Blogg snobb!!!

Hrokinn, snobbið og yfirlætið birtist í ýmsum myndum. Sumir hafa svo mikið og merkilegt til málanna að leggja að þeir geta ekki verið á meðal "almúgans" Þeirra innsperasjón er svo mikil og göfug.

Þeir velja og hafna bloggvinum eftir því sem þeir telja síðu sinni og sér til framdráttar.

Þessi er ekki í þeim hópi og hún eða hann fær ekki að vera bloggvinur minn. Þessi fær ekki að vera memm.

Já, mannskepnan á mikið eftir ólært.

Hafið það öll sem best. Kalli Tomm. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gæti ekki verið meira sammála!!!

Bestu kveðjur úr sveitinni

Sigurjón (IP-tala skráð) 23.6.2007 kl. 17:23

2 Smámynd: HP Foss

já, satt er það, bloggið er svolítið líkt brennivíninu, sýnir innra hjartalag mann á sinn hátt, ásamt því að geta valdið fíkn.

Sumir menn telja sig merkilegri menn en flesta í kringum sig, þeir berja sér á brjóst hvar og hvenær sem þeir geta, bloggið er þar ekki undantekning. telja sína skoðun réttu skoðunina, skoðun hinna ranga. Það er auðvelt að vingast við "snobb bloggara", það er gert með því að vera alltaf sammála þeim. En er það í raun það sem við viljum.

Sækjast sér um líkir og eins og allir vita, þá gusa þeir mest sem grynnst vaða  

HP Foss, 23.6.2007 kl. 17:28

3 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

æææ  Ekki gott.

Jóna Á. Gísladóttir, 23.6.2007 kl. 19:21

4 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Kalli það sem ég meina er bara: ææ leiðinlegt ef fólk er að upplifa þetta svona. Sjálf hef ég ekki orðið vör við neitt. Kannski er það vegna þess að ég er hér bara upp á djókið, bið fólk sjaldnast um að gerast bloggvinir mínir því ég les í sannleika sagt sjaldnast meira en bara bloggvini mina. Og stundum bloggvini bloggvina  En ég verð voðalega glöð þegar er biðlað til mín. Ég er ekkert inn í stjórnmálaumræðunni en tek stundum þátt í umræðu um málefni líðandi stundar Er verið að hafna fólki sem óskar eftir að gerast bloggvinir einhvers?

Jóna Á. Gísladóttir, 23.6.2007 kl. 21:24

5 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ertu ekki að djóka?  Ég hef aldrei orðið svo fræg að hafna bloggvini en ég hef sögu um að henda reglulega út þeim sem aldrei hafa gefið sig til kynna.  Það sem mér finnst leiðinlegast á blogginu eru "prédikararnir" sem hafa athugasemdakerfið lokað.  Eru enganveginn tilbúnir til samskipta við aðra í bloggheimum. Þá les ég bara einu sinni.

Villtu vera bloggvinur minn?

Jenný Anna Baldursdóttir, 23.6.2007 kl. 22:40

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þú hefur væntanlega heyrt máltækið "hátt hreykir heimskur sér" minn kæri.  Það á örugglega við um þá sem þannig haga sér.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.6.2007 kl. 22:49

7 identicon

Ég er á sama máli.

Þvílíkt snobb og mont.

Sigrún.

Lína (IP-tala skráð) 23.6.2007 kl. 23:26

8 Smámynd: halkatla

sammála - snobbbloggarar hafa reyndar aldrei farið á fjörurnar við mig, þeir telja það ábyggilega draga úr æru sinni og fínerísheitum.

Bloggvinir mínir eru sko bestir Eyþór Arnalds er t.d sá eini sem tengist stjórnmálum sem hefur þorað að bendla sig við mig, kannski var það hugsunarleysi en ég kann að meta það og hef ekki sagt ljótt orð um hann síðan hann fékk þessa snilldarhugmynd. Enda er maðurinn bara flottur.

halkatla, 24.6.2007 kl. 00:23

9 Smámynd: halkatla

ég var sko vinsæll bloggari á tímabili og þá rigndi yfir mann vinaboðum, en ákveðinn hópur var greinilega of fínn fyrir mig, hehehe, segi svona. Er enn bitur, smá spaug.

halkatla, 24.6.2007 kl. 00:24

10 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sammála Kalli. he he...

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 24.6.2007 kl. 01:26

11 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

ég hef aldrei upplifað þetta, en allir eru velkomir til mín sem bloggvinir !!!

Ljós til þín og ykkar

steina 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 24.6.2007 kl. 10:22

12 Smámynd: Rúna Guðfinnsdóttir

Sæll Kalli. 

Ég er sammála Jónu, ég reyni  að vera dugleg að lesa blogg minna bloggvina, en ég hef aldrei hafnað vini . Einstöku sinnum kíki ég á vinablogg bloggvina. En snobbið er allsstaðar, því er ekki að neita. Ég hef fundið fyrir því, en ég held samt ótrauð áfram og læt ekki einhverja hérastubba og snobbhænsn stoppa mig....og hana nú

Rúna Guðfinnsdóttir, 24.6.2007 kl. 12:08

13 Smámynd: Ragnar L Benediktsson

Það er áræðanlega til "blogg-elíta" sem ekki er gefin fyrir utanaðkomandi. Sennilegast verður úr þessu "blogg-samfélag" eða svoleiðis. Til dæmis eins og skulda-samfélag, gjaldþrota-akademía og launa-samfélag eða þannig sko.

Ragnar L Benediktsson, 24.6.2007 kl. 12:15

14 identicon

Ég hef hafnað nokkrum - þó bara þeim sem hafa úthúðað mér persónulega á heimasíðum sínum. Mér finnst einkennilegt að fólki skuli detta í hug að slá mig á annan vangann og strjúka hinn...

Sóley Tómasdóttir (IP-tala skráð) 24.6.2007 kl. 15:50

15 identicon

Mig langar að hafa smáformála að kommenti um snobb og hroka í bloggheimum (sem ég held reyndar að geti tengst ákveðinni sjálfhverfu).

Mér finnst bloggið hafa marga kosti. Í fyrsta lagi nær maður að þreifa dálátið á þjóðarpúlsinum því að það koma svo mörg ólík sjónarhorn fram t.d. í kringum fréttir sem tengt er við. Skoðanaskiptin sem myndast svo í kommentakerfinu geta orðið alveg einstaklega skemmtileg og hressandi, svo fremi sem fólk missir sig ekki út í rætni og niðrandi ummæli. Ég hreinlega þoli ekki þá deild og forðast samneyti við bloggara sem stunda það. Sem betur fer eru þeir fáir og langoftast koma rætnu og dónalegu kommentin frá fólki sem ekki bloggar hér á moggablogginu. 

Svo finnst mér líka bæði skemmtilegt og gefandi að fá innsýn inn í daglegt líf bloggvina minna og vinkvenna og finnst mjög oft að ég verði betri manneskja eftir margan lesturinn. Á sama hætt reyni ég að setja inn í mitt blogg eitthvað sem mér dettur í hug að aðrir hafi annaðhvort gaman af að lesa eða finni einhver fróðleik í.

Þegar einhver biður um að vera bloggvinur minn tékka ég stundum á viðkomandi og þá eingöngu til að skoða hvort þar eru færslur af einhverri öfgasort, t.d. rasismi, klám, niðrandi orð um annað fólk og svo framvegis, svo er ég líka tortryggin gagnvart nafnlausum, andlitslausum bloggurum . Að öðru leyti fagna ég nýjum vinum og vinkonum í bloggheimum.

Þegar ég byrjaði að lesa færsluna þína um snobbaða bloggara þá komu fyrst upp í hugann bloggarar sem fara mikinn á eigin bloggi en kommenta aldrei hjá öðrum. Kannski er það af því að ég er frekar félagslynd manneskja og það fólk sem kommentar aldrei hjá öðrum virkar á mig svolítið sjálfhvert. Mér finnst þetta kommentakerfi einhvern veginn vera svo stór partur af prógramminu. Ég vil endilega láta bloggvini mína og vinkonur vita hvað kom upp í kollinn á mér þegar ég las bloggið þeirra. Mér sjálfri finnst ég heldur ekki vera þátttakandi í neinu bloggSAMfélagi nema ég bregðist líka við færslum annarra, og svo yrði blogglífið líka svo voðalega leiðinlegt ef það færi að snúast um ég-ummig-frámér-tilmín.

Fyrirgefðu hvað þetta er langt komment en mig langaði bara að koma þessu sjónarmiði að. Takk fyrir bloggvinskap

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 24.6.2007 kl. 16:04

16 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Anno... fíla þig.

Jóna Á. Gísladóttir, 24.6.2007 kl. 19:04

17 Smámynd: Herdís Sigurjónsdóttir

Já Kalli minn, var að koma heim úr útilegu og það var Voða Gaman.  Ég hef aldrei hafnað bloggvini eða verið hafnað ef út í það er farið og nýt þess að taka þátt í þessu samfélagi hér á moggablogginu, verður ekki snobbið annars bara á nýja netmiðlinum?

Herdís Sigurjónsdóttir, 24.6.2007 kl. 20:01

18 Smámynd: Jens Guð

  Ég vissi ekki að svona mórall væri í gangi á þessum vettvangi.  En á tímabili lenti ég í því að geta ekki samþykkt bloggvini.  Dögum og vikum saman kom ýmist upp "error" eða ranglega að ég væri þegar búinn að samþykkja viðkomandi sem bloggvin.  

  Mér þótti þetta leiðinlegt vegna þess að þetta virkaði eins og ég væri tregur til að samþykkja bloggvininn.  Guðfríður Lilja vakti athygli á sama vandamáli á sinni síðu.

  Ásthildur Cesil kenndi mér þá ráð sem er að banka uppá til baka hjá þeim sem hefur bankað uppá hjá mér.  Við það hrekkur allt í gang.   

Jens Guð, 25.6.2007 kl. 09:22

19 Smámynd: Karl Tómasson

Kæru vinir takk fyrir allar heimsóknirnar.

Hjá mér snérist þessi færsla ekki fyrst og síðast um blogg vináttu, heldur miklu frekar um að geta verið meðal "almúgans"

Kær kveðja frá Kalla Tomm

Karl Tómasson, 26.6.2007 kl. 01:59

20 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég er tam prótótýpan af almúga

Jenný Anna Baldursdóttir, 26.6.2007 kl. 13:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband