Það er gott og gaman að búa í Mosó

 

 

Mosó

 

http://www.visir.is/mikill-uppgangur-i-mosfellsbae/article/2013131009434?fb_action_ids=10201547907553366&fb_action_types=og.likes&fb_ref=under&fb_source=other_multiline


Um tvöhundruð nýir íbúar munu flytja inn í nýtt hverfi í Mosfellsbænum á næstu vikum en mikil sala er á nýju húsnæði í sveitarfélaginu.

Ný íbúðarhverfi í Mosfellsbæ eins og í Hellafellslandi og í Leirvogstungu eru vinsæl en þar eru 40 fjölskyldur að flytja í hverfið á næstu vikum.

Þá er verið að byggja nýjan framhaldsskóla fyrir um það bil 600 nemendur auk þess sem unnið er að byggingu á nýju íþróttahúsi á Varmá og nýr leikskóli verður opnaður í næstu viku.

Bæjarstjóri Mosfellsbæjar, Haraldur Sverrisson segir mikinn uppgang í bænum og heilmikið að gera.

„Við gerum ráð fyrir um 400 nýjum íbúðum í Leirvogstunguhverfinu fyrir um það bil 1200 íbúa þegar framkvæmdum líkur hér,“ segir Haraldur.

Um ástæður þess hve bærinn er vinsæll segir Haraldur að lóðaverð sé með því ódýrara sem gerist á höfuðborgarsvæðinu, um sex til átta milljónir á einbýlishúsalóð.

„Það er mikil eftirspurn eftir húsnæði í bænum og Það er mjög ánægjulegt að þessi uppbygging sé í gangi vegna þess að það er skortur á íbúðarhúsnæði í Mosfellsbæ eins og staðan er í dag.Það er gaman að vera bæjarstjóri í Mosfellsbæ, sérstaklega þegar svona mikið eru um að vera,“ segir Haraldur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd:  Úrsúla Jünemann

Þetta hljómar allt mjög jákvætt. En mér sýnist að það gleymist að með fleiri íbúum koma fleiri börn. Skólarnir okkar eru fyrir löngu sprungnir og orðnir allt of stórar einingar , með allt of mörgum neyðarlausnum. Allt skipulagið verður óþarflega erfitt og tekur allt of mikla orku frá starfsfólkinu. Hvenær mun nýr grunnskóli risa í Mosfellsbæ?

Úrsúla Jünemann, 10.10.2013 kl. 14:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband