Svo kom saumaða albúmið

Gildran 1 (2)

Kalli og Pétur Kr 10

 

Eftir útgáfu okkar á Huldumönnum og Hugarfóstri gáfum við út plötu árið 1989 sem við kölluðum einfaldlega Gildran. Oftast gekk hún undir nafninu saumaða albúmið eða bróderaða eins og vinur okkar og félagi, Pétur heitinn Kristjánsson kaus að kalla hana. Hún var hljóðrituð eins og hinar fyrri tvær í Stúdíó Stemmu. 

Þetta var hljómplata sem innihélt safn laga allt frá upphafi samstarfs okkar árið 1979. Hún kom eingöngu út á vínil og var gefin út í 1500 eintökum. Hún er með öllu ófáanleg í dag og má því í raun segja safngripur eins og Huldumenn og Hugarfóstur.

Þegar hér var komið við sögu fengum við nokkra gesti til að leika með okkur inn á plötuna, meðal þeirra var gítarleikarinn frábæri, Sigurgeir Sigmundsson. Tæpum þremur árum síðar gekk hann til liðs við okkur og var hans fyrsta verkefni að leika inn á hljómplötuna Út sem var hljóðrituð árið 1992. Með Sigurgeiri kom einnig Billi Start sem hefur einnig frá þeirri tíð verið náinn samstarfsmaður okkar og vinur.

Pétri Kristjáns var ávallt hugleikin sú hugmynd hljómsveitarinnar að láta sauma albúmið og aldrei hittumst við öðru vísi en hann þyrfti að gera grín af þessu "hörmungar" albúmi að hans sögn. Ég held nú, að samt hafi honum innst inni þótt gaman að uppátækinu. Það gat oft reynst lagermönnum Skífunnar, sem var deyfingaraðili plötunnar, þrautin þyngri að kippa nokkrum plötum upp úr kössunum því spottarnir áttu það til að flækjast hver í öðrum.

Á neðri myndinni má sjá mig og Pétur með bróderaða albúmið góða og í bakgrunni Eirík Hauksson á góðri stund.    


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Það er eitthvað nördalegt við bróderaðað albúm...

Gunnar Helgi Eysteinsson, 3.8.2008 kl. 22:13

2 Smámynd: steinimagg

Snilldar hönnun.

steinimagg, 5.8.2008 kl. 21:20

3 Smámynd: Guðmundur St. Valdimarsson

Man ekki betur en það væri mynd af mér aftan á henni frábær hönnun

Guðmundur St. Valdimarsson, 6.8.2008 kl. 19:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband