Stórval aldar minning

Stórval 10Herðubreið ÁsgrímurHerðubreið JónHerðubreið Sveinn

 

Herðubreið er heillandi og þeir eru margir listamennirnir sem hafa glímt við fjallið með pensli sínum. Aðeins tveir listamenn gerðu fjallið að sínu aðal viðfangsefni, það voru feðgarnir, Jón Stefánsson og Stefán Jónsson frá Möðrudal. Stefán Jónsson, Stórval eins og hann kaus að kalla sig hin síðari ár tók að mála á gamals aldri. Stefán lék einnig á harmonikku og var mikill áhugamaður um söng. Herðubreið setur sterkan svip á sjóndeildarhring Möðrudalsöræfa, æskuslóðir Stefáns. Í dag verður opnuð yfirlitssýning á verkum Stefáns í gallerí Turpentine í tilefni aldarafmælis hans.

Þess er ekki langt að býða að haldin verði sýning á verkum listamanns sem hefur gert Foss á Síðu að sínu aðal viðfangsefni. Nánar um það síðar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Ég er hræðilegur en hvað er Stefán V. Jónsson gamall?

Gunnar Helgi Eysteinsson, 18.5.2008 kl. 13:55

2 identicon

Karl, þetta eru skemmtilegar myndir.  Ég man eftir Jóni í Möðrudal frá því ég var strákur austur á landi.  Jón A. Stefánsson bóndi í Möðrudal gerði altaristöfluna í kirkjunni í Möðrudal, en ég tel að það hafi hins vegar verið nafni hans Jón Stefánsson, listmálari, hafi málaði þessa fallegu mynd með lómum í forgrunni, en fjallið þar er ekki endilega Herðubreið.  Sá maður var fæddur á Sauðárkróki árið 1881, en Jón í Möðrudal, faðir Stórvals, var fæddur árið 1880.  Ég tel að mér sé óhætt að segja að Jón í Möðrudal hafi verið sjálfmenntaður í listinni og að hægt sé að flokka hann undir naívista.  Jón bóndi var talinn mætur maður fyrir austan og á marga afkomendur, m.a. Venna sem nú er bóndi í Möðrudal. 

Ragnar Pálsson (IP-tala skráð) 18.5.2008 kl. 15:53

3 identicon

Eru lómarnir ekki fyrir framan Arnarfell við Þingvallavatn?

Linda Björk Ólafsdóttir. Kjalarnesi (IP-tala skráð) 18.5.2008 kl. 18:53

4 identicon

Nei, nei hvaða bull var þetta i mér - myndin er frá Þjórsá og liklega er Búrfell fyrirmyndin þó erfitt sé að segja með vissu. Afsakið þennan ruglingþ

Linda Björk Ólafsdóttir. Kjalarnesi (IP-tala skráð) 18.5.2008 kl. 19:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband