Færsluflokkur: Bloggar

Frábærir Kaleo

Við hlustuðum á fyrstu plötu félaganna í Kaleo í heild sinni nú á dögunum hérna heima á Álafossvegi. Jökull söngvari kom til okkar með plötuna áður en hún var send út í framleiðslu.

Það get ég fullyrt að hér er um sannkallaða meistarafrumraun að ræða. Krafturinn, energíið og spilagleðin fer ekki í eitt augnablik framhjá manni á meðan maður hlustar. 

Þetta var frábær kvöldstund með góðu fólki og sannkölluðum listamönnum.

Innilega til hamingju Kaleo.

 

Hlustað

Gamli Rogerinn minn spilar stórt hlutverk á nýju plötu Kaleo

 

Hlustað 1

Vinirnir, Gummi, Óli og Jökull

 

 

 

http://www.youtube.com/watch?v=iIH0b0ndjoE 


Spilað á trommur

 

petur_3

 

 http://www.youtube.com/watch?v=ZpwISF60EqA

 


Þetta er svo magnað og fallegt

 

Sigur_Ros_692x461

 

http://www.youtube.com/watch?v=x6rcPRt7sjA

 

 

 


Gömlum húsum gert hátt undir höfði

Hér að neðan er grein eftir mig sem byrtist í bæjarblaðinu Mosfellingi í dag.
Fimm glæsilegar stofnanir og mannvirki hafa nú risið og verið teknar í notkun í Mosfellsbæ á undanförnum árum. Krikaskóli, árið 2010, Leirvogstunguskóli árið 2011 og Þjónustumiðstöðin Eirhömrum, Hjúkrunarheimilið Hamrar og leikskólinn Höfðaberg voru vígð nú nýlega.
Ekki líður á löngu þar til tvö önnur mannvirki verða tekin í notkun, það er hinn nýi framhaldsskóli og íþróttasalurinn að Varmá.
Það er mikið gleðiefni fyrir okkur Mosfellinga að tekist hafi að ráðast í þessar stórframkvæmdir á þeim erfiðu tímum sem hafa steðjað að þjóðinni undanfarin ár. Einnig er það það sérstakt fagnaðarefni að á sama tíma hefur verið ráðist í miklar framkvæmdir við tvö stórmerk og sögufræg hús í bæjarfélaginu.
Brúarland og Hlégarður
Öllum er kunnugt um hversu vel tókst til við að gera upp hið einstaklega fallega Brúarlandshús og glæða það lífi á nýjan leik. Leitast var við að koma húsinu í upphaflegt horf og sýna þannig sögu þess virðingu og mikinn sóma um ókomin ár.
Nú standa yfir framkvæmdir við félagsheimilið Hlégarð og hefur verið mikill samhljómur hjá bæjaryfirvöldum um að standa einnig myndarlega að þeirri framkvæmd. Upphaflegt útlit hússins verður látið halda sér og merkri sögu þess því einnig sýndur mikill sómi.
Því miður fækkar gömlu félagsheimilunum um land allt, mörg þeirra eru illa farin og lítið notuð. Þó eru sem betur fer til dæmi um áhuga yfirvalda á að gera upp slík hús og er Félagsgarður í Kjósarhreppi okkar nærtækasta dæmi um það.
Það er notaleg tilhugsun að eiga þess kost að koma inn í gamalt félagsheimili og eiga þar stundir með sveitungum, vinum og ættingjum.
Lætur einhver sér detta í hug að komandi kynslóðum muni t.d ekki finnast mikið til þess koma að sjá litla sæta miðasölubúrið í anddyri Hlégarðs í þeirri mynd sem það er nú og hefur alltaf verið þegar árin líða, eða fyrir hverju ætti það t.d. að víkja? 
Niðurrif gamalla húsa eða kollvörpun á innviðum þeirra eru oft menningarslys. Það ætlum við Mosfellingar ekki að láta okkur henda.
Karl Tómasson, forseti bæjarstjórnar og oddviti VG í Mosfellsbæ.
Brúarland mynd
Brúarland áður en hafist var handa við að gera það upp

Brúarland kennarar

 

Þessa gömlu og skemmtilegu mynd, fékk ég á dögunum, senda frá Birgi D. Sveinssyni. Þarna má sjá gamalt, einvalalið kennara, úr Mosfellssveitinni. Í efri röð frá vinstri: Séra Bjarni Sigurðsson, Lárus Halldórsson, Sigvaldi Sturlaugsson og Birgir D. Sveinsson. Í neðri röð frá vinstri: Tómas Sturlaugsson, Klara Klængsdóttir og Eyjólfur Magnússon.

 

Brúarland bjallan

Það var ógleymanleg stund að fá að hringja skólabjöllunni í Brúarlandi eftir áratuga þögn. Myndin er tekin við vígslu framhaldsskólans.
Hlégarður
Hlégarður fyrir nokkrum árum síðan.
Birgir og Keli
Tónlistarmennirnir og snillingarnir, Þorkell Jóelsson og Birgir D. Sveinsson í miðasölubúrinu sæta sem minnst er á í greininni hér að ofan. Myndina tók ég fyrir um áratug síðan af þeim félögum. 

Alltaf gaman hjá Guðna Má

gu_ni_3_707470

Útvarpsmaðurinn góði og geðþekki, Guðni Már Henningsson, á Rás 2 fékk mig í viðtal í dag í sunnudagsþátt sinn, Auglit.

Ég var hjá honum fyrir rúmum tveimur árum síðan og hann sagði þá að hann vildi fá mig aftur og klára viðtalið og það gerðum við í dag.

Hér kemur slóðin á viðtalið sem hefst þegar 145 mínútur eru liðnar af þættinum.

http://www.ruv.is/sarpurinn/auglit/13102013-0


Það er gott og gaman að búa í Mosó

 

 

Mosó

 

http://www.visir.is/mikill-uppgangur-i-mosfellsbae/article/2013131009434?fb_action_ids=10201547907553366&fb_action_types=og.likes&fb_ref=under&fb_source=other_multiline


Um tvöhundruð nýir íbúar munu flytja inn í nýtt hverfi í Mosfellsbænum á næstu vikum en mikil sala er á nýju húsnæði í sveitarfélaginu.

Ný íbúðarhverfi í Mosfellsbæ eins og í Hellafellslandi og í Leirvogstungu eru vinsæl en þar eru 40 fjölskyldur að flytja í hverfið á næstu vikum.

Þá er verið að byggja nýjan framhaldsskóla fyrir um það bil 600 nemendur auk þess sem unnið er að byggingu á nýju íþróttahúsi á Varmá og nýr leikskóli verður opnaður í næstu viku.

Bæjarstjóri Mosfellsbæjar, Haraldur Sverrisson segir mikinn uppgang í bænum og heilmikið að gera.

„Við gerum ráð fyrir um 400 nýjum íbúðum í Leirvogstunguhverfinu fyrir um það bil 1200 íbúa þegar framkvæmdum líkur hér,“ segir Haraldur.

Um ástæður þess hve bærinn er vinsæll segir Haraldur að lóðaverð sé með því ódýrara sem gerist á höfuðborgarsvæðinu, um sex til átta milljónir á einbýlishúsalóð.

„Það er mikil eftirspurn eftir húsnæði í bænum og Það er mjög ánægjulegt að þessi uppbygging sé í gangi vegna þess að það er skortur á íbúðarhúsnæði í Mosfellsbæ eins og staðan er í dag.Það er gaman að vera bæjarstjóri í Mosfellsbæ, sérstaklega þegar svona mikið eru um að vera,“ segir Haraldur.


Mér hlýnaði sannarlega um hjartarætur að sjá þetta

Tívolí

Það er óhætt að segja að mér hafi hlýnað um hjartarætur að sjá þetta myndband með gömlu snillingunum úr hljómsveitinni Tívolí, þeim Sigurði Kristmanni Sigurðssyni, söngvara og Ólafi Helgasyni trommara, ásamt félögum sem tekið var upp nú nýlega.

Hljómsveitin Tívolí spilar stóra rullu hjá okkur gömlu Gildrufélögunum en þeir félagar leifðu okkur að hita upp fyrir sig á veitingastaðnum Ártúni sem var rekinn um nokkurra ára skeið. 

Þetta var um það leiti sem við vorum að stíga okkar fyrstu skref í tónlistinni og ómetanlegt tækifæri fyrir okkur að fá að troða upp með svo vinsælli og þekktri hljómsveit á þeim tíma eins og Tívolí sannarlega var. Hverjir muna ekki eftir lögum eins og Fallinn með 4,9 og Danserína svo eitthvað sé nefnt. 

Tívolí 10

Þetta var árið 1979 og þá kölluðum við okkur Cosinus. Mér er minnisstætt hversu mikið, Hjörtur Howsver, hljómborðsleikari Tívolí og allir þeir félagar dáðust af hljómborðssamstæðu Hjalta Úrsus, menn höfðu ekki séð annað eins hjá byrjendahljómsveit eins og okkur þá.

Hjalti er eins og allir vita engin meðal maður í því sem hann tekur sér fyrir hendur, það er allt gert með stæl og Hammond orgel hans, syntarnir og tvöfalda lesley samstæðan jafnaðist á við það sem John Lord í Deep purple var með.

Þetta er svona eitt af því sem aldrei gleymist og maður er endalaust þakklátur þessum mönnum að hafa gefið okkur þetta tækifæri á sínum tíma.

Tívolí strákarnir voru allir frábærir og með okkur mynduðust tengsl sem hafa varað síðan.

Það eru t.d. ekkert mörg ár síðan ég og Þórhallur tókum Stayrvay too heaven með Sigga söngvara á bar í Reykjavík.´

Siggi kjötsúpa, eins og hann hefur oft verið kallaður, eftir magnaða frammistöðu sína á plötunni Íslensk kjötsúpa, er hreint magnaður söngvari og í raun hafði hann allt til að bera sem heimsklassa rokksöngvarar státa af, virðist engu hafa gleymt og Óli taktur, trommari, eins og hann er oftast kallaður, hefur óborganlegan stíl og úr honum skín ánægja og einbeiting í hverju slagi.

Þetta eru sannir vinir til áratuga og unun að sjá þá alltaf rokka saman eins og engin væri morgundagurinn, bara gleði og gaman. 

http://www.youtube.com/watch?v=Wgs61FNRJFc

 


Dieter Roth

Dieter 4

Þegar ég var nemi í bókbandi, fyrir brátt 30 árum síðan skall á verkfall bókagerðamanna og öll vinna lagðist þá að sjálfsögðu niður hjá bókagerðarmönnum. Um þetta leiti var nýkomið í hús til okkar á bókbandsvinnustofunni Arnarfelli spennandi verkefni fyrir listamanninn Dieter Roth. Til stóð að binda inn fyrir hann bók sem gefa átti út í aðeins nokkurhundruð eintökum og Dieter var mikið í mun að fá á tilsettum tíma m.a. vegna væntanlegrar sýningar á Íslandi á verkum hans.

Dieter

Nú voru góð ráð dýr, öll starfsemi lagðist niður vegna verkfallsins og allt stefndi í að bók Dieters gæti ekki komið út, honum til mikila vonbryggða. Einn möguleiki var þó í stöðunni og það var að láta nemann í bókbandinu taka að sér verkið. Þannig var það nefnilega að nemar máttu lögum samkvæmt vinna í verkfallinu. Þetta var mikil áskorun fyrir mig og ég man alltaf og mun aldrei gleyma þegar ég vann þetta verkefni fyrir Dieter.

Dieter 1

Hann var með mér öllum stundum á bókbandsverkstæðinu og fylgdist vel með mér á meðan ég vann þetta fyrir hann.

Dieter var sérlega skemmtilegur, góður en óvenjulegur maður í minningunni, hann gerði þetta allt eins auðvelt fyrir mig og hugsast gat.

Dieter færði mér að gjöf sérstaklega áritað eintak af þessari mögnuðu bók sem ég held mikið uppá.

Dieter 3

Titill

Bókverkið í listsköpun Dieters Roth. Þrjár sneiðmyndir: konkret-verkin, Mundunculum og A Diary (of the year 1982)

Útdráttur

Í þessari ritgerð er bókverkið skoðað sem miðill í listsköpun Dieters Roth (1930-1957) en hann var fjölhæfur og afkastamikill listamaður, með annan fótinn á Íslandi í um 40 ár.

Dieter vann með flesta þá listmiðla sem þekkjast. Hann lagði meðal annars mikla rækt við bókverkagerð og útgáfu þeirra en á ferli sínum gaf hann út rúmlega 300 bókverk. Í upphafi ritgerðarinnar er fjallað almennt um bókverk sem listmiðil, íslensk bókverk og bókverkaeign Nýlistasafnsins, sem varðveitir stærsta safn íslenskra bókverka. Að því búnu er fjallað um valin bókverk Dieters en þau þykja marka tímamót á ferli hans.

Það eru fyrstu bókverkin sem hann gerir og vann í anda svissnesku konkret-listarinnar, bókin Mundunculum þar sem Dieter býr til nýtt táknkerfi og að lokum sýningarskráin, A Diary (of the year 1982), þar sem hann tekur upp nýjar vinnuaðferðir við framleiðslu bókverka og sýningarskráa. Útlitsleg einkenni verkanna eru dregin fram, ásamt þeim hugmyndum sem liggja þeim að baki og forsaga þeirra skoðuð.

Bókverk Dieters bera vott um listamann sem var tilbúinn að feta ótroðnar slóðir. Ákveðin tilraunastarfssemi er undirliggjandi í bókverkum hans, eins og sjá má af þeim verkum sem hér eru til umfjöllunar. Með konkret-bókverkunum vann Dieter til að mynda með hnífa til að gera valin verk nákvæmari, jafnvel stærðfræðilegri, og í Mundunculum reyndi hann að búa til nýtt tjáningarkerfi. Þegar hann vann svo sýningarskránna A Diary (of the year 1982) fer hann að vinna í anda svokallaðra afrituðu bóka. Með þeim gerði hann tilraunir með annars óhefðbundna prentmiðla þegar hann vann að útgáfu efnis í hans nafni. Framlag Dieters til bókagerðarlistar virðist því hafa verið verulegt og má segja að hann hafi lífgað upp á miðilinn með þrotlausum tilraunum.

Birting
4.5.2009

Spilagleði, þá er gaman


Gervi veröld

Þóra
Í kvöld var viðtal í Kastljósinu við trúboðann Franklin Graham.
Spyrjandinn, Þóra Arnórsdóttir fór yfir víðan völl og gerði það vel.
Þóra spurði hann stundum spurninga sem hann átti greinilega erfitt með að svara, ekki síst um mannréttindi og jafnrétti allra manna.
Í lok viðtalsins virtist trúboðinn ná sér á strik og vitnaði þá í innihaldstómt líf fallinnar rokkstjörnu sem var náttúrulega eins og allir vita forfallinn sjúklingur og enganvegin marktækt dæmi um innihald- eða innihaldsleysi lífsins eins og hann túlkaði það. Nefndi hann það sérstaklega að hann hefði átt fallega konu, nóg af peningum og dópi.
Innihaldstómt líf er ekki einungis hjá uppgjafa rokkstjörnum í mikilli neislu og í raun afskaplega ódýrt að nota slíkt sem viðmiðun, svo ekki sé nú talað um hjá heimsþekktum trúboðum eins og Franklin. Þegar upp er staðið er það samt ótrúlega algengt hjá slíkum trúboðum að nota.
franklin_graham

Innihaldstómt líf er ekki síður algengt hjá okkur þeim sem teljum okkur afar "heilbryggð" og fullkomin.
Gat trúboðinn ekki eins sagt að hann ætti vini sem væru forfallnir fegurðaraðgerðarfíklar með gervineglur, gerviaugnhár eða brjóstastækkanir á heilanum og svo framvegis og framvegis, er dóp ekki gervitilfinning rétt eins og það???
Hamingjan er alltaf hjá okkur sjálfum og inn í okkur sjálfum.
það er ekkert sem fær því breytt.
Engin gerviveröld, sama í hvaða formi er nær með okkur innrajafnvægi eða vellíðan þegar upp er staðið .


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband