Fyrirsögn í DV

Þetta er fyrir Helga, gamla rótara Gildrunnar. Hann er sennilega sterkasti rótari okkar fyrr og síðar. Gítarstyllingar áttu reyndar ekki við hann á þeim tíma en sonur hans Atli Páll getur eflaust kennt honum það.

Ljósmyndari: DV | Staður: Dagblaðið | Bætt í albúm: 3.4.2007

Athugasemdir

1 Smámynd: HP Foss

Farðu út í sal og finndu gítarleikara!  öskraði Geiri og rak mig í burtu eftir að upphafstónar bandsins, í beinni útsendingu  á Rás 2, hljómaði eins og að krakki hefði rænt Fendernum baksviðs. Sveitamaðurinn horfði út í sal þar sem troðfullur salurinn fyldist með útgáfutónleikum plötunnar ÚT. Hvernig í ósköpunum átti ég að þekkja gítarleikara í hópnum?  Hvernig hefði það litið út ef rótarinn ráfaði um salinn í leit að gítarleikara? Hvernig hefði það litið ú fyrri Sigurgeir? Mín eina vona var að Billi gæti hjálpað mér og ég sveif á hann þar sem hann stóð með hattinn sinn og beið eftir að bandið tæki vældarann. Það stóð ekki á því hjá Billa, að sjálfsögðu var hann til í að stilla helvíts gítarinn. Við skutluðum okkur á bakvið. Ég rétti Billa tækið sem Geiri hafði sagt með að nota til að stilla átti vona á að gítarinn hrykki í lag. Það var öðru nær, Billi vissi hreint ekkert hvernig átti að kveikja á þessu apparati og því síður hvernig átti að stilla gítar með því.

Ég rölti til Sigurgeirs og sagði honum að hann yrði bara að notast við eitthvað annað.

HP Foss, 4.4.2007 kl. 18:54

Bæta við athugasemd

Hver er summan af tveimur og tíu?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband