemd. Einfalt! Ég sagði þetta!

Getur verið að það hafi verið rökin sem ég færði fyrir því hvað Karl er með skothelt dómsmál á hendur ákveðnum félögum í Varmársamtökunum sem skrifuðu í nafni þeirra sem ollu þessum taugatitringi þínum?

Getur verið að það sé samhengi á milli þess að skrif Ólafs í Hvarfi sem ég fjalla um hér að ofan voru fjarlægð af heimasíðu Varmársamtakanna í dag og þess að þú kemur inn og reynir að gera lítið úr mér og vefengja mín skrif og gera þau léttvæg með því að gera lítið úr vinskap okkar Karls?

Eitthvað var það!!!

Eitthvað var það sem stuðaði þig og Varmársamtökin í þessum skrifum mínum. En þú afhjúpaðir sjálfan þig og þann mann sem þú hefur að geyma, sjálfur mannræktarfrömuðurinn, með þessum skrifum þínum.

Að lokum - af okkur tveimur ert það þú sem stundar göngur í skóga, ekki ég. Ég er ekkert gefin fyrir skóga! Þannig að upplifir þú þig hvorki sem heilan né hálfan mann þegar þú gengur til skógar þá get ég ekki hjálpað þér þar! Það er ekki gott að vera hálfur úti í skógi!!!

Hjördís Kvaran Einarsdóttir (IP-tala skráð) 15.2.2009 kl. 04:21

12 Smámynd: Karl Tómasson

Heill og sæll Gunnlaugur.

Þú skorar á mig að fjalla um efni fundarins.

Ég tel mig hafa gert ágætlega grein fyrir því, Það er m.a. nokkuð ýtarlegt viðtal við mig og bæjarstjóra hér að ofan um þetta allt saman.

Þér hefur ekki dottið í hug að koma þar inn með athugasemdir.

Ég tek eftir því að á síðu kollega þinna úr samtökunum er heilmikil umfjöllun um mig að vanda. Nú eru það aðallega skrif þeirra sem skrifa inn á mína síðu sem er þar umfjöllunarefnið. Þetta er stórmerkilegt.

Það verður nú að segjast eins og er að það er hálf vandræðalegt að samtökin hafa ekki orðið undan að eyða út á síðu sinni "málefnalegum" skrifum gjaldkerans fyrrverandi og núverandi stjórnarmanni.

Hvað varðar Hjördísi þá hef ég nú oft sagt að hún sé mér hugleikin rétt eins og þú. Málið er að Hjördísi þekki ég mæta vel, hún er ein af mínum bestu vinum. Það ert þú ekki Gunnlaugur minn, ekki ennþá a.m.k.

Hver veit nema að við eigum einhvertímann eftir að kynnast vel og verða jafnvel vinir.

Bestu kveðjur frá Kalla Tomm.

Karl Tómasson, 15.2.2009 kl. 16:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband