Fóbían

hákarlHvernig ætli standi á því að fólk fái heiftarlega fóbíu fyrir öllu mögulegu? Oft er þetta svo slæmt að sækja þarf námskeið til að vinna bug á ástandinu. Maður fær svo sem botn í það að manneskja sem býr í Ástralíu geti verið nervös við loðnar köngulær. Það er hins vegar verra að átta sig á því að manneskja sem býr á Íslandi óttist ekkert meira en krókódíla eða eiturslöngur. Ég er t.d. svo illa haldinn af fóbíu gagnvart hákörlum að þegar ég fór í fyrsta skipti á sólarströnd fyrir fimm árum óð ég ekki dýpra í flæðarmálinu en upp að hnjám. Getur einhver bent mér á hvort það eru haldin námskeið á Íslandi gegn hákarlafóbíu, ég er nefnilega að spá í að fara aftur á Benidorm í sumar. Flugleiðir, sem flytja ógrynni af ferðamönnum á sólarstrandir eru oft með námskeið fyrir þá sem eru með flugfóbíu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Kalli minn, það eru öngvir mannætuhákarlar við Spán. Aukinheldur, þótt þú værir staddur við Ástralíustrendur syndandi sæll og glaður, væru ekkert svo miklar líkur á að stór og hvítur hákarl myndi éta þig. Miklu líklegra að þú lendir þar í marglyttum, en það er gríðarlega langvinnt og sársaukafullt dauðastríð sem gefur sinnepsgasi ekkert eftir nema síður sé. Þá myndirðu grátbiðja Guð um hákarl.

Best er að vera ekkert að þvælast þetta til útlanda, ferðast bara innanlands og skoða þær náttúruperlur sem land vort hefur upp á að bjóða, Mosó, Akureyri og Kárahnjúkastífluna.

Ingvar Valgeirsson, 9.4.2007 kl. 15:39

2 Smámynd: Herdís Sigurjónsdóttir

Elsku Kalli minn.....er enginn spennufíkn í þér karlinn minn .... bara láta vaða og vaða, ekki spurning.

Ég má til með að skella einni hákarlasögu á bloggið mitt sem ég fann í grúski mínu á Siglufirði, þá sérðu hvað ég er í raun illa innrætt ...

Herdís Sigurjónsdóttir, 9.4.2007 kl. 17:21

3 Smámynd: Karl Tómasson

Anna takk fyrir að reyna að hughreysta mig með að hákarlarnir séu meinlausir og dauðastríðið taki fljótt af.

Ingvar takk fyrir að reyna að hughreysta mig og bæta annarri tegund úr sjónum við einhverjum hræðilegum marglyttum.

Herdís mín ég þakka þér líka fyrir þessa fallegu mynd sem þú ert búinn að setja á bloggið þitt.

Kæru vinir, ég er allur annar.

Bestu kveðjur frá Kalla Tomm.

Karl Tómasson, 9.4.2007 kl. 23:00

4 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Það var ekkert að þakka, ég lifi til að gjöra aðra ánægða...

Ingvar Valgeirsson, 10.4.2007 kl. 00:08

5 identicon

Ég vil nú ekki vera kvikindislegur Kalli minn en ég  las einhversstaðar að flestar árásir hákarla á fólk væri einmitt í 30-90 cm. hæð.Hvað svo sem er þar satt en ég er líka haldin svipaðri fóbíu gagnvart hákörlum og sólbruna þá er sennilega best að halda sig bara sem næst barnum..

Högni Snær Hauksson

Högni Snær Hauksson (IP-tala skráð) 11.4.2007 kl. 20:53

6 Smámynd: Karl Tómasson

Sæll Högni minn og gaman að fá þig í heimsókn. Það er ekki að spyrja að þér, loks fékk ég gott ráð. Við förum saman á barinn.

Kær kveðja frá Kalla Tomm.

Karl Tómasson, 11.4.2007 kl. 21:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband