Svakalega sé ég eftir þessum bíl

Um dagana hef ég átt ótal bíla, enda forfallinn bíladellukall. Marga þeirra sé ég oft eftir að hafa látið frá mér fara, þó engum meir en þeim sem sést hér á myndbandinu.

Þetta var fagurblár Saab Sonnet árgerð 1973 sem var eins og nýr að innan sem utan. Ég eignaðist hann árið 1988. Aðeins fáir bílar voru framleiddir af þessari tegund frá Saab og ég held að þetta hafi verið sá eini sem var til á Íslandi.

Ég vann á þessum árum sem bílasali og ég gleymi aldrei þegar eldri maður kom til mín á bílasöluna, þá þekktur bílamaður og spurði mig hver ætti þennan bíl. Ég sagði honum að ég ætti hann og hann spurði mig hvort hann væri til sölu. Ég sagði svo ekki vera. Þegar hann kvaddi mig sagði hann, láttu þennan bíl aldrei frá þér fara.

Viti menn, hvað gerði ég???? Ég fór ekki að ráðum þess gamla.

Nokkrum árum síðar seldi ég hann og kaupandinn seldi hann skömmu síðar eitthvert erlendis. Ég var ungur þá og vantaði aura enda að kaupa íbúð, ekki það að ég hafi fengið fyrir hann eitthvað að ráði, samt eitthvað sem munaði um.

http://www.youtube.com/watch?v=9v_Aa2Nyz-U


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Svona bíl hef ég aldrei séð,og ég bíladellukallinn. Úff skil þig vel að sjá eftir þessum SAAB enda glæsikerra að sjá fallegt boddý á þessum bíl.Þú þarft að grafa upp um örlög bílsins þíns gamla.Fynna mynd af honum,einhver safnarinn hlýtur að eiga hann í dag.

Númi (IP-tala skráð) 22.8.2013 kl. 00:14

2 Smámynd: Karl Tómasson

Sæll Númi.

Ég á margar myndir af mínum gamla bíl sem ég þarf endilega að birta sem fyrst. Þær eru allar á pappír, mig vantar skanna til að koma þeim í tölvuna mína. Það mun ég gera fljótlega.

Bestu kveðjur frá Kalla Tomm úr Mosó. 

Karl Tómasson, 22.8.2013 kl. 00:25

3 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Þetta er mikill undra bíll.

Fann nýlega mynd af einum: http://www.flickr.com/photos/asgeirstefan/7694168324/

M 3066.

Ásgrímur Hartmannsson, 22.8.2013 kl. 03:55

4 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Ítalskur með bresku ívafi. Saab Sonnet III var hannaður af Sergio Coggiola. Vélin var bresk Ford vél, V4.

Sonnet I var framleiddur seint á sjötta áratugnum og einungis um stuttan tíma. Hlé var gert á framleiðslu þessara bíla og hófst hún ekki aftur fyrr en á sjöunda áratugnum. Þá undir nafninu Sonnet II. Ef ég man rétt voru báðar þessartypur með tvígengisvel frá Saab.

Í byrjun áttunda áratugarins var síðan leitað til Coggiola um nýja hönnun og fæddist þá Sonnet III og fengin vél frá Ford í hann.

Það var svo um miðjan áttunda ártuginn sem þessari framleiðslu var hætt hjá Saab og má segja að olíukreppan hafi gengið að Sonnet III dauðum, eins og svo mörgum öðrum flottum bílum.

Gunnar Heiðarsson, 22.8.2013 kl. 14:02

5 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Good bye SAAB.

Halldór Egill Guðnason, 28.8.2013 kl. 03:26

6 identicon

Ó hve fagur hann var.......Ljósblá sanseraður með brúnum leðursætum.....v4. vél og flugvélamælum.....æðislegur veiðibíll....bara smá hávær inni í... Þú verður að fáann.....kv. fyrrverandi eigandi..... á eftir þér.....

Blái Saabinn okkar........................ (IP-tala skráð) 30.8.2013 kl. 22:44

7 identicon

SORRY.....ATH.......

SAAB.......skilaboð einnig á ......A Hunda-BLOGGINU....

Óska saabinn (IP-tala skráð) 30.8.2013 kl. 22:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband