Dieter Roth

Dieter 4

Þegar ég var nemi í bókbandi, fyrir brátt 30 árum síðan skall á verkfall bókagerðamanna og öll vinna lagðist þá að sjálfsögðu niður hjá bókagerðarmönnum. Um þetta leiti var nýkomið í hús til okkar á bókbandsvinnustofunni Arnarfelli spennandi verkefni fyrir listamanninn Dieter Roth. Til stóð að binda inn fyrir hann bók sem gefa átti út í aðeins nokkurhundruð eintökum og Dieter var mikið í mun að fá á tilsettum tíma m.a. vegna væntanlegrar sýningar á Íslandi á verkum hans.

Dieter

Nú voru góð ráð dýr, öll starfsemi lagðist niður vegna verkfallsins og allt stefndi í að bók Dieters gæti ekki komið út, honum til mikila vonbryggða. Einn möguleiki var þó í stöðunni og það var að láta nemann í bókbandinu taka að sér verkið. Þannig var það nefnilega að nemar máttu lögum samkvæmt vinna í verkfallinu. Þetta var mikil áskorun fyrir mig og ég man alltaf og mun aldrei gleyma þegar ég vann þetta verkefni fyrir Dieter.

Dieter 1

Hann var með mér öllum stundum á bókbandsverkstæðinu og fylgdist vel með mér á meðan ég vann þetta fyrir hann.

Dieter var sérlega skemmtilegur, góður en óvenjulegur maður í minningunni, hann gerði þetta allt eins auðvelt fyrir mig og hugsast gat.

Dieter færði mér að gjöf sérstaklega áritað eintak af þessari mögnuðu bók sem ég held mikið uppá.

Dieter 3

Titill

Bókverkið í listsköpun Dieters Roth. Þrjár sneiðmyndir: konkret-verkin, Mundunculum og A Diary (of the year 1982)

Útdráttur

Í þessari ritgerð er bókverkið skoðað sem miðill í listsköpun Dieters Roth (1930-1957) en hann var fjölhæfur og afkastamikill listamaður, með annan fótinn á Íslandi í um 40 ár.

Dieter vann með flesta þá listmiðla sem þekkjast. Hann lagði meðal annars mikla rækt við bókverkagerð og útgáfu þeirra en á ferli sínum gaf hann út rúmlega 300 bókverk. Í upphafi ritgerðarinnar er fjallað almennt um bókverk sem listmiðil, íslensk bókverk og bókverkaeign Nýlistasafnsins, sem varðveitir stærsta safn íslenskra bókverka. Að því búnu er fjallað um valin bókverk Dieters en þau þykja marka tímamót á ferli hans.

Það eru fyrstu bókverkin sem hann gerir og vann í anda svissnesku konkret-listarinnar, bókin Mundunculum þar sem Dieter býr til nýtt táknkerfi og að lokum sýningarskráin, A Diary (of the year 1982), þar sem hann tekur upp nýjar vinnuaðferðir við framleiðslu bókverka og sýningarskráa. Útlitsleg einkenni verkanna eru dregin fram, ásamt þeim hugmyndum sem liggja þeim að baki og forsaga þeirra skoðuð.

Bókverk Dieters bera vott um listamann sem var tilbúinn að feta ótroðnar slóðir. Ákveðin tilraunastarfssemi er undirliggjandi í bókverkum hans, eins og sjá má af þeim verkum sem hér eru til umfjöllunar. Með konkret-bókverkunum vann Dieter til að mynda með hnífa til að gera valin verk nákvæmari, jafnvel stærðfræðilegri, og í Mundunculum reyndi hann að búa til nýtt tjáningarkerfi. Þegar hann vann svo sýningarskránna A Diary (of the year 1982) fer hann að vinna í anda svokallaðra afrituðu bóka. Með þeim gerði hann tilraunir með annars óhefðbundna prentmiðla þegar hann vann að útgáfu efnis í hans nafni. Framlag Dieters til bókagerðarlistar virðist því hafa verið verulegt og má segja að hann hafi lífgað upp á miðilinn með þrotlausum tilraunum.

Birting
4.5.2009

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

"1930 - 1957" ?  Þarf ekki að laga þetta seinna ártal?

Guðríður Adda Ragnarsdóttir (IP-tala skráð) 30.9.2013 kl. 18:02

2 Smámynd: Karl Tómasson

Sæl Guðríður.

Nú er mér ekki kunnugt um nein ártöl í þessari ritgerð sem ég lét að gamni fylgja hér með.

Hún tengist ekkert verkefninu eða bókinni sem ég skrifa um, ég setti þetta einungis inn með þessari færslu svo hægt væri að fræðast eilítið um Dieter.

Bestu kveðjur. Kalli Tomm.

Karl Tómasson, 30.9.2013 kl. 19:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband