Á Uppsölum

Birna hjá Gísla

Mörgum Íslendingum eru minnisstæðir þættir Ómars Ragnarssonar, Stiklur, sem voru sýndir í sjónvarpinu á árunum 1977 - 2005. Þessir þættir Ómars voru hreint stórkostlegir og þá bar vafalítið einna hæst heimsókn hans til Gísla á Uppsölum. Landsmenn sátu flestir agndofa yfir viðtali Ómars við einbúann og þeim lífsháttum sem hann bjó við.

Ég var einn af þeim sem sat agndofa og hafði þetta viðtal Ómars mikil áhrif á mig. Ég ákvað það þegar ég sá þetta viðtal að heimsækja Selárdal og sjá heimaslóðir Gísla við gott tækifæri.

Af því varð nú um síðastliðna helgi þegar við Lína og Birna heimsóttum Hallstein frænda og Siggu í sumarhús þeirra á Ísafirði.

Við fórum ógleymanlega dagsferð í Selárdal og sáum m.a. stórkostleg listaverk Samúels og að sjálfsögðu heimahaga Gísla á Uppsölum, kíktum inn í fjárhúsin hans og gamla húsið.

Myndin af Birnu er tekin fyrir utan hús Gísla á Uppsölum. 

Gísli 1010


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband