Ţá var komiđ ađ Ljósvakaleysingjum

Ljósvakaleysingjar 10

 

Plötuna hljóđrituđum viđ áriđ 1990 og eins og hinar ţrjár fyrri í Stúdíó Stemmu hjá Didda fiđlu. Viđ félagarnir fengum til ađstođar viđ upptöku hljómplötunnar gítarleikarann og rokkarann mikla, Guđlaug Falk. Hann gekk ađ upptökum loknum til liđs viđ Gildruna og starfađi međ, í rúm tvö ár. Guđlaugur er frábćr rokkgítarleikari og góđur drengur sem hefur aldrei vikiđ frá uppruna sínum í rokkinu og gefiđ út nokkrar sólóplötur.

Ţessi hljómplata markađi ađ vissu leyti tímamót hjá Gildrunni. Hún var gefin út bćđi á vínil og cd og seldist geisladiskurinn upp á augabragđi og er ófáanlegur í dag. Eftirspurn eftir hljómsveitinni varđ einnig meiri en viđ höfđum átt ađ venjast.

Eins tókum viđ á ţessari hljómplötu í fyrsta skipti upp á ţví ađ útsetja og flytja lag sem var ekki eftir okkur sjálfa. Lag sem átti eftir ađ reynast óhemju vinsćlt og verđa ađ ákveđnu leyti vörumerki hljómsveitarinnar. 

Ađdragandi ţess var sá, ađ Guđmundur Ţórarinsson, betur ţekktur sem Mummi í Mótorsmiđjunni, var ađ vinna ađ gerđ stuttmyndar međ Rósu Ingólfs í ađalhlutverki og fór ţess á leit viđ okkur ađ flytja titillag myndarinnar, Vorkvöld í Reykjavík og setja ţađ í okkar búning. Gamla útgáfa Ragga Bjarna var flutt í upphafi myndarinnar og okkar útgáfa á laginu í lok myndarinnar. Ţetta var skemmtilegt ćvintýri. Annađ lag á plötunni eftir Bigga, Andvökunćtur, gerđi ţađ einnig gott og naut alltaf vinsćlda á tónleikum okkar.

Platan eins og ţćr fyrri fékk mjög góđa dóma og mér til mikillar ánćgju kaus Morgunblađiđ ţetta eitt af flottustu plötualbúmum ţess árs. Hugmynd mín á bakviđ ţađ, var ađ búa til einskonar línurit t.d. um vinsćldir útvarpsstöđva eins og nafn plötunnar vitnar m.a. til. Úr línuritinu útbjó ég ýkta prófíl mynd af okkur félögunum ţrem.

 

Hér kemur plötudómur Mbl (Andrésar Magnússonar)

Fimmtudaginn 10. janúar, 1991 - Tónlist

Ljósvakagildran

Hljómplötur Andrés Magnússon


Ljósvakagildran Hljómplötur Andrés Magnússon Gagnrýnandi hefur aldrei skiliđ hvers vegna Gildran hefur ekki "meikađ ţađ" á öldum ljósvakans. Og reyndar botna hljómsveitarmeđlimir hennar ekki í ţví sjálfir. Ţađan er nafn nýjustu plötu Gildrunnar, Ljósvakaleysingjarnir, fengiđ.

Gildran á sér tryggan ađdáenda hóp og miđađ viđ ađsókn ađ tónleikum ţeirra ţarf hljómsveitin ekki ađ kvarta. Gildran hefur ekki hikađ viđ ađ leika hressilegt rokk og ról fram ađ ţessu, og bregst ekki nú frekar en endranćr. Samt sem áđur hefur melódían alltaf ráđiđ ferđinni og er í heiđurssćti hér.

Ţađ er beinlínis ţakkarvert hvađ Gildran hefur ţraukađ ţrátt fyrir afskiptaleysi ýmissa útvarpsstöđva. Hljómsveitin lćtur dćgurflugna höfđingja ekki stjórna sér og fyrir vikiđ er meiri breidd í íslensku poppi en ella. Án slíkra hljómsveita kćmi ekkert út ţessi jól nema Rokklingarnir og Sléttuvarúlfarnir.

Gildran er skipuđ ţeim Birgi Haraldssyni, söngvara og gítarleikara, Karli Tómassyni, trumbuleikara, og Ţórhalli Árnasyni, bassaleikara. Sér til fulltingis hafa ţeir gítarleikarann Guđlaug Falk.

Birgir hefur gríđarlega kraftmikla og sérstćđa rödd, sem hann beitir óspart. Mér finnst Karl reyndar ekki njóta sín jafnvel á plötunni og gerist á tónleikum, hann virđist halda aftur af sér og lćtur nćgja ađ vera á ţungum skriđi. Ţórhallur er sérkapítuli, en ađ mínu viti er hann einn smekklegasti bassaleikari landsins. Hann sýnir margvísleg tilţrif á bassann, en fellir ţau svo ađ lögunum ađ engin misfella verđur á. Ţađ getur hver sem er ţjösnast á bassanum og leikiđ hrađar runur, en ţetta er vandi.

Guđlaugur Falk er Gildrunni góđ ur liđsauki. Hann er mjög lunkinn gítarleikari og gefur hljómsveitinni mjög góđa fyllingu, sem hana hefur stundum skort. Flestir taka vafa laust eftir gítarsólóum hans, sem vissulega eru meiriháttar (taka miđ af ekki minni foringjum en Eddie Van Halen og Stevie Vai), en mér finnst undirleikurinn jafnvel enn meiri snilld. Í lagi eins og Stundum gćđir hann ţađ nýju lífi međ "undir spils-riffi".

Ljósvakasnúđar hafa enga afsökun fyrir ţví ađ leika ţessa plötu Gildrunnar ekki. Á henni er sandur af góđum lögum, sem vel falla ađ útvarpi. Sem dćmi má nefna Mín eina von, Stundum, Andvökunćtur og blúsinn Játning. Vilji menn frekar hugljúfar ballöđur eru ţarna lög eins og Ţađ sem var og Tregi, sem er alveg stórfallegt.

Satt best ađ segja er hiđ eina sem finna má ađ Ljósvakaleysingjunum ađ ţar er ekki ađ finna yfirburđa lagsmíđ á borđ viđ Mćrina, sem kom út á Hugarfóstri. Ţó má segja ađ Tregi sé af svipuđu kalíberi. Á ţessari plötu er ţađ hins vegar hressilegt rokk, sem er í ađalhlut verki, svo um ţađ er ekki ađ fást. Ţá ber ađ geta sérlega vel hannađs umslags, sem er međ ţví betra um ţessi jól. Ţessi plata fćr fjórar stjörnur af fimm mögulegum.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

ert ţú ţessi í miđiđ?

Flott saga, albúm... hvar er lagiđ?

Jóna Á. Gísladóttir, 4.8.2008 kl. 22:00

2 Smámynd: Karl Tómasson

Ég er ţessi lengst til vinstri Jóna mín. Alltaf lengst til vinstri, ha, ha, ha!!!

Lagiđ Andvökunćtur er í spilaranum hjá mér, Vorkvöldinu ţarf ég endilega einnig ađ koma ţangađ.

Bestu kveđjur frá Kalla Tomm úr Mosó.

Karl Tómasson, 4.8.2008 kl. 22:51

3 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Ekki finnst mér ţú nú svona nefhvassur..  

og já, settu lagiđ endilega í spilarann.

Jóna Á. Gísladóttir, 4.8.2008 kl. 22:54

4 Smámynd: Kristján Kristjánsson

Gulli er flottur gítarleikari og synd ađ ţessi plata skuli ekki vera fáanleg. Ţađ er kominn tími á endurútgáfu á ţessum gripum. Engin spurning!

Kristján Kristjánsson, 5.8.2008 kl. 00:30

5 identicon

Sammála, kominn tími til ađ endurútgefa allt međ Gildrunni + aukaefni í góđum kassa !

Steinn Skaptason (IP-tala skráđ) 5.8.2008 kl. 02:10

6 Smámynd: Jón Svavarsson

Gildran er góđ, en bara innlitskvittun, kćr kveđja Jón

Jón Svavarsson, 6.8.2008 kl. 11:59

7 identicon

Ţađ rifjađist upp fyrir mér ađ sumariđ 1990 eđa 1991 var ég staddur í nokkura fallega daga í sumarbústađnum RJÓĐRI í Mosfellssveit, starfs míns vegna. Ţegar ég fletti í og skođađi gestabókina ađ ţá komst ég ađ ţví ađ hljómsveitin Gildran hafđi haft ţar vetursetu í nokkura vetur og unniđ ţar ađ efni sem var á tveimur fyrstu hljómplötum hljómsveitarinnar "Huldumenn" frá 1987 og "Hugarfóstur" frá 1988. Ţegar í bćinn kom ađ ţá keypti ég mér ţessar báđar hljómplötur og líkađi vel, ţegar mađur rýndi í textanna á ţeim báđum, sérstaklega á ţeirri fyrri og eitthvađ á ţeirri seinni, ađ ţá skynjađi ég sterk áhrif frá umhverfinu í textum hljómsveitarinnar, allt fínir textar, allt nokkuđ góđ lög og hljómsveitin góđ. Ţannig hef ég alltaf tengt Gildruna viđ RJÓĐUR í Mosfellssveit og umhverfiđ ţar. Reyndar sá ég forvera Gildrunnar, hljómsveitina Pass í Tónabć áriđ 1982 í góđu stuđi, mikiđ vatn hafđi runniđ til sjávar ţegar ég sá ţetta band aftur nokkurum árum síđar sem eđalhljómsveitin Gildran. 

P.S - ég á vel međ fariđ aukaeintak af vínilhljómplötunni "Hugarfóstur" međ Gildrunni í skiptum fyrir ađrar Gildruhljómplötur í vonandi ţokkalegu standi, ef einhver hefur áhuga. Tildćmis "Huldumenn" eđa "Prjónabandsplötuna" sem mig minnir ađ hafi heitiđ einfaldlega "Gildran", eru vel ţegnar. 

Steinn Skaptason (IP-tala skráđ) 6.8.2008 kl. 20:49

8 Smámynd: HP Foss

Ţú ţarft ađ laga höfundarmyndina. ţađ varđ bilun um daginn á Blog.is og sennilega er ţar komin skýringin á litla bróđur Tarzans á höfundarmyndinni hjá ţér.

venlig hilsen
HP Fors

HP Foss, 7.8.2008 kl. 10:21

9 Smámynd: Hulda Bergrós Stefánsdóttir

Gleđifréttir rafvirkinn er búin ađ fá allar vinylplötur Gildrunnar í hús, sonur okkar á svo einstaka tengdaforeldra

Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 7.8.2008 kl. 12:27

10 Smámynd: Kjartan Pálmarsson

Gildran fékk 4.mín og 37.sek á Voice FM 98,7 á Akureyri s.l. Sunnudag, einhvertíma milli kl.18 og 20.

Kjartan Pálmarsson, 7.8.2008 kl. 22:39

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband